Stoðþjónustuteymi

Í Njarðvíkurskóla er starfandi stoðþjónustuteymi. Í teyminu eru deildarstjóri stoðþjónustu, sérkennarar, nemendaráðgjafar, þroskaþjálfi og náms- og starfsráðgjafi.

Hlutverk: 
Stoðþjónustuteymið veitir kennurum, foreldrum og börnum stuðning og ráðgjöf vegna hegðunar-, samskipta- og/eða námserfiðleika. Teymið rýnir í mál sem upp koma sem snúa að farsæld nemenda og leitar úrlausna.

Markmið: 
- Að meta þarfir nemanda út frá upplýsingum og kortlagningu
- Að veita kennurum stuðning og leita viðeigandi lausna vegna nemanda 
- Að virkja verkfæri innan PBS kerfisins 
- Að stuðla að aukinni samvinnu innan veggja skólans varðandi nemendur

Vinnulag: 
Stoðþjónustuteymið fundar tvisvar sinnum í mánuði og fer yfir þau mál sem liggja fyrir. Kortlagning á málinu fer í gang og foreldrar upplýstir um að slík kortlagning sé í vinnslu.
Sá aðili sem málið varðar hvað mest tekur ábyrgð á málinu og kallar til aðra fagaðila, foreldra og nemenda í lausnarleit.
Eftir þörfum er útbúin áætlun og unnið markvisst að henni. Reglulegt endurmat er á áætluninni og málið rætt eftir þörfum á stoðþjónustufundum.

Deildarstjóri stoðþjónustu er Ingunn Þormar Kristinsdóttir ingunn.th.kristinsdottir@njardvikurskoli.is