09.09.2022
Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla 7. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira
01.09.2022
Íris Björk Davíðsdóttir formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Yasmin Petra Younesd. Boumihdi varaformður sáu um að draga Ljósanæturfánann að húni í Njarðvíkurskóla í tilefni af Ljósanótt í Reykjanesbæ sem fram fer dagana 1.-4. september.
Lesa meira
30.08.2022
Í Njarðvíkurskóla mælum við með að nemendur taki með sér ávexti og grænmeti í nesti í skólann. Nemendur eru hins vegar misjafnir og ávextir og grænmeti duga ekki öllum fram að hádegismat. Því viljum við benda forráðamönnum á ráðleggingar um heppilegt morgunnesti frá Embætti landlæknis.
Lesa meira
24.08.2022
Nemendur í 1. bekk nýttu góða veðrið í gær, sem var jafnframt þeirra fyrsti skóladagur, til að tína rusl af skólalóðinni.
Þau láta sannarlega til sín taka í umhverfismennt skólans. Duglegir nemendur!
Lesa meira
08.08.2022
Skólasetning fyrir skólaárið 2022-2023 verður á sal Njarðvíkurskóla mánudaginn 22. ágúst á eftirfarandi tímasetningum:
- nemendur í 2.-3. bekk kl. 9:00
- nemendur í 4.-5. bekk kl. 10:00
- nemendur í 6.-7. bekk kl. 11:00
- nemendur í 8.-10. bekk kl. 12:00
- nemendur í 1. bekk kl. 13:00
Í framhaldi að skólasetningu á sal fara nemendur og forráðamenn í heimastofur með umsjónarkennurum.
Forráðamönnum er velkomið að fylgja sínum börnum á skólasetninguna.
Lesa meira
09.06.2022
Skrifstofa Njarðvíkurskóla verður opin kl. 9:00-14:00 til og með 16. júní.
Skrifstofan verður lokuð frá og með 20. júní. Við opnum aftur 3. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst 2022.
Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira
08.06.2022
Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 7. júní. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum spiluðu Dalrós María Árnadóttir á Suzuki-blokkflautu, Berglind Elva Rafnsdóttir, Hugrún Jóna Ingvadóttir, Salka Sigurlilja Gísladóttir, Þorgerður Tinna og Ástríður Auðbjörg á klarinett, Elin Mia Y Hardonk á selló og Unnur Ísold Kristinsdóttir söng og spilaði á píanó.
Lesa meira
03.06.2022
Föstudaginn 3. júní var vorhátíð í Njarðvíkurskóla. Dagurinn byrjaði á skrúðgöngu og í framhaldi kepptu nemendur við starfsmenn í fótbolta og körfubolta. BMX brós voru með frábæra hjólasýningu sem nemendur voru mjög ánægðir með. Úti voru fjölbreyttar stöðvar fyrir nemendur þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Foreldrafélagið sá um að afgreiða pylsur og svala.
Í lok dags var litahlaup sem vakti mikla lukku meðal allra.
Njarðvíkurskóli þakkar öllum sem komu að hátíðinni fyrir aðstoðina og gestum fyrir komuna.
Lesa meira
31.05.2022
Í lok maí varð til svokallaður ,,Starfsmannalundur'' við Njarðvíkurskóla. Lundurinn sem eru átta afar falleg íslensk birkitré sem keypt voru í Glitbrá í Sandgerði.
Tilurð lundarins er vegna námsferðar starfsfólks skólans til Alicante haustið 2019, en þá var peningur afgangs sem við létum renna í að kolefnisjafna ferðina okkar með uppbyggingu á þessum lundi.
Lundurinn stendur milli Aspar og klifurgrindarinnar en þar voru beð sem átti eftir að klára að gróðursetja í.
Umhverfisteymið naut dyggrar hjálpar nemanda í Björk sem og yngri nemenda Njarðvíkurskóla sem kepptust viða við að stinga upp og hreinsa beðið og moka fínar holur. Guli herinn kom síðan og færði okkur húsdýraáburð og hjálpaði til við gróðursetninguna. Við hlökkum til með að fylgjast með vexti trjánna.
Lesa meira
30.05.2022
Vorhátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 3. júní. Nemendur mæta kl. 10:00 í heimastofur, fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við hvetjum forráðamenn og aðra aðstandendur að taka þátt í gleðinni með okkur.
Lesa meira