20.12.2024
Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur.
Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar 2024.
Skrifstofa skólans er lokuð frá 23. desember og opnar aftur 3. janúar.
Jólakveðja,
Starfsfólk Njarðvíkurskóla
Lesa meira
20.12.2024
Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin.
Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar tveir frábærir jólasveinar kíktu í heimsókn.
Lesa meira
14.12.2024
Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp.
Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi:
- Nemendur 1.-10. bekk og í Björk mæta í heimastofu kl. 10:00 og hátíðinni lýkur kl. 11:15.
- Nemendur í Ösp mæta í Ösp kl. 8:15 og hátíðinni lýkur kl. 11:15.
Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Allir nemendur ganga inn um yngri barna inngang.
Á jólahátíðinni eru stofujól, horft er á helgileik sem nemendur í 6. bekk leika og syngja, lesin er jólasaga og svo koma nemendur á sal þar sem gengið er í kringum jólatré og sungið saman.
Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsfólki skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí föstudaginn 3. janúar 2025
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
Hátíðarkveðjur,
Stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
12.12.2024
Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk í Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri og geri ýmislegt annað skemmtilegt saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 11. desember var jólaföndursdagur og það var ýmislegt skemmtilegt í boði líkt og hefðbundið jólaföndur, skreyta piparkökuhús og þá fór 10. bekkur í skautaferð á Aðventusvellið í Skrúðgarðinum til þess að nefna eitthvað.
Sama dag var hinn árlegi hátíðarmatur í skólanum. Starfsfólk skólans bar á borð fyrir alla nemendur og salurinn var skreyttur. Þetta er alltaf hátíðleg og skemmtileg stund. Boðið var upp á kalkún með salvíusmjöri, vegan Wellington, gljáðar kartöflur, eplasalat, heita sveppasósu og ísblóm.
Hér fyrir neðan má sjá myndasafn frá þessum skemmtilega degi hjá okkur í Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
09.12.2024
Ásmundur Friðriksson, fulltrúi Skötumessunnar kom færandi hendi á dögum í Ösp og afhenti tvo Proteck skynörvunarstóla að gjöf. Proteck stólarnir eru fluttir inn frá Danmörku og eru hannaðir til að veita nemendum sem mesta skynjun þar sem boltar og þyngingarvængir eru í aðalhlutverki. Njarðvíkurskóli / Ösp vill þakka öllum þeim aðilum sem standa að Skötumessunni fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem kemur til að nýtast vel í leik og starfi með nemendum.
Lesa meira
06.12.2024
Hin árlega kökukeppni nemendaráðsins fór fram á mánudag og voru kökurnar ótrúlega glæsilegar og frumlegar að vanda. Dómnefndin var í vanda því kökurnar voru svo góðar og flottar að hún ákvað að allir keppendur fengu bíómiða að launum og svo voru veitt sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Í þriðja sæti voru Rósa og Emma úr 8.bekk með frumlega skímslaköku , í öðru sæti voru Tinna og Helga úr 10.bekk með ótrúlega hreindýraköku og fyrsta sætið tóku þær Eva og Júlíana úr 9.bekk með fallegri Kitkat köku skreytt með bleikum grísum.
Lesa meira
05.12.2024
Foreldrafélag Njarðvíkurskóla verður með jólaföndur á sal skólans miðvikudaginn 11. desember frá kl. 17:00 til kl. 18:30.
Foreldrafélagið býður upp á fjölbreytt efni fyrir skapandi börn og fullorðna. Vinsælu stytturnar og jólakúlurnar aftur í boði gegn vægu gjaldi. Nemendur í 10. bekk verða með veitingasölu.
Við mælum með að taka með sér skæri, lím og liti og nokkra klósettpappírshólka. Ekki gleyma jólapeysunni.
Öll hjartanlega velkomin.
Lesa meira
29.11.2024
Nemendur í Ösp hafa verið að vinna með brunavarnir og hættu sem geta fylgt þeim. Þau fengu heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja þar sem var farið yfir neyðarnúmerið og hvernig það getur verið auðvelt að muna það með því einu að benda á munn, nef og augu 1-1-2. Þá var líka farið yfir mikilvægi reykskynjara á heimilum og að lokum fengu allir nemendur endurskinsmerki með 1-1-2 númerinu sem vakti mikla lukku.
Í dag fengu svo nemendur úr Ösp að fara í heimsókn á slökkvistöðina, fengu að skoða og fara inn í sjúkrabíl og slökkviliðsbíl ásamt því að skoða ýmis tæki sem þeir nota í sínum störfum.
Við þökkum Brunavörnum Suðurnesja kærlega fyrir heimsóknina og má sjá í þessari frétt nokkrar myndir af kátum og glöðum nemendum.
Lesa meira
28.11.2024
Á haustmánuðum 2024 þá kom í heimsókn til okkar fyrrverandi nemandi í skólanum, Hermann Valsson, og myndaði skólann með þrívíddartækni og með þessu móti verður hægt að skoða skólann og það húsnæði sem heyrir undir skólann á stafrænan hátt.
Við hér í Njarðvíkurskóla erum mjög þakklát og viljum þakka Hermanni kærlega fyrir þennan hlýhug sem hann sýnir sínum gamla skóla með því að leggja þessa miklu vinnu á sig sem hann hefur gert.
Með þessari tækni getum við boðið nýjum nemendum og aðstandendum þeirra að koma í stafræna heimsókn áður en þau hefja nám við Njarðvíkurskóla. Þetta getur einnig verið skemmtileg leið fyrir fyrrum nemendur skólans til að skoða gamla skólann sinn og sjá þær breytingar sem hafa átt sér stað frá því að þeir luku námi við skólann.
Hermann tók myndir bæði inni í aðalbyggingu skólans sem og Ösp, Björk, Brekku og íþróttahúsi skólans.
Fyrir áhugasama þá má fara inn á þessa slóð og hefja för sína um Njarðvíkurskóla og hér má líka skoða Ösp á þessari slóð.
Lesa meira
19.11.2024
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í dag 15. nóvember var haldið upp á dag íslenskrar tungu í Njarðvíkurskóla með gleðistund á sal, þar sem 16.nóvember ber upp á laugardag.
Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu lögin Gengur betur næst og Dropalagið. Þetta er í 17. skipti sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á degi íslenskrar tungu.
Hátíðin var tvískipt, fyrst 1.-6. bekkur og elstu nemendur á leikskólanum Gimli og síðan 7.-10. bekkur.
Kristinn Einnar og Þorgerður Tinna, sem eru formaður og varaformaður nemendafélags Njarðvíkurskóla, voru kynnar á hátíðinni.
Dagskrá yngra stigs:
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn og Geirþrúður forskólakennari sá um undirleik.
- Nemendur í 1. bekk sungu lagið Snati og Óli við undirleik Geirþrúðar.
- Nemendur af leikskólanum Gimli sungu lögin, Framtíðin og Dropalagið.
- Bjarki Rafn Steinarsson nemandi í 4. bekk lék á píanó lagið Krummavísur, sem er íslenskt þjóðlag.
- Nemendur í 4. bekk fluttu ljóðið Orð eftir Þórarinn Eldjárn.
- Rósa Kristín í 8. US las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Bríet Silfá í 8. US flutti ljóðið Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson.
- Darri Þór, Berglind Elva og Valgerður Björk fluttu ljóðið Vorvísur og Aría Dupree og Helga Margrét fluttu ljóðið Brósi en þau eru öll nemendur í 6. KE.
- Gísli Grétarsson, Írena Káradóttir, Ísabella Saga og Ísak Númi í 6. EÁJ fluttu ljóðið Stökur eftir Jónas Hallgrimsson.
- Nemendur í 2. bekk sungu Kall sat undir kletti eftir Jórunni Viðar.
- Að lokum sungu allir Skólasöng Njarðvíkurskóla eftir Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.
Dagskrá eldra stigs:
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn.
- Rósa Kristín í 8. US las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Bríet Silfá í 8. US flutti ljóðið Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson.
- Elísa Natnicha nemandi í 9. bekk lék á piano lagið Écossaise eftir Ludvig Van Beethoven.
- Allir sungu Skólasöng Njarðvíkurskóla eftir Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.
- Nemendur í 10. bekk sýndu þrjár frábærar stuttmyndir úr Gíslasögu, sem þeir höfðu unnið eftir að hafa lesið söguna í íslenskutímum í haust.
- Dagskráin endaði á spurningarkeppni á milli kennara og nemenda undir stjórn nemendaráðs.
Lesa meira