09.05.2023
Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla var stofnuð í október 2002 af Gyðu Arnmundsdóttur og Önnu Dóru Antonsdóttur.
Sérdeildin Ösp er því 20 ára á skólaárinu og í því tilefni verður afmælisveisla í Ösp föstudaginn 12. maí kl. 15:00-16:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Lesa meira
09.05.2023
Í Njarðvíkurskóla er lagt mat á hæfni nemenda innan hvers sviðs sem byggist á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunnskólalaga. Slík hæfni er nefnd lykilhæfni við námsmat í grunnskóla og er gefið fyrir hana með fimm mismunandi hæfnitáknum, jafnt og þétt yfir skólaárið. Nemendum fá mat á lykilhæfni frá mismunandi kennurum eftir árgöngum þar sem nemendur eru metnir út frá viðmiðum sem sett hafa verið fyrir nemendur í Njarðvíkurskóla. Viðmið fyrir lykilhæfni eru stigvaxandi eftir árgöngum - viðmið fyrir alla árganga er hægt að skoða með því að smella á https://www.njardvikurskoli.is/static/files/Skjol/Ymislegt/vidmid.pdf
Eftirfarandi kennarar meta eftirfarandi bekki:
- 1. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir.
- 2. bekkur: umsjónarkennarar, heimilisfræði og hönnun og smíði.
- 3. bekkur: umsjónarkennarar og textílmennt.
- 4. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir.
- 5. bekkur: umsjónarkennarar, heimilisfræði og hönnun og smíði.
- 6. bekkur: umsjónarkennarar og textílmennt.
- 7. bekkur: umsjónarkennarar og skólaíþróttir.
- 8. bekkur: umsjónarkennarar og stærðfræði
- 9. bekkur: umsjónarkennarar, enska og náttúrufræði.
- 10. bekkur: umsjónarkennarar, íslenska og samfélagsfræði.
- Einnig meta kennarar og þroskaþjálfar í sérdeildum, námsveri og ÍSAT sína nemendur.
Lykilhæfni í Njarðvíkurskóla er metin út frá sex mismunandi hæfniþáttum:
- Tjáning og miðlun.
- Skapandi og gagnrýnin hugsun.
- Nýting miðla og upplýsinga.
- Ábyrgð og mat á eigin námi.
- Sjálfstæði.
- Samvinna.
Lögð er áhersla á að meta alla sex þættina en í sumum fögum er hluti þáttanna metin og þá er það skilið eftir autt og mat á þeim þætti kemur ekki fram.
Eins og áður kom fram eru fimm mismunandi hæfnitákn notuð:
- Framúrskarandi: Nemandi sýnir framúrskarandi hæfni - nemandi sýnir hæfni umfram það sem viðmið árgangs segja til um.
- Hæfni náð: Nemandi sýnir góða hæfni - nemandi nær þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um.
- Á góðri leið: Nemandi er á góðri leið með því að ná þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um.
- Þarfnast þjálfunar: Nemandi þarfnast þjálfunar til að ná þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um.
- Hæfni ekki náð: Nemandi nær ekki þeirri hæfni sem viðmið árgangs segja til um.
Allt mat á lykilhæfni er skráð á Mentor og hægt að nálgast á Mentor undir flipanum námsmat. Umsagnir fylgja öllum táknum fyrir utan hæfni náð.
Lesa meira
08.05.2023
Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði og ensku fyrir 8.-10. bekk. Próftöfluna má nálgast hér. Þarna kemur einnig fram hvaða daga sjúkrapróf eru fyrir þessi próf.
Lesa meira
05.05.2023
Í dag var Litla upplestrarhátíðin haldin með glæsibrag í Njarðvíkurskóla.
Nemendur 4. bekkjar hafa æft sig í upplestri síðustu daga og vikur. Markmið hátíðarinnar er að verða betri í dag en í gær. Það er gaman að segja frá því að nemendur 4. bekkjar náðu því markmiði svo sannarlega því þeir efldust og styrktust dag frá degi.
Dagskráin var fjölbreytt og var meðal annars söngur, upplestur á ljóðum, þjóðsögum, tónlistaratriði og Hafdís Inga Sveinsdóttir úr 7. bekk var gestalesari.
Gestir á hátíðinni voru nemendur í 3. bekk, forráðamenn, fjölskyldumeðlimir og fulltrúar frá Menntasviði Reykjanesbæjar.
Að lokinni hátíðinni var öllum boðið í heimastofur þar sem gestir gátu skoðað afrakstur nemenda í 4. bekk á áhugasviðsverkefnum.
Lesa meira
05.05.2023
Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 3.-4. sæti í riðli 7 í ár. Lið Njarðvíkurskóla skipuðu Hildur Rún Ingvadóttir, Keeghan Freyr Kristinsson, Hulda María Agnarsdóttir og Nikolai Leo Jónsson. Hekla Sif Ingvadóttir og Kári Siguringason voru varamenn.
Nikolai Leo setti skólamet í upphýfingum þegar hann tók 35 upphýfingar. Fyrra metið átti Börkur Kristinsson frá árinu 2019.
Liðið stóð sig með mikilli prýði og voru vel studd áfram af fjölmörgum og eldhressum áhorfendum frá Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
02.05.2023
Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2023-2024.
Enrolment in primary school 2023-2024.
Rekrutacja przyszłych pierwszoklasistów do szkoły podstawowej na rok szkolny 2023-2024.
Lesa meira
25.04.2023
Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2023-2024 er tilbúið og samþykkt af starfsmönnum Njarðvíkurskóla, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Útskýring á skóladagatali fyrir skólaárið 2023-2024
Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og eiga skóladagar nemenda að vera eigi færri en 180. Fjöldi skóladaga nemenda er lögbundinn. Skóladagar nemenda eru á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Skipting milli kennsludaga og annarra skóladaga nemenda er á ábyrgð skólastjóra með samþykki frá starfsmönnum í Njarðvíkurskóla, skólaráði Njarðvíkurskóla og fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Hérna er útskýring á uppbrotsdögum, skertum skóladögum, starfsdögum og vetrarleyfi:
Uppbrotsdagar eru einstaka skóladagar þar sem stundatöflu nemenda er breytt verulega en upphaf og lok skóladags er því næst þau sömu. Uppbrotsdagar eru nýttir til óhefðbundins skólastarfs s.s. þemadaga og íþróttadaga. Uppbrotsdagar geta mest orðið 10 dagar á skólaárinu. Í Njarðvíkurskóla verða átta uppbrotsdagar á skólaárinu 2023-2024 og eru þeir tilgreindir með (U) á skóladagatalinu. Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru opin á uppbrotsdögum.
- Uppbrotsdagar á skólaárinu eru: Vináttudagur (8. nóvember), föndurdagur (13. desember), þemadagar (16., 17. og 18. apríl), íþróttadagur (3. maí) og útinám og ferðir (3. og 4. júní).
Skertir skóladagar nemenda teljast ekki til uppbrotsdaga og geta verið tíu talsins. Með skertum skóladögum m.a. átt við skólasetningar- og skólaslitadaga, samtalsdaga og annað sem skólastjóri ákveður í hverjum skóla. Í Njarðvíkurskóla verða tíu skertir skóladagar á skólaárinu 2023-2024 og eru þeir tilgreindir með bláum lit á skóladagatalinu.
- Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru opin á eftirfarandi skertum skóladögum: Samtalsdagar (10. október og 30. janúar), skertir dagar (31. október og 16. maí), öskudagur (14. febrúar) og vorhátíð (31. maí).
- Frístundaheimili í Njarðvíkurskóla og Ösp eru lokuð á eftirfarandi skertum skóladögum: Skólasetning (22. ágúst), jólahátíð (20. desember), árshátíð (21. mars) og skólaslit (5. júní).
Vetrarleyfi er dagana 20. október, 23. október og 16. febrúar. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Vetrarleyfisdagar eru tilgreindir með rauðum lit á skóladagatalinu.
Starfsdagar eru fimm á starfstíma nemenda. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Starfsdagar er tilgreindir með gulum lit á skóladagatalinu.
- Starfsdagar á skólaárinu eru: 27. september, 23. nóvember, 15. janúar, 15. febrúar og 29. maí.
Við gerð skóladagatala er reynt að dreifa uppbrotsdögum, skertum nemendadögum, vetrarleyfisdögum og starfsdögum á vikudagana yfir skólaárið.
Lesa meira
23.04.2023
Núna á starfsdögum fór stór hluti starfsmannahóps Njarðvíkurskóla í námsferð til Berlínar. Heimkoma átti að vera á morgun mánudaginn 24. apríl en í gær kom í ljós að öryggisverðir á flugvellinum í Berlín hafa boðað til verkfalls þennan mánudag. Það gerir það að verkum að flugfélög hafa fellt niður flug frá Keflavíkurflugvelli til Berlínar á morgun mánudaginn 24. apríl og því verður heimferð frá Berlín fyrir starfsmenn Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 25. apríl. Þessar ófyrirséðu aðstæður kalla á breytt skipulag á skólastarfi fyrir þriðjudaginn 25. apríl.
Við ætlum að halda úti kennslu þriðjudaginn 25. apríl, með þeim starfsmönnum sem við erum með hér heima fyrir nemendur í 1.-3. bekk (frá 8:15-13:20), aðrir nemendur verða í fríi. Við höfum því miður ekki tök á að vera með starfsemi í frístundaheimilinu hér í skóla. Eðlileg stundatafla víkur þennan dag og nemendur í 1.-3. bekk fara ekki í list - og verkgreinar eða íþróttir/sund.
Eðlileg starfsemi þennan dag verður fyrir alla nemendur í Ösp sérdeild og frístundaheimilið verið einnig opið fyrir nemendur í Ösp.
Engin starfsemi verður í Björk sérdeild.
Kennsla verður samkvæmt stundaskrá hjá öllum nemendum miðvikudaginn 26. apríl.
Lesa meira
14.04.2023
Föstudaginn 21. apríl og mánudaginn 24. apríl eru starfsdagar í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þessa daga. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp eru lokuð þessa daga.
Friday the 21th of Apríl and Monday the 24th of April is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation these days. The after school program is closed these days.
Piatek 21 kwietnia i poniedzialek 24 kwietnia to dzien pracy nauczycieli w Njarðvíkurskóli. Wszyscy studenci maja dzis wakacje. Program zajec pozalekcyjnych jest obecnie zamkniety.
Lesa meira
14.04.2023
Árlegur hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk með kennurum og starfsfólki var haldinn 13. apríl. Hátíðarkvöldverðurinn er orðinn fastur liður hjá útskriftarárgangi en hann var fyrst haldinn árið 1984. Forráðamenn höfðu veg og vanda af þessari frábæru kvöldstund sem er ávallt eftirminnileg. Salurinn var glæsilega skreyttur og boðið var upp á tveggja rétta máltíð frá Soho, lambalæri með bérnaise, tex mex kjúkling með ostasósu og nachos og meðlæti. Í eftirrétt var ísterta.
Kristján Jóhannsson var veislustjóri og stýrðu dagskrá atriða frá nemendum og kennurum. Eftir matinn og dagskrá fóru nemendur á sameiginlega árshátíð grunnskólanna í Stapa.
Lesa meira