Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi í Njarðvíkurskóla er Heiða Ingimundardóttir - heida.ingimundardottir@njardvikurskoli.is

Hlutverk námsráðgjafa
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.

Aðstoð náms- og starfsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi og auðveldi ákvörðun um nám og starf að loknum grunnskóla.

Aðstoð náms- og starfsráðgjafa flest meðal annars í:
- viðtölum
- upplýsingagjöf og upplýsingaöflun um skóla, nám, störf og atvinnulíf
- könnun á áhugasviðum, gildismati, hæfileikum og fleira
- kenna leikni við ákvarðanatöku.

Nemendur og/eða forráðamenn geta bókað viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa hvort sem er með því að koma við hjá þeim, hringja eða senda tölvupóst. Nemendur geta einnig bankað upp á eða fengið aðstoð foreldra eða kennara við að bóka viðtal.

Náms- og starfsfræðsla

Náms- og starfsfræðsla er í þróun í Njarðvíkurskóla

Áhersla er á námstækni, sjálfsskoðun, ákvarðanatöku, nám og störf.
- Nemendur vinna verkefni tengd námstækni sem miða að því að þeir finni hvaða námstækni henti þeim best og hvaða þættir hennar er mikilvægt að endurskoða.
- Nemendur skoða áhugasvið sitt og hæfileika og hvar þeir fái best notið sín.
- Nemendur þjálfist í að setja sér markmið og horfi til framtíðar.
- Nemendur kynnist námi og störfum með upplýsingaöflun og heimsóknum í fyrirtæki og í framhaldsskóla.

Stuðst er m.a. við námsefnið Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla, Stefnan sett, Margt er um að velja, Vindrós og ýmis önnur verkefni á veraldarvefnum.

Persónuleg ráðgjöf
Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum ýmiskonar aðstoð og stuðning svo nemendur nái settu marki í námi sínu og skólagangan nýtist sem best.

Persónuleg vandamál geta haft þau áhrif á nemandann að þau hamli honum í námi. Þau geta verið af ýmsum toga, svo sem námsleg, félagsleg og/eða tengd líðan og samskiptum. Aðstoð náms- og starfsráðgjafa miðar að því að hjálpa nemendum að leita lausna.

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda

Námstækni
Markmið fræðslu og ráðgjafar í námstækni er að nemendur kynnist hugsun, viðhorfum, námsaðferðum og námsvenjum sem rannsóknir og reynsla hafa sýnt að eru árangursríkar.

Náms- og starfsráðgjafi leiðbeinir nemendum meðal annars í:
- að skoða og meta eigin námsaðferðir og námsvenjur
- námsskipulagi
- minnistækni
- glósu- og lestraraðferðum
- vinnulag í einstökum greinum
- prófundirbúningi og próftöku

Til að ráðgjöf í námstækni nýtist nemanda er mikilvægt að hann vilji sjálfur
breyta eða bæta námsaðferðir og námsvenjur sínar