15.12.2022
Á aðventunni er hefð fyrir því að nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla geri sér glaðan dag og föndri saman. Það er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf. 14. desember var jólaföndursdagur og voru nemendur duglegir að föndra og skapaðist góð stemning líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
05.12.2022
Kökukeppni nemendaráðs Njarðvíkurskóla var haldin í byrjun desember og vakti mikla lukka að vanda enda einn vinsælasti viðburður skólans á hverju ári. Gleðin umliggur sal skólans þegar nemendur á unglingastigi flykkjast að kökunum og dást að þeim með stjörnur í augunum og einhverjir heppnir fá jafnvel að smakka.
Sigurvegari þetta árið var Albert Guðmundsson nemandi í 8. bekk.
Lesa meira
01.12.2022
Nemendur í 7. bekk í Njarðvíkurskóla tóku þátt í Lions International Friðar veggspjaldkeppninni. Keppnin sem var fyrst haldin árið 1988 hefur það markmið að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimisfrið og miðla framtíðarsýn sinni til til umheimsins. Um það bil 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega. Þema ársins í ár var: Leiðbeinum með samkennd, eflum þolinmæði og skilning meðal þjóða heims.
Í Njarðvíkurskóla sigraði Guðrún María Geirdal skólakeppnina og var verkið hennar sent í landskeppni. Verk Guðrúnar Maríu var síðan í framhaldi valið sem verðlaunaverk landsins í heimskeppni Lions og verður það sent til Bandaríkjanna í lokakeppni þar sem verk nemenda víðsvegar úr heiminum keppa um úrslitaverkið.
Njarðvíkurskóli óskar Guðrúnu Maríu innilega til hamingju frábæran árangur.
Lesa meira
30.11.2022
Á síðasta skólaári fór Njarðvíkurskóli af stað með nýtt og spennandi verkefni með nemendum í 5.-7. bekk. Verkefnið leggur áherslu á að nemendur fái að skoða og rannsaka efni innan síns áhugasviðs. Myndað hefur verið teymi sem sér um að halda utan um mikilvæga þætti sem koma að verkefnunum, til að styðja við nemendur og kennara við vinnu og framsetningu þeirra.
Nemendur hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og eru þeir fullir eldmóði og útsjónarsemi. Það hefur verið einstaklega gaman að sjá hversu hugmyndaríkir og hjálpsamir þeir hafa verið í gegnum vinnuna. Áhugasvið nemendanna er breitt og voru hugmyndirnar mjög fjölbreyttar eins og sást á sýningu sem var sett upp á sal skólans miðvikudaginn 30. nóvember. Sýningin heppnaðist vel og komu áhugasamir samnemendur og forráðamenn að skoða á meðan nemendur í 5.-7. bekk stóðu stoltir hjá verkefnunum sínum, tilbúnir að svara spurningum.
Lesa meira
23.11.2022
Starfsáætlun Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2022-2023 var samþykkt af skólaráði 12. október 2022 og í fræðsluráði Reykjanesbæjar 11. nóvember 2022.
Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á Aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega.
Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaár. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, Aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitastjórnar um fyrirkomulag skólahalds.
Lesa meira
21.11.2022
Fimmtudaginn 24. nóvember er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Thursday the 24th of November is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Czwartek, 24. listopad jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira
16.11.2022
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Haldið var upp á daginn í Njarðvíkurskóla í dag með gleðistund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu Dropalagið og fluttu ljóðið Famtíð bjarta eftir Sindra Birgisson. Þetta er í 15. skipti sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á degi íslenskrar tungu.
Lesa meira
04.11.2022
Í október tóku nemendur og starfsmenn Njarðvíkurskóla þátt í verkefninu SKÓLASLIT 2 – Dauð viðvörun sem Ævar Þór Benediktsson rithöfundur stýrði ásamt kennsluráðgjöfum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Verkefnið hefur þróast í nýstárlega lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu með það að leiðarljósi að hugmyndir og áhugasvið nemenda fái að njóta sín. Föstudaginn 28. október var “hryllileg lokahátíð” í Njarðvíkurskóla þar sem þemað var sagan sjálf. Allir voru hvattir til alla að mæta í búningum og var salur skólans skreyttur í anda Skólaslita 2- Dauð viðvörun af nemendaráði og starfsmönnum með tilheyrandi reyk og hryllilegum hljóðum. í fyrri frímínútum var varpað upp á vegg íþróttahússins myndbandi með draugadönsum og var það mikið fjör.
Nemendum var boðið upp á “blóðugt poppkorn” og margir skemmtilegir munir urðu til meðan á verkefninu stóð, má þar nefna risastóra rútu, kött sem var þæfður, risastóra könguló o.fl. Gluggar skólans sögðu alla söguna um hvað var að gerast innan dyra. Sagan var frábær og verkefnið skemmtilegt.
Lesa meira
03.11.2022
Átta góðgerðarfélög og stofnanir á Suðurnesjum fengu veglega styrki eftir Góðgerðarfest Blue Car Rental sem haldið var 15. október. Alls söfnuðust rúmar fimmtán milljónir króna frá fyrirtækjum og einstaklingum samhliða Góðgerðarfestinu. Þeir aðilar og sjóðir sem fengu styrk eru Minningarsjóður Ölla, Minningarsjóður Ragga Margeirs, Hæfingarstöðin, Þroskahjálp á Suðurnesjum, Velferðarsjóður Suðurnesja, Ösp, Eik og Skjól. Styrkirnir voru að upphæð 1.875.000 krónur og voru afhentir þann 25. október og tóku fulltrúar styrkþeganna á móti þeim í húsakynnum Blue Car Rental í Reykjanesbæ. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með þremur fulltrúum styrkþeganna og heyrði í þeim hljóðið, meðal annars Kristínu Blöndal, deildarstjóra í Ösp:
Kristín Blöndal segir styrkinn þýða mikið fyrir þeirra starfsemi enda sé þörf á nýjum leikföngum, kennslugögnum og skynörvunar búnaði. „Þetta er frábær gjöf, það skiptir miklu máli að við njótum svo mikillar velvildar, það er í raun það sem starfsemin byggir á. Þetta er heldur betur rausnarlegt og þessir snillingar hjá Blue eiga heldur betur hrós skilið. Innra starfið styrkist svo mikið við það að fá ný kennslugögn og nú getum við aðeins leyft okkur að gera þetta í þágu barnanna, því þetta snýst allt um þau,“ segir Kristín.
Lesa meira
03.11.2022
Samstarfsverkefnið Nordplus Junior er frábært tækifæri til að bæta við venjulegt kennslustarf. Verkefnafélagar frá Noregi, Íslandi og Svíþjóð heimsóttu Lieporiai gymnasium í borginni Siauliai dagana 17. – 21. október. Skandinavíska teymið, ásamt litháískum skólanemum, hóf starfsemi "Eggciting" með því að hanna vélmenni sem færir egg frá A til B, og hittust þau í fyrsta skipti í Litháen. Sigita Valuckienė, umsjónarmaður verkefnisins, sem tók á móti stórum hópi gesta (30 nemendur og 6 kennarar), sagði að alþjóðleg samskipti við samstarfsaðila frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum gefi frábært tækifæri til að öðlast þvermenningarlega reynslu, þróa tungumálakunnáttu, kynnast menningu og menntakerfi annarra landa, og stuðli að hvatningu barna sem taka þátt.
Markmið verkefnisins er einstakt - að búa til eggjaflutningavél sem byggir á reynslu af teymisvinnu og nýtingu tækniþekkingar. Norski kennarinn Einar Sundin var með fyrstu kennslustundina fyrir þátttakendur, hvatti þá til að leysa vandamálið um hvernig eigi að flytja gáma fyllta með eggjum með einföldum aðferðum. Í hópum teiknuðu nemendur ímyndaða ferðamáta og kynntu hugmyndir sínar fyrir öllu teyminu. Börnin ræddu tæknilegar spurningar um hvernig ætti að útfæra tillögurnar ásamt eðlisfræðikennara.
Þátttakendur bættu einnig við menntun á öðrum svæðum í borginni. Í Šiauliai Technical Creativity Center útskýrðu samstarfsaðilar verkefnisins líkindi flugvéla og Formúlu 1 bíla. Eftir að hafa lokið hröðunar tilrauninni bjuggu nemendur til sína eigin bíla og tóku einnig þátt í þriggja metra hraðahlaupum með þeim.
Einn kennarinn bauð nemendum að búa til lógó fyrir verkefnið. Erika Larsson frá Svíþjóð, frumkvöðull verkefnisins tilkynnti um sigurvegara lógósins. Nemandinn Rebekka, frá Noregi vann keppnina um flottasta lógóið.
Í ferðinni til Litháen var einnig farið í skoðunarferðir. Sigita Andrijauskienė og Margrét Rósa Friðbjörnsdóttir ásamt 10 nemendum úr 9. bekk í Njarðvíkurskóla tóku þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd. Á næstu tveimur árum eru fyrirhugaðir hittingar verkefnahópanna í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi.
Lesa meira