Fréttir

Öðruvísi jóladagatal SOS barnaþorpanna  2024

Í desember var Njarðvíkuskóli þátttakandi í verkefninu, Öðruvísi jóladagatal SOS barnaþorpanna  2024.  Öllum skólum stóð til boða að taka þátt í Stafarugli dagatalsins. Nemendur í 6. KE í Njarðvíkurskóla voru sigurvegarar að þessu sinni og óskum við þeim til hamingju.
Lesa meira

Starfsdagur 13. janúar

Mánudaginn 13. janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Lesa meira

Skíðaval í Bláfjöllum

Í skólanum eru mörg og áhugaverð valfög sem nemendur á unglingastigi geta valið um á hverju ári, eitt af þeim valfögum er skíðaval. Nemendur úr skíðavali fóru í skíðaferð í Bláfjöll fimmtudaginn 09. janúar, ásamt kennurum. Ferðin var skipulögð af þeim Heiðrúnu, Ásgerði og Þóri kennurum og fóru þau ásamt vöskum hópi af nemendum og áttu góðan dag í Bláfjöllum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferðinni hjá þeim.
Lesa meira

Jóla- og nýárskveðja

Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar 2024. Skrifstofa skólans er lokuð frá 23. desember og opnar aftur 3. janúar. Jólakveðja, Starfsfólk Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Jólahátíð í Njarðvíkurskóla

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin. Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar tveir frábærir jólasveinar kíktu í heimsókn.
Lesa meira

Jólahátíð Njarðvíkurskóla 2024

Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp. Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi: - Nemendur 1.-10. bekk og í Björk mæta í heimastofu kl. 10:00 og hátíðinni lýkur kl. 11:15. - Nemendur í Ösp mæta í Ösp kl. 8:15 og hátíðinni lýkur kl. 11:15. Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Allir nemendur ganga inn um yngri barna inngang. Á jólahátíðinni eru stofujól, horft er á helgileik sem nemendur í 6. bekk leika og syngja, lesin er jólasaga og svo koma nemendur á sal þar sem gengið er í kringum jólatré og sungið saman. Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsfólki skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí föstudaginn 3. janúar 2025 Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar. Hátíðarkveðjur, Stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Jólaföndur og hátíðarmatur 2024

Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk í Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri og geri ýmislegt annað skemmtilegt saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 11. desember var jólaföndursdagur og það var ýmislegt skemmtilegt í boði líkt og hefðbundið jólaföndur, skreyta piparkökuhús og þá fór 10. bekkur í skautaferð á Aðventusvellið í Skrúðgarðinum til þess að nefna eitthvað. Sama dag var hinn árlegi hátíðarmatur í skólanum. Starfsfólk skólans bar á borð fyrir alla nemendur og salurinn var skreyttur. Þetta er alltaf hátíðleg og skemmtileg stund. Boðið var upp á kalkún með salvíusmjöri, vegan Wellington, gljáðar kartöflur, eplasalat, heita sveppasósu og ísblóm. Hér fyrir neðan má sjá myndasafn frá þessum skemmtilega degi hjá okkur í Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Vegleg gjöf í Ösp

Ásmundur Friðriksson, fulltrúi Skötumessunnar kom færandi hendi á dögum í Ösp og afhenti tvo Proteck skynörvunarstóla að gjöf.  Proteck stólarnir eru fluttir inn frá Danmörku og eru hannaðir til að veita nemendum sem mesta skynjun þar sem boltar og þyngingarvængir eru í aðalhlutverki. Njarðvíkurskóli / Ösp vill  þakka öllum þeim aðilum sem standa að Skötumessunni fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem kemur til að nýtast vel í leik og starfi með nemendum.
Lesa meira

Árleg jólakökusamkeppni nemendaráðs

Hin árlega kökukeppni nemendaráðsins fór fram á mánudag og voru kökurnar ótrúlega glæsilegar og frumlegar að vanda. Dómnefndin var í vanda því kökurnar voru svo góðar og flottar að hún ákvað að allir keppendur fengu bíómiða að launum og svo voru veitt sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti voru Rósa og Emma úr 8.bekk með frumlega skímslaköku , í öðru sæti voru Tinna og Helga úr 10.bekk með ótrúlega hreindýraköku og fyrsta sætið tóku þær Eva og Júlíana úr 9.bekk með fallegri Kitkat köku skreytt með  bleikum grísum.
Lesa meira

Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla 11. desember

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla verður með jólaföndur á sal skólans miðvikudaginn 11. desember frá kl. 17:00 til kl. 18:30. Foreldrafélagið býður upp á fjölbreytt efni fyrir skapandi börn og fullorðna. Vinsælu stytturnar og jólakúlurnar aftur í boði gegn vægu gjaldi. Nemendur í 10. bekk verða með veitingasölu. Við mælum með að taka með sér skæri, lím og liti og nokkra klósettpappírshólka. Ekki gleyma jólapeysunni. Öll hjartanlega velkomin.
Lesa meira