Microsoft Office 365 er útgáfa af Microsoft Office byggð á skýjalausnum. Í Office 365 hafa notendur aðgang að nýjustu útgáfum Office án þess að vera bundnir við tiltekna tölvu eða snjalltæki. Hægt er að nálgast gögn hvar og hvenær sem er. Allir nemendur í 8.-10. bekk í Njarðvíkurskóla hafa aðgang að Office365 og geta nýtt sér ,,skýið“ (OneDrive) til að geyma, deila og vinna í gögnum sínum á netinu. Nemendum gefst líka kostur á að vinna sameiginleg verkefni og séð uppfærslur hjá hver öðrum á rauntíma. Hver nemandi getur hlaðið Office 365 niður á fimm snjalltæki eða tölvur á meðan hann er í Njarðvíkurskóla. Með þessu hafa allir nemendur skólans jöfn tækifæri til að nota Officepakkann heima. Við hvetjum nemendur til að geyma skólaverkefni sín á skýinu því þar eiga nemendur nánast ótakmarkað gagnamagn.
Smelltu hérna til að komast inn á Office 365.