Ösp

Ösp er hluti af Njarðvíkurskóla og starfar eftir starfsáætlun skólans. Ösp starfar eftir þeim verkferlum sem eru í gildi í Njarðvíkurskóla hverju sinni. Einkunnarorð Njarðvíkurskóla eru menntun og mannrækt.

Ösp er sérhæft námsúrræði fyrir fatlaða nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar sem eru í brýnni þörf fyrir mjög sérhæft og einstaklingsmiðað námsumhverfi og kennsluhætti. Einnig hafa nemendur ríkar stuðnings- og umönnunarþarfir sem unnið er markvisst með í þverfaglegu teymi fagfólks í Ösp og í samstarfi við aðra þjónustuveitendur (sbr. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barna- og fjölskylduteymi og aðra heilbrigðisþjónustu). Sérstaða Aspar snýr að sérhæfingu í kennslu og umönnun fatlaðra nemenda með þroskahömlun, heilkenni og/eða taugafjölbreytileika.

Í kringum hvern nemanda er þverfaglegt teymi sem er myndað út frá þjónustuþörfum hans sem heldur utan um einstaklingsmiðaða áætlun og samskipti við heimili og aðra þjónustuveitendur.

Ösp er skilgreint sem sérhæft námsúrræði 2 og fylgir í megindráttum skóladagatali Njarðvíkurskóla en frávik eru á fyrirfram ákveðnum skertum nemendadögum. Lögð er áhersla á heildstæða þjónustu í nánu samstarfi við þjónustuaðila og eiga nemendur kost á frístundarþjónustu.

 

Starfsáætlunun fyrir Ösp.