Jafnréttisáætlun Njarðvíkurskóla er gerð í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og jafnréttisstefnu Reykjanesbæjar 2019-2023 og framtíðarsýn Reykjanesbæjar í skólamálum. Áætlunin nær annars vegar til jafnréttis kynjanna meðal starfsfólks og hins vegar meðal nemenda. Jafnréttisáætlun þessi er hluti af skólanámskrá Njarðvíkurskóla og byggð á jafnréttisstefnu Reykjanesbæjar 2019-2023. Stefna Njarðvíkurskóla er að allir, nemendur og starfsmenn, njóti jafns réttar óháð kynferði, kynþætti, trú, kynhneigð eða líkamlegri- eða andlegri fötlun. Skólastarf í anda jafnréttis á einnig að taka mið af mismunandi námshæfileikum nemenda og miða að því að styrkja og efla hvern og einn til framfara og þroska. Starfið á einnig að mótast af metnaði og hvatningu til sjálfstæðra verka og aukinnar víðsýni þar sem hver og einn fær notið sín á eigin forsendum. Njarðvíkurskóli leggur áherslu á jafnrétti einstaklinga með menntun og mannrækt að leiðarljósi sem eru einkunnarorð skólans. Mikilvægt er að nemendur og starfsfólk skólans hafi jafnan rétt til að hafa áhrif á skólastarfið, stefnumótun og ákvarðanatöku og skal reynt að tryggja það með sem bestum hætti. Jafnréttisáætlun skólans er kynnt fyrir öllum þeim sem að skólastarfinu koma og áætlunina má nálgast hér fyrir neðan.
Jafnréttisáætlun skólans fyrir skólaárið 2022-2023 má nálgast hér
Aðgerðaráætlun til að framfylgja jafnréttisáætlun skólans má nálgast hér.