Fréttir

Háskólalest HÍ heimsækir Njarðvíkurskóla

Mánudaginn 8. apríl fáum við Háskólalest Háskóla Íslands til okkar og verða þau með námskeið fyrir nemendur í 9. og 10. bekk allan þann dag. Hefðbundið skólastarf fellur niður og dagurinn er allur skipulagður fyrir smiðjur sem Háskólalestin býður uppá. Nemendur hafa fengið kynningu á smiðjunum þar sem nemendur völdu sér þær smiðjur sem þau hafa áhuga á að sækja. Dagskrá hefst á skólasetningu á sal kl. 8:45 og kl. 9:00 hefst fyrsta smiðja. Smiðjum lýkur svo kl. 13:50 með því að allir nemendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Spennandi dagur framundan fyrir okkar nemendur.
Lesa meira

Bríet Björk og Lilja Rún fulltrúar Njarðvíkurskóla

Í vetur hafa nemendur í 7. bekk verið að æfa sig í framsögn og upplestri sem er liður í Stóru upplestrarkeppninni. Í febrúar tóku þeir þátt í bekkjarkeppnum þar sem 12 fulltrúar voru valdir til að keppa í skólakeppninni um að verða fulltrúar Njarðvíkurskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin í Berginu, Hljómahöll 9. apríl. Í skólakeppninni sem haldin var á sal Njarðvíkurskóla dag voru Bríet Björk Hauksdóttir og Lilja Rún Gunnarsdóttir valdar sem fulltrúar skólans og til vara Sólrún Brynja Einarsdóttir. Dómarar í keppninni voru Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri Njarðvíkurskóla, Ástríður Helga Sigurðardóttir íslenskukennari og Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi. Valið var ekki auðvelt hjá dómurum keppninnar en þátttakendur stóðu sig allir mjög vel sem og áhorfendur en það voru nemendur í 6. og 7. bekk. Njarðvíkurskóli óskar stúlkunum til hamingju og góðs gengis í lokakeppninni.
Lesa meira

Glæsilegur árangur í boðsundskeppni grunnskólanna

Njarðvíkurskóli tók þátt í árlegri boðsundskeppni grunnskólanna sem fór fram 26. mars sl. Njarðvíkurskóli sendi tvö lið til þátttöku, eitt lið af miðstigi og eitt af unglingastigi. Nemendurnir okkar stóðu sig með stakri prýði og enduðu bæði liðin frá okkur í 6. sæti. Þess má geta að 41 skóli sendi lið til leiks á mótið. Eftirfarandi nemendur kepptu fyrir hönd skólans. 5-7. bekkur Ástrós Lovísa Hauksdóttir Bergur Snær Einarsson Bríet Björk Hauksdóttir Guðmundur Leo Rafnsson Jóhanna Arna Gunnarsdóttir Kári Siguringason Louisa Lind Jóhannesdóttir Magnús Orri Lárusson Nadía Líf Pálsdóttir Salvar Gauti Ingibergsson 8-10. bekkur Alda Líf Ívarsdóttir Alexander Logi Chernyshov Jónsson Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir Ásgeir Orri Magnússon Fannar Snævar Hauksson Kara Sól Gunnlaugsdóttir Kári Snær Halldórsson Mikael Freyr Hilmarsson Thelma Lind Einarsdóttir Vilborg Jónsdóttir Glæsilegir fulltrúar Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Flottur árangur í Skólahreysti

Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 5. sæti í riðli 3 í ár. Helena Rafnsdóttir, Börkur Kristinsson, Samúel Skjöldur Ingibjargarson og Svanhildur Reykdal Kristjánsdóttir skipuðu lið Njarðvíkurskóla. Varamenn voru Ásgeir Orri Magnússon, Fannar Snævar Hauksson og Karlotta Ísól Eysteinsdóttir. Börkur setti skólamat bæði þegar hann tók 37 dýfur og 34 upphýfingar. Svanhildur tók 28 armbeygjur og hékk í hreystigreip í 1:57 mín. Helena og Samúel Skjöldur voru þremur sekúndum frá besta árangri Njarðvíkurskóla þegar þau fóru hraðabrautina á 2:27 mín. Frábær árangur hjá okkar nemendum sem voru studd áfram af frábærum samnemendum.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli fékk flotta endurgjöf frá Landvernd

Á mánudaginn fékk skólinn heimsókn fá Landvernd til að kanna stöðu umhverfismála í skólanum. Skólinn hefur verið með Grænfánann í rúman áratug og var kominn tími á endurnýjun. Skólinn fékk mikið hrós fyrir þá vinnu sem hefur farið fram innan skólans. Skólinn hefur sett sér þemu sem hann vinnur eftir en þau eru að efla vægi hreyfingar í skólastarfi og útikennslu, að viðhalda flokkunarmenningu skólans, að draga úr matarsóun og að auka þátttöku grenndarsamfélagsins. Skólinn fékk flotta endurgjöf frá Landvernd og fær skólinn afhentan nýjan fána á næstunni sem verður okkar fimmti fáni. Allt er vænt sem vel er grænt !
Lesa meira

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2019-2020 er tilbúið og samþykkt bæði af starfsmönnum, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Einstakur fyrirlestur í boði fyrir alla foreldra í Reykjanesbæ

FFGÍR (regnhlífarsamtök foreldrafélaga grunnskólanna í Reykjanesbæ) bjóða foreldrum í Reykjanesbæ upp á erindið “Fögnum fjölbreytileika” þann 18.mars frá 17:30 – 19:00 í Akademíunni. Aðalheiður Sigurðardóttir er fyrirlesari sem talar um eitt af því mikilvægasta í lífinu – að vera samþykktur eins og maður er. Aðalheiður hefur á síðastliðnum 5 árum haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum, fyrir foreldrahópa og í samráði við Einhverfu-og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi. Í fyrirlestrinum segir hún frá sínu dásamlega ferðalagi sem einhverfumamma; frá vanmættis til viðurkenningar og hvernig frábært samstarf við skólann okkar varð til þess að dóttir hennar eignaðist nýtt lif. Fyrirlesturinn passar fyrir alla og er ætlað að veita innblástur, kenna okkur að hugsa út fyrir ramman, auka umburðalyndi og sjá alla kostina sem fjölbreytileikinn hefur í för með sér. Ógleymanleg upplifun – hlátur, tár og mikill kærleikur í hjartað
Lesa meira

Öskudagur í Njarðvíkurskóla

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 6. mars 2019. Yngra stigið (1.-5. bekkur) fór í þrautir í íþróttahúsinu og eldra stigið (6.-10. bekkur) tók þátt í ýmsum þrautum í stofunum á 3. hæð skólans. Nemendur í 10. bekk settu upp draugahús sem allir nemendur gátu farið í gegnum.
Lesa meira

Verðlaunaafhending fyrir stærðfræðikeppni grunnskólanema

Í gær voru veittar viðurkenningar fyrir tíu efstu sætin í stærðfræðikeppni grunnskólanema sem haldin er árlega í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Alexander Logi Chernyshov Jónsson fékk viðurkenningu fyrir 2. sæti og Ingólfur Ísak Kristinsson fyrir að vera í 6. - 10. sæti. Báðir eru þeir í 9. bekk. Njarðvíkurskóli óskar þeim til hamingju með frábæran árangur.
Lesa meira

Öskudagur 6. mars

Öskudagurinn 6. mars er skertur nemendadagur og eru nemendur í skólanum frá kl. 8:15-10:35. Frístundaskólinn er opinn frá 10:35 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Við hvetjum nemendur til að mæta í búningum þennan dag en öskudagskemmtun verður í skólanum frá kl. 8:15 þar sem ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir nemendur. Nemendur í 1.-5. bekk verða að mestu í íþróttahúsinu en eldri nemendur inni í skólanum. 10. bekkurinn setur upp draugahús á 2. og 3. hæð skólans sem nýtur alltaf mikilla vinsælda og stendur öllum nemendum til boða að heimsækja það. Bestu kveðjur, stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira