27.05.2024
Árlegir kappleikir milli nemenda í 10. bekk og starfsmanna fóru fram í íþróttahúsinu fyrir helgi. Karlkyns nemendur unnu í fótbolta og kvenkyns starfsmenn í körfubolta.
Lesa meira
24.05.2024
Miðvikudagurinn 29. maí er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Wednesday 29th. of May is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Sroda 15. Móc jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira
16.05.2024
Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla 8. maí en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 10.MRF sem unnu bikarinn góða. 10.HB endaði í 2. sæti og 8.HH í 3. sæti.
Lesa meira
07.05.2024
Miðvikudaginn 8. maí er íþróttadagur í Njarðvíkurskóla. Sá dagur er uppbrotsdagur á skóladagatali og bekkir eru saman með umsjónarkennara og taka þátt í mismunandi þrautum og leikjum. Allir nemendur mæta kl. 8:15 og skóladeginum lýkur kl. 13:20 hjá öllum.
Frístundaheimili tekur við kl. 13:20 hjá þeim nemendum sem eru þar skráðir. Hver bekkur hefur sinn lit og eru nemendur hvattir til að koma í fötum í þeim lit. Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar fyrir lit hjá þeirra hópum.
Á íþróttadeginum ætlum við að hafa símalausan dag þannig að allir geyma símana sína heima þennan dag.
Fimmtudagurinn 9. maí er svo Uppstigningardagur og þá er frí hjá öllum, nemendum og starfsmönnum.
Lesa meira
07.05.2024
Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði og ensku fyrir 8.-10. bekk. Þarna kemur einnig fram hvaða daga sjúkrapróf eru fyrir þessi próf.
Lesa meira
07.05.2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vetrarfrístund skólaárið 2024-2025. Sótt er um í gegnum mittreykjanes.is og sækja þarf um fyrir 31. maí.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Reykjanesbæjar á þessari slóð:
https://www.reykjanesbaer.is/is/moya/news/opnad-fyrir-umsoknir-i-vetrarfristund
Lesa meira
06.05.2024
Mánudaginn 29. apríl var Litla upplestrarkeppnin haldin hátíðleg á sal Njarðvíkurskóla. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur að vori. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk.
Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði haustið 2010 og byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er árlega í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær. Nemendur hafa því æft undir handleiðslu umsjónarkennara sinna í vetur.
Í upphafi á hátíðinni las Rósa Kristín Jónsdóttir ljóð en hún sigraði í Stóru upplestrarkeppninni. Forráðamönnum nemenda, nemendum í 3. bekk og öðrum gestum var boðið að koma á sal og fylgjast með. Nemendur í 4. bekk tóku þátt og lásu upp margskonar texta, bæði ljóð og sögur hvort sem það var sem einstaklingur eða hluti af hóplestri. Fyrir marga nemendur var þetta stórt skref að standa fyrir framan stóran hóp og lesa upp og stóðu því allir nemendur sig eins og hetjur.
Að lokum fengu nemendur afhent viðurkenningaskjöl fyrir þátttöku í keppninni.
Lesa meira
30.04.2024
Dagana 16.-18. apríl sl. voru þemadagar í Njarðvíkurskóla og var þemað, Njarðvíkurskóli verður barnasáttmálinn. Hver árgangur skólans fékk úthlutað tvær til þrjár greinar Barnasáttmálans sem þeir unnu svo með og úfærðu hver á sinn hátt út frá efni þemans. Yngri nemendur unnu líka út frá barnasáttmálanum á barnvænu máli, þ.e. einfaldara máli svo börn eigi auðveldar með að skilja og átta sig á hvað þetta þýðir.
Öll mannréttindi barna eru jafn mikilvæg og þau tengjast. Mikilvægt er að þekkja réttindi sín vel og þekkja líka réttindi annarra barna.
Nemendur buðu forráðamönnum og öðrum gestum á sýningu 18. apríl til að sjá afrakstur á vinnu þeirra frá þemadögum.
Lesa meira
19.04.2024
Nemendur í 4. bekk höfðu tækifæri til að taka þátt í teiknisamkeppni 4. bekkinga en um er ræða keppni sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tók þátt í valinu á verðlaunamyndunum og hafði hann sérstaklega orð á því hve gaman væri að sjá vinnuna og metnaðinn sem nemendur leggja í myndir sínar.
Yfir 1.200 myndir bárust í keppnina frá 70 skólum um land allt.
Verðlaunahöfum eru veitt viðurkenningarskjöl fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni. Verðlaunaféð rennur óskipt í bekkjarsjóð teiknaranna og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild í samráði við umsjónakennara og skólastjórnendur – sjá www.skolamjolk.is
Hjörtur Snær Sigurðsson nemandi í 4. bekk í Njarðvíkurskóla var einn af verðlaunahöfum og óskum við honum innilega til hamingju með viðurkenninguna.
Lesa meira
19.04.2024
Skóladagatal Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2024-2025 hefur verið birt og hægt er að nálgast það hér. Dagatalið hefur verið samþykkt af starfsfólki skólans, skólaráði og hjá menntaráði Reykjanesbæjar.
Útskýring á skóladagatali fyrir skólaárið 2024-2025
Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og eiga skóladagar nemenda að vera eigi færri en 180. Fjöldi skóladaga nemenda er lögbundinn. Skóladagar nemenda eru á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra með samþykki frá starfsmönnum í Njarðvíkurskóla, skólaráði Njarðvíkurskóla og fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Hérna er útskýring á uppbrotsdögum, skertum skóladögum, starfsdögum og vetrarleyfi:
Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs s.s. þemadaga og íþróttadaga. Uppbrotsdagar geta mest orðið 10 dagar á skólaárinu. Í Njarðvíkurskóla verða átta uppbrotsdagar á skólaárinu 2024-2025 og eru þeir tilgreindir með (U) á skóladagatalinu. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru opin á uppbrotsdögum.
- Uppbrotsdagar á skólaárinu eru: Föndurdagur (11. desember), þemadagar (19., 20. og 21. febrúar), íþróttadagur (30. apríl) og útinám og ferðir (3., 4. og 5. júní).
Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum m.a. átt við skólasetningar- og skólaslitadaga, samtalsdaga og annað sem skólastjóri ákveður í hverjum skóla. Í Njarðvíkurskóla verða tíu skertir skóladagar á skólaárinu 2024-2025 og eru þeir tilgreindir með bláum lit á skóladagatalinu.
- Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru opin á eftirfarandi skertum skóladögum: Samtalsdagar (8. október og 28. janúar), vináttudagur (8. nóvember), öskudagur (5. mars), námsmatsdagur (14. maí) og vorhátíð (30. maí).
- Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru lokuð á eftirfarandi skertum skóladögum: Skólasetning (23. ágúst), jólahátíð (20. desember), árshátíð (4. apríl) og skólaslit (6. júní).
Vetrarleyfi er dagana 25. október, 28. október og 7. mars. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Vetrarleyfisdagar eru tilgreindir með appelsínugulum lit á skóladagatalinu.
Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Starfsdagar er tilgreindir með gulum lit á skóladagatalinu.
- Starfsdagar á skólaárinu eru: 25. september, 21. nóvember, 13. janúar, 6. mars og 2. júní. Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið.
Lesa meira