Samkvæmt lögum um grunnskóla og reglugerð um sérkennslu skal grunnskólinn laga starf sitt að þroska og getu allra nemenda sinna þannig að hver nemandi fái kennslu við hæfi. Til að ná þessu markmiði býður skólinn upp á ýmis sérúrræði fyrir einstaka nemendur og nemendahópa. Með greinandi prófum er reynt að finna sem fyrst þá nemendur sem þurfa séraðstoð, sé grunur um sértæka námsörðugleika að ræða, eru lagðar einstaklingsathuganir fyrir nemendur ýmist innan eða utan skólans í samráði við foreldra/forráðamenn. Stefnt er að því að sem flestir nemendur geti fylgt námskrá síns árgangs. Til að svo megi verða er afar mikilvægt að nemendur nái tökum á lestri sem fyrst enda er hann undirstaða alls annars náms. Skólinn hefur lagt ríka áherslu á lestrarnám allan grunnskólann. Gott foreldrasamstarf er lykillinn að því að árangur náist og er stuðnings- og sérkennsla unnin í nánu samstarfi við foreldra.
Námsver skólans er staðsett á þriðju hæð og skiptist í fimm rými. Námsverið er vel útbúið gögnum og tækjum til kennslunnar. Sérkennslan er sniðin að þörfum einstaklinga þar sem kennt er í litlum hópum.