03.11.2022
Nemendur í 7. bekk fóru í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði dagana 17.-21. október. Það var fallegt að koma í Hrútafjörðinn og sólin tók á móti nemendum og starfsmönnum komið var út úr rútunni í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Ferðin tókst vel í alla staði. Dagskráin var fjölbreytt og vel skipulögð. Nemendur voru duglegir að taka þátt og fengu stúlkurnar sérstakt hrós fyrir góða þátttöku í búðunum. Í frjálsa tímanum var nóg um að vera, allt frá gagaball til náttúrulaugar þar sem einhverjir skelltu sér í sjóbað í fallegu veðri. Nemendur fengu að smakka hákarl á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna og féll það í misgóðan jarðveg. Sundlaugapartý, kvöldvökur og tískusýning vöktu mikla lukku og skemmtu sér allir konunglega. Allir lögðust þreyttir á koddann og var komin ró vel fyrir miðnætti alla dagana. Myndir sem fylgja lýsa skemmtilegri viku.
Lesa meira
03.11.2022
Nemendum í 9. og 10. bekk í Njarðvíkurskóla var boðið í vikunni á fyrirlestur og kynningaferð í MÁ – Menntaskólann á Ásbrú. Gísli Konráðsson, frumkvöðull í skapandi hátækni iðnaði og fyrrum nemandi í Njarðvíkurskóla var með erindi í tengslum við tölvuleikjagerð. Gísli fór yfir ferilinn sinn, sagði frá þróun tölvuleikja og reynslu sinni sem frumkvöðull í skapandi hátækni iðnaði sem tölvuleikjagerð er.
Njarðvíkurskóli þakkar fyrir flottan fyrirlestur og góðar móttökur.
Lesa meira
20.10.2022
Mánudaginn 24. október og þriðjudaginn 25. október er vetrarfrí í Njarðvíkurskóla. Enginn kennsla er þessa daga og frístundaheimili skólans, bæði í skóla og í Ösp er lokað. Kennsla hefst svo aftur miðvikudaginn 26. október skv. stundaskrá. Vonum að allir hafi það gott í vetrarleyfinu.
Monday, October 24th. and Tuesday, October 25th. is the school's winter break. There are no classes these days and the after school program, both in school and in Ösp, is closed. School will open again on Wednesday 26th. of October according to timetable. We wish everyone a good winter break.
Przypominamy, ze poniedzialek 24 pazdziernika. i wtorek 25 pazdziernika. jest przerwa zimowa w szkole. Obecnie nie ma zajec, a program zajec pozalekcyjnych, zarówno w szkole, jak iw Ösp, jest zamkniety. Szkola zostanie ponownie otwarta w srode 26-go. pazdziernika zgodnie z rozkladem jazdy. Zyczymy wszystkim dobrej ferii zimowych.
Lesa meira
16.10.2022
Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins og samfélagsmiðilsins Karlmennskan kemur í heimsókn í Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 18. október kl. 20:00.
Þorsteinn mun fjalla um muninn á jákvæðri og skaðlegri karlmennsku. Hann leggur áherslu á það sem hvert og eitt okkar getur gert til að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og samferðafólks út frá hugmyndum um karlmennsku. Rætt verður um það hvernig og hvers vegna jákvæð karlmennska styður við jafnrétti og vellíðan allra barna.
Með erindinu vill foreldrafélag Njarðvíkurskóla styðja við jákvæð viðhorf til fjölbreytileikans.
Aðalfundur Foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður kl. 19:30 og mun húsið opna fyrir alla kl. 20:00. Erindið er hugsað fyrir forráðamenn, starfsmenn, þjálfara eða alla þá sem láta sig varða vellíðan barna í samfélagi fjölbreytileikans.
Foreldrafélagið vonast til þess að sem flestir mæti á viðburðinn.
Lesa meira
13.10.2022
Vikuna 12.- 16. september fóru nemendur í 9.bekk í Ungmennabúðir á Laugarvatni. Nemendur tóku þátt í margvíslegum verkefnum þar sem markmiðið með dvölinni er að styrja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og lék veðrið við nemendur, sól og blíða alla daga. Nemendur í Njarðvíkurskóla voru til fyrirmyndar og skemmtu sér mjög vel.
Lesa meira
12.10.2022
Fimmtudaginn 13. október er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur koma með forráðamönnum í viðtal í skólanum (eða á Teams). Forráðamenn hafa fengið allar upplýsingar um bókun viðtala í gegnum tölvupóst.
Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is.
Frístundaheimili skólans er opið á samtalsdaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.
Lesa meira
23.09.2022
Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Njarðvíkurskóla skiptist í fjóra hluta: almennan hluta, starfsáætlun skóla, bekkjarnámskrár og starfsmannahandbók (sem er innanhúsrit).
Bekkjarnámskrár er skipt eftir árgöngum. Þar koma fram koma m.a. fram bakgrunnsupplýsingar, viðmiðunarstundaskrá, læsisstefna Njarðvíkurskóla, námsmat, lykilhæfni, hæfniviðmið hverjar námsgreinar, kennsluefni, kennslugögn, kennsluhættir, námsaðlögun og námsmat.
Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2022-2023 hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans.
Lesa meira
16.09.2022
5. bekkur og umsjónarkennarar þeirra létu hendur standa fram úr ermum 15. september og gróðursettu 160 birkiplöntur sem Njarðvíkurskóli fékk í gjöf frá Yrkju. Þannig hjálpa nemendur til við að kolefnisbinda andrúmsloftið, ásamt því að fegra bæinn okkar. Þau gróðursettu plönturnar við hlið göngustígsins í Grænásbrekkunni og nutu við það hjálpar og leiðsagnar frá Kristjáni Bjarnasyni hjá Reykjanesbæ og umhverfisteymi skólans.
Njarðvíkurskóli þakkar nemendunum, kennurum og öllum þeim sem komu að gróðursetningunni kærlega fyrir þeirra framlag.
Lesa meira
16.09.2022
Allir bekkir Njarðvíkurskóla fá ákveðnar vikur til að sjá um tiltekt á skólalóðinni. Börnin standa sig vel í þessari vinnu og er lóðin okkar til fyrirmyndar. 1. bekkur var um daginn og nú hafa 2. og 3. bekkur einnig lagt sitt af mörkum.
Vel gert kæru nemendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
14.09.2022
Ævar Þór Benediktsson rithöfundur kom í gær og las fyrir nemendur úr 5.-8.bekk úr bókinni Skólaslit.
Bókin Skólaslit kemur út frá verkefni sem Ævar Þór vann að með nemendum og kennurum úr Reykjanesbæ í október á síðasta ári, þar sem hann samdi nýjan kafla á hverjum degi sem nemendur lásu eða hlustuðu á í skólanum og unnu verkefni upp úr. Í lok október var síðan haldin uppskeruhátíð þar sem sal Njarðvíkurskóla var breytt í risastórt draugahús í stíl við söguna.
Það var því skemmtilegt að Ævar skildi koma hingað og lesa upp úr bókinni sem var að koma út núna. Þá kynnti Ævar líka fyrir nemendum söguna Skólaslit 2: Dauð viðvörun, en það hefur verið ákveðið að framlengja þetta verkefni sem við unnum með Ævari í fyrra og næstkomandi október verður undirlagður af nýrri sögu sem verður spennandi að fylgjast með.
Lesa meira