13.10.2022
Vikuna 12.- 16. september fóru nemendur í 9.bekk í Ungmennabúðir á Laugarvatni. Nemendur tóku þátt í margvíslegum verkefnum þar sem markmiðið með dvölinni er að styrja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og lék veðrið við nemendur, sól og blíða alla daga. Nemendur í Njarðvíkurskóla voru til fyrirmyndar og skemmtu sér mjög vel.
Lesa meira
12.10.2022
Fimmtudaginn 13. október er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur koma með forráðamönnum í viðtal í skólanum (eða á Teams). Forráðamenn hafa fengið allar upplýsingar um bókun viðtala í gegnum tölvupóst.
Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is.
Frístundaheimili skólans er opið á samtalsdaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.
Lesa meira
23.09.2022
Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Njarðvíkurskóla skiptist í fjóra hluta: almennan hluta, starfsáætlun skóla, bekkjarnámskrár og starfsmannahandbók (sem er innanhúsrit).
Bekkjarnámskrár er skipt eftir árgöngum. Þar koma fram koma m.a. fram bakgrunnsupplýsingar, viðmiðunarstundaskrá, læsisstefna Njarðvíkurskóla, námsmat, lykilhæfni, hæfniviðmið hverjar námsgreinar, kennsluefni, kennslugögn, kennsluhættir, námsaðlögun og námsmat.
Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2022-2023 hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans.
Lesa meira
16.09.2022
5. bekkur og umsjónarkennarar þeirra létu hendur standa fram úr ermum 15. september og gróðursettu 160 birkiplöntur sem Njarðvíkurskóli fékk í gjöf frá Yrkju. Þannig hjálpa nemendur til við að kolefnisbinda andrúmsloftið, ásamt því að fegra bæinn okkar. Þau gróðursettu plönturnar við hlið göngustígsins í Grænásbrekkunni og nutu við það hjálpar og leiðsagnar frá Kristjáni Bjarnasyni hjá Reykjanesbæ og umhverfisteymi skólans.
Njarðvíkurskóli þakkar nemendunum, kennurum og öllum þeim sem komu að gróðursetningunni kærlega fyrir þeirra framlag.
Lesa meira
16.09.2022
Allir bekkir Njarðvíkurskóla fá ákveðnar vikur til að sjá um tiltekt á skólalóðinni. Börnin standa sig vel í þessari vinnu og er lóðin okkar til fyrirmyndar. 1. bekkur var um daginn og nú hafa 2. og 3. bekkur einnig lagt sitt af mörkum.
Vel gert kæru nemendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
14.09.2022
Ævar Þór Benediktsson rithöfundur kom í gær og las fyrir nemendur úr 5.-8.bekk úr bókinni Skólaslit.
Bókin Skólaslit kemur út frá verkefni sem Ævar Þór vann að með nemendum og kennurum úr Reykjanesbæ í október á síðasta ári, þar sem hann samdi nýjan kafla á hverjum degi sem nemendur lásu eða hlustuðu á í skólanum og unnu verkefni upp úr. Í lok október var síðan haldin uppskeruhátíð þar sem sal Njarðvíkurskóla var breytt í risastórt draugahús í stíl við söguna.
Það var því skemmtilegt að Ævar skildi koma hingað og lesa upp úr bókinni sem var að koma út núna. Þá kynnti Ævar líka fyrir nemendum söguna Skólaslit 2: Dauð viðvörun, en það hefur verið ákveðið að framlengja þetta verkefni sem við unnum með Ævari í fyrra og næstkomandi október verður undirlagður af nýrri sögu sem verður spennandi að fylgjast með.
Lesa meira
09.09.2022
Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla 7. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira
01.09.2022
Íris Björk Davíðsdóttir formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla og Yasmin Petra Younesd. Boumihdi varaformður sáu um að draga Ljósanæturfánann að húni í Njarðvíkurskóla í tilefni af Ljósanótt í Reykjanesbæ sem fram fer dagana 1.-4. september.
Lesa meira
30.08.2022
Í Njarðvíkurskóla mælum við með að nemendur taki með sér ávexti og grænmeti í nesti í skólann. Nemendur eru hins vegar misjafnir og ávextir og grænmeti duga ekki öllum fram að hádegismat. Því viljum við benda forráðamönnum á ráðleggingar um heppilegt morgunnesti frá Embætti landlæknis.
Lesa meira
24.08.2022
Nemendur í 1. bekk nýttu góða veðrið í gær, sem var jafnframt þeirra fyrsti skóladagur, til að tína rusl af skólalóðinni.
Þau láta sannarlega til sín taka í umhverfismennt skólans. Duglegir nemendur!
Lesa meira