Verklagsreglurnar eru settar samkvæmt reglugerð nr. 585/2010 um stuðning við nemendur með sérþarfir í grunnskóla og lögum nr. 91/2008 um grunnskóla.
- Móttaka beiðna: Forráðamenn leggja fram beiðni um aðkomu stoðþjónustu við umsjónarkennara eða deildarstjóra stoðþjónustu. Viðtakandi skrásetur beiðni forráðamanna í Microsoft Forms þar sem að deildarstjóri stoðþjónustu tekur við beiðninni og vistar á læstu svæði.
- Mat á beiðni: Deildarstjóri stoðþjónustu leggur mat á beiðnina með umsjónarkennara og ræðir eftir þörfum á fundi stoðþjónustuteymis.
- Kortlagning: Deildarstjóri stoðþjónustu safnar upplýsingum um nemandann frá kennurum og öðrum sérfræðingum. Leggur hann til eftir þörfum við umsjónarkennara að vinna kortlagningu á stöðu barns. Sé talin þörf á, er beiðni forráðamanna lögð fyrir á nemendaverndarráðsfundi.
- Stuðningsáætlun: Þjónustuaðili útbýr stuðningsáætlun í samráði við forráðamenn og nemanda. Forráðamenn samþykkja stoðþjónustu á rafrænu eyðublaði sem er vistað í skjalavistunarkerfi Reykjanesbæjar, GoPro.
- Framkvæmd : Aðilar innan stoðþjónustuteymis skólans sinna þjónustu við nemandann samkvæmt stuðningsáætlun. Deildarstjóri stoðþjónustu sinnir reglulegu eftirliti með framvindu og endurskoðun á stuðningsáætlun.
- Samstarf og samskipti: Forráðamenn eru reglulega upplýstir um framgang og haldnir eru fundir eftir þörfum til þess að endurmeta stuðningsáætlun og gera nauðsynlegar breytingar. Boðar deildarstjóri stoðþjónustu eða annar skólastjórnandi til fundar. Innan skólans starfar stoðþjónustuteymi skólans náið saman og metur þjónustu við nemandann.
- Eftirfylgni og endurmat: Reglulegt endurmat og rýni með forráðamönnum og fagfólki á tíma sem stuðningsáætlunin er í framkvæmd. Í lok skólaárs er stuðningáætlun metin og áframhaldandi þörf skrásett.
Merking orða og útskýringar á ferlum í verklagsreglum
Beiðni: Beiðni skal beina til umsjónakennara, deildarstjóra stoðþjónustu eða annarra skólastjórnenda.
Í beiðni þarf að koma eftirfarandi fram:
- Nafn nemanda og kennitala
- Bekkur
- Ástæða beiðnar
- Óskir um aðkomu stoðþjónustuteymis
- Microsoft Forms: Vefforrit frá Microsoft sem gerir notendum kleift að búa til, deila og safna gögnum í formi spurninga og svara. Það er hluti af OneDrive sem fagfólksteymi Njarðvíkurskóla vinnur með. Sá sem tekur við beiðni frá forráðamönnum fyllir út beiðnina á Microsoft forms.
- Nemendur með sérþarfir: Eru þeir nemendur sem þurfa sérstakan stuðning eða aðstoð vegna ákveðinna þarfa á sviði náms, félagslífs eða heilbrigðis. Sérþarfir geta tengst námsörðuleikum, tilfinningalegum áskorunum, heilsufarsvandamálum eða félagslegum erfiðleikum.
- Stoðþjónustuteymi: Í stoðþjónustuteymi Njarðvíkurskóla eru fagaðilar sem koma að stoðþjónustu í skólanum. Nemendaráðgjafar, náms -og starfsráðgjafi, sérkennarar, þroskaþjálfi og deildarstjóri stoðþjónustu.
- Stoðþjónusta: Öll sú þjónusta og stuðningur sem snýr að farsæld nemenda með sérþarfir, sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda ýmist vegna námsörðuleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar.
- Kotlagning á stöðu barns: Form sem umsjónakennarar og eftir þörfum aðrir fagaðilar vinna í skólanum, ferli þar sem tekið er saman heildstætt mat á þörfum og aðstæðum barns til að tryggja að það fái viðeigandi stuðning og þjónustu. Hún felur í sér að greina styrkleika barnsins og þá þætti sem þarfnast sérstakrar aðstoðar, og er mikilvægur þáttur í að móta einstaklingsmiðuð úrræði fyrir börn með sérþarfir.
- Samþykki/neitun vegna þjónustu: Form sem forráðamenn undirrita þegar boð um ákveðna þjónustu stendur til boða fyrir barn þeirra. Forráðamenn samþykkja stoðþjónustu á rafrænu eyðublaði sem er vistað í skjalavistunarkerfi Reykjanesbæjar, GoPro.
- Stuðningsáætlun: Stuðningsáætlun er útbúin fyrir nemendur sem þurfa á auknum stuðning við nám eða félagslegra áskoranna. Slíkar áætlanir eru sérsniðnar að þörfum nemandans. Áætlunin tekur mið af þörfum hvers nemanda og hvernig best er að styðja hann til að ná sem bestum árangri.