Einkunnarorðin - VÁV
Teymi skólans hefur unnið væntingar á skólasvæðum eftir einkunnarorðum PBS sem eru Virðing – Ábyrgð – Vinsemd.
Helstu áherslur í stuðningi við jákvæða hegðun (PBS)
1. Kennsla á væntingum til hegðunar.
a. Nemendur fara með umsjónarkennara í gegnum hvert svæði skólans og þeim er sýnt og kennt hvers er vænst af þeim á hverjum stað.
b. Teymi skólans er búið að skilgreina væntingar um rétta hegðun og umgengni á öllum svæðum skólans sem eru settar upp í reglufylki.
c. Teymi skólans hefur unnið væntingar á skólasvæðum eftir einkunnarorðum skólans sem eru Virðing – Ábyrgð – Vinsemd.
2. Umbunarkerfi
a. Nemendur geta átt von á því að fá hrós og/eða hrósmiða þegar þeir sýna af sér háttvísi og rétta hegðun.
b. Hver bekkur safnar miðum saman og þegar vissum fjölda er náð fær nemendahópurinn umbun sem er fyrirfram ákveðin af umsjónarkennara og nemendum sjálfum. Dæmi um umbun eru: spilatími, útileikir, myndbandsýning ofl.
3. Nemendur sem sýna óæskilega hegðun.
a. Þegar nemendur sýna óæskilega hegðun er reynt eftir fremsta megni að leiðrétta þá hegðun með því að ítreka fyrirmælin, minna á regluna, gefa umhusunartíma og/eða tvo valmöguleika á lausn. Ef nemandi velur að fylgja fyrirmælum fær hann hrós annars tekur hann afleiðingum og er þeim skipt upp í 3 stig (sjá agaferil Njarðvíkurskóla).
b. Öll agabrot eru skráð á mentor, skráningarkerfi skólans auk þess sem samband er haft við foreldra eftir alvarleika agabrotsins símleiðis eða með tölvupósti. Einnig eru foreldrar boðaðir til fundar þegar þörf er á.
4. Starfsfólk skólans sækir námskeið og fær kynningar frá teymi til leiðbeiningar um hvernig hægt er að vera samstíga um að gera skólaandann jákvæðari og styðja við jákvæða hegðun í Njarðvíkurskóla.
5. Mat á árangri kerfisins er verkefni teymisins og fer fram í gegnum mentor auk þess sem lagðar eru kannanir fyrir starfsfólk, nemendur og foreldra eftir því sem þurfa þykir.
6. Samstarf heimilis og skóla er mjög mikilvægt í stuðningi við jákvæða hegðun. Foreldrar fá kynningu á þessu vinnulagi í upphafi skólaárs og fá síðan reglulega upplýsingar um barn sitt í gegnum mentor þar sem kennarar skrá umsagnir um barnið. Foreldrar eru hvattir til þess að spyrja barnið sitt um hvernig gangi og þegar barn hefur fengið hrósmiða að fá að vita fyrir hvað hann var gefinn, þ.e. hvaða hegðun sýndi barnið.