20.12.2022
Sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur.
Þökkum ánæjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí þriðjudaginn 3. janúar 2023.
Skrifstofa skólans er lokuð frá 21. desember og opnar aftur 3. janúar.
Jólakveðja,
Starfsfólk Njarðvíkurskóla
Lesa meira
19.12.2022
Í ljósi mikillar ófærðar og áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur verið tekin ákvörðun um að aflýsa jólaskemmtunum í grunnskólum á morgun, þriðjudaginn 20. desember.
Ákvörðunin sem tekin er í samráði við umhverfissvið bæjarins er til að tryggja öryggi barna, fækka bílum í umferð og til að snjómokstur geti gengið greiðlega fyrir sig. Bæði götur og gangstéttar eru illfærar sem stendur og þá munu ferðir strætisvagna liggja niðri á morgun.
Fræðsluyfirvöld í Reykjanesbæ.
Lesa meira
18.12.2022
Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á suðvesturlandi á morgun mánudag. Það verður norðaustan 15-20 m/s og slæm færð á vegum og gangstígum.
Við biðjum forráðamenn að skoða eftirfarandi verklagsreglur grunnskóla við slæmu veðri.
Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.
Mikilvægt er að forráðamenn sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Forráðamenn leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti forráðamenn aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.
Við slíkar aðstæður eru skólar og frístundaheimili opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Lesa meira
15.12.2022
Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður þriðjudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp.
Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi:
Nemendur í 1., 6. og 10. bekk mæta kl. 8:30 eru til kl. 10:00
Nemendur í 2., 7. og 9. bekk mæta kl. 9:00 og eru til kl.10:30
Nemendur í 3.,4., 5. og 8. bekk mæta kl. 9:30 og eru til kl. 11:00
Upplýsingar koma frá hverjum umsjónarkennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á jólahátíðina. Allir nemendur ganga inn um yngri barna inngang.
Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí þriðjudaginn 3. janúar 2023.
Lesa meira
15.12.2022
14. desember var hinn árlegi hátíðarmatur í skólanum. Starfsmenn skólans báru á borð fyrir alla nemendur og salurinn er skeyttur. Þetta er alltaf hátíðleg stund og tengist föndurdeginum sem var haldinn sama dag. Boðið var upp á hamborgarhrygg með gljáðum kartöflum, sósu, eplasalati og ís. Kalkúnabringa var á matseðlinum fyrir nemendur sem ekki borða hamborgarhrygg. Einnig var boðið upp á veganréttinn Oumph Wellington með steiktum kartöflum, sósu, eplasalati og ís.
Lesa meira
15.12.2022
Hið árlega jólabingó Njarðvíkurskóla var haldið með pomp og prakt í desember og var fullt hús á báðum bingóum. Allir virtust skemmta sér vel þá að sumir fóru súrir út eftir að hafa misst af glæstum vinningum. Nemendaráðið þakkar fyrirtækjum bæjarins fyrir stuðninginn og öllum fyrir komuna og óskar öllum um leið gleðilegrar hátíðar.
Lesa meira
15.12.2022
Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 14. desember var jólaföndursdagur og voru nemendur duglegir að föndra og skapaðist góð stemning líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
05.12.2022
Kökukeppni nemendaráðs Njarðvíkurskóla var haldin í byrjun desember og vakti mikla lukka að vanda enda einn vinsælasti viðburður skólans á hverju ári. Gleðin umliggur sal skólans þegar nemendur á unglingastigi flykkjast að kökunum og dást að þeim með stjörnur í augunum og einhverjir heppnir fá jafnvel að smakka.
Sigurvegari þetta árið var Albert Guðmundsson nemandi í 8. bekk.
Lesa meira
01.12.2022
Nemendur í 7. bekk í Njarðvíkurskóla tóku þátt í Lions International Friðar veggspjaldkeppninni. Keppnin sem var fyrst haldin árið 1988 hefur það markmið að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimisfrið og miðla framtíðarsýn sinni til til umheimsins. Um það bil 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega. Þema ársins í ár var: Leiðbeinum með samkennd, eflum þolinmæði og skilning meðal þjóða heims.
Í Njarðvíkurskóla sigraði Guðrún María Geirdal skólakeppnina og var verkið hennar sent í landskeppni. Verk Guðrúnar Maríu var síðan í framhaldi valið sem verðlaunaverk landsins í heimskeppni Lions og verður það sent til Bandaríkjanna í lokakeppni þar sem verk nemenda víðsvegar úr heiminum keppa um úrslitaverkið.
Njarðvíkurskóli óskar Guðrúnu Maríu innilega til hamingju frábæran árangur.
Lesa meira
30.11.2022
Á síðasta skólaári fór Njarðvíkurskóli af stað með nýtt og spennandi verkefni með nemendum í 5.-7. bekk. Verkefnið leggur áherslu á að nemendur fái að skoða og rannsaka efni innan síns áhugasviðs. Myndað hefur verið teymi sem sér um að halda utan um mikilvæga þætti sem koma að verkefnunum, til að styðja við nemendur og kennara við vinnu og framsetningu þeirra.
Nemendur hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og eru þeir fullir eldmóði og útsjónarsemi. Það hefur verið einstaklega gaman að sjá hversu hugmyndaríkir og hjálpsamir þeir hafa verið í gegnum vinnuna. Áhugasvið nemendanna er breitt og voru hugmyndirnar mjög fjölbreyttar eins og sást á sýningu sem var sett upp á sal skólans miðvikudaginn 30. nóvember. Sýningin heppnaðist vel og komu áhugasamir samnemendur og forráðamenn að skoða á meðan nemendur í 5.-7. bekk stóðu stoltir hjá verkefnunum sínum, tilbúnir að svara spurningum.
Lesa meira