Fréttir & tilkynningar

04.11.2025

Nemendur frá Njarðvíkurskóla heiðraðir á alþjóðlegri kvikmyndahátíð

Nemendur úr áttunda bekk Njarðvíkurskóla tóku þátt í stuttmyndasamkeppninni Sexan forvarnarverkefni Neyðarlínunnar á síðasta skólaári og unnu samkeppnina. Sigurliðið fékk síðan sérstakt tækifæri til að sýna verk sitt á alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð sem fram fór í Bíó Paradís í Reykjavík. Sexan er forvarnarverkefni þar sem ungt fólk fræðir ungt fólk um mikilvæg málefni sem varða öryggi og líðan ungmenna. Þátttakendur búa til efni sem á að hafa áhrif á jafnaldra sína og koma mikilvægum skilaboðum á framfæri á áhrifaríkan og skapandi hátt. Sigurliðið samanstóð af sjö nemendum: Sóldísi, Elísu, Viktoríu, Helenu, Arnóri, Andrési og Karen Gígju. Þessi hópur vann vel saman og sýndi fram á að með samvinnu, sköpunargleði og mikilli vinnu er hægt að ná góðum árangri. Myndbandið sem þau bjuggu til vakti mikla athygli. Að vera valin til að kynna verk sitt á alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð er gríðarleg viðurkenning fyrir nemendurna. Hátíðin í Bíó Paradís er þekkt fyrir að sýna hágæða kvikmyndaverk frá börnum og ungmennum um allan heim. Að fá að vera hluti af þessum viðburði og deila verkinu sínu var ómetanleg reynsla fyrir nemendurna. Hér fyrir neðan má sjá mynd af hluta af sigurliði Njarðvíkurskóla sem fór á sýninguna í Bíó Paradís.

Það er líf og fjör í Njarðvíkurskóla