Fréttir

Skemmtilegir þemadagar í Njarðvíkurskóla

Dagana 19.-21. febrúar hélt Njarðvíkurskóli þemadaga með yfirskriftinni ,,Árið okkar". Þar fjallaði hver árgangur um sitt fæðingarár og unnu fjölbreytt verkefni tengt sínu fæðingarári. Nemendur tóku virkan þátt í dagskránni sem innihélt skemmtileg og fræðandi verkefni. Þemadagarnir tókust afar vel og skapaðist góð stemning í skólanum þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Þemað í ár var það sama og verður á árshátíð Njarðvíkurskóla þann 4. apríl næstkomandi, þar sem atriði nemenda munu fjalla um fæðingarár þeirra og eftir árshátíð munu forráðamenn geta skoðað afrakstur þemadaga inni í skóla. Við þökkum öllum nemendum og starfsfólki fyrir frábæra þátttöku og hlökkum til að endurtaka leikinn á næsta ári! Myndir af nemendum, sem Kacper Agnar og Júlíus Garðar í 10. bekk tóku, fylgja með fréttinni.
Lesa meira

100 daga hátíð í 1. bekk Njarðvíkurskóla

Nemendur í 1. bekk héldu 100 daga hátíð þar sem þeir eru búnir að vera í skólanum 100 daga á þessu skólaári. Af því tilefni var skóladagurinn brotinn upp. Nemendur bjuggu til kórónur í tilefni dagsins, unnu 100 daga verkefni, fóru í skrúðgöngu um skólann og fögnuðu nemendur í 2.-5. bekk þeim með lófaklappi. Næst var farið í hreyfileiki á sal skólans, nemendur marseruðu, dönsuðu og fóru í limbó með aðstoð nokkurra stúlka í 10. bekk. Í tilefni dagsins fengu nemendur ís og góðgæti. Líf og fjör á hundraðasta skóladeginum okkar eins og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Tilkynning um röskun á skólahaldi fimmtudaginn 6. febrúar

Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði frá kl. 8:00 í fyrramálið til kl. 13:00 þá fellur allt skólastarf í grunnskólum Reykjanesbæjar niður fimmtudaginn 6. febrúar. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp opna á hefðbundnum tíma (kl. 13:20) og starfsemin því óskert. Foreldrar eru beðnir um að láta forstöðumenn vita ef ekki á að nýta frístund. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá frístundaheimilinu ef eitthvað breytist.
Lesa meira

Fjáröflun fyrir vorferðalag 10. bekkjar

Í tilefni samtalsdags í Njarðvíkurskóla þann 28. janúar næstkomandi mun 10.bekkur bjóða til sölu vöfflur. 10.bekkur er að safna fyrir skólaferðalagi sem þau stefna að í maí 2025 að Bakkaflöt í Skagafirði. Í boði verða vöfflur, kaffi og djús og verður posi á staðnum þannig að hægt verður að borga með korti og síma fyrir þá sem vilja.
Lesa meira

Samtalsdagur þriðjudaginn 28. janúar

Þriðjudaginn 28. janúar er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla. Forráðamenn bóka viðtal við umsjónarkennara í gegnum Mentor. Opnað hefur verið fyrir bókanir og geta forráðamenn því bókað sín viðtöl. Nemendur eiga að mæta með forráðamönnum sínum í viðtalið. Þeir forráðamenn sem eru með túlk í viðtalinu fá úthlutað tímum frá umsjónarkennurum og fá tölvupóst á næstu dögum með tímasetningunum. Óski forráðamenn eftir að hafa samtalið á TEAMS þá þarf að senda póst á umsjónarkennara og óska eftir slíku viðtali en mikilvægt er þó að nemandinn sé einnig í viðtalinu. Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is. Í viðtalinu verður farið yfir almennt gengi nemandans í skólanum og það námsmat sem lokið er á skólaárinu auk annars. Forráðamenn nemenda í 3., 6. og 9. bekk svara viðhorfskönnun eftir viðtalið og biðjum við þá forráðamenn um að staldra við og svara. Niðurstöður viðhorfskönnunar eru mikilvægur hluti í sjálfsmati skóla og notum við svörin til að gera gott skólastarf enn betra. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í 1.-4. bekk er opið á samtalsdaginn kl. 8:15-16:15. Frístundaheimili í Ösp er opið eftir kennslu kl. 11:15-16:15. Kveðja Skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Öðruvísi jóladagatal SOS barnaþorpanna  2024

Í desember var Njarðvíkuskóli þátttakandi í verkefninu, Öðruvísi jóladagatal SOS barnaþorpanna  2024.  Öllum skólum stóð til boða að taka þátt í Stafarugli dagatalsins. Nemendur í 6. KE í Njarðvíkurskóla voru sigurvegarar að þessu sinni og óskum við þeim til hamingju.
Lesa meira

Starfsdagur 13. janúar

Mánudaginn 13. janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Lesa meira

Skíðaval í Bláfjöllum

Í skólanum eru mörg og áhugaverð valfög sem nemendur á unglingastigi geta valið um á hverju ári, eitt af þeim valfögum er skíðaval. Nemendur úr skíðavali fóru í skíðaferð í Bláfjöll fimmtudaginn 09. janúar, ásamt kennurum. Ferðin var skipulögð af þeim Heiðrúnu, Ásgerði og Þóri kennurum og fóru þau ásamt vöskum hópi af nemendum og áttu góðan dag í Bláfjöllum. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferðinni hjá þeim.
Lesa meira

Jóla- og nýárskveðja

Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar 2024. Skrifstofa skólans er lokuð frá 23. desember og opnar aftur 3. janúar. Jólakveðja, Starfsfólk Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Jólahátíð í Njarðvíkurskóla

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin. Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar tveir frábærir jólasveinar kíktu í heimsókn.
Lesa meira