Fréttir

Próftafla fyrir 1.-10. bekk vorið 2022

Undanfarin ár höfum við sett upp próftöflu fyrir nemendur í 1.-10. bekk til upplýsingar fyrir nemendur og foreldra. Próftaflan er birt hér en með fyrirvara um breytingar. Viljum þó vekja athygli á því að ekki öll matsverkefni eða kannanir eru á próftöflunni en aðeins þau sem við teljum nemendur þurfa að vera undirbúin undir.
Lesa meira

Skóladagatal 2022-2023

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2022-2023 er tilbúið og samþykkt bæði af starfsmönnum, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli í Skólahreysti

Keppnislið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti endaði í 5.-6. sæti í riðli 1 í ár. Lið Njarðvíkurskóla skipuðu Hildur Rún Ingvadóttir, Keeghan Freyr Kristinsson, Íris Björk Davíðsdóttir og Sæþór Kristjánsson. Hekla Sif Ingvadóttir var varamaður. Liðið stóð sig með mikilli prýði og voru vel studd áfram af fjölmörgum og eldhressum áhorfendum frá Njarðvíkurskóla. Keppnin var einnig sýnd beint á RÚV.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli keppir í Skólahreysti í dag

Í dag keppir lið Njarðvíkurskóla í Skólahreysti í Garðabæ. Lið Njarðvíkurskóla skipa Hildur Rún Ingvadóttir, Keeghan Freyr Kristinsson, Íris Björk Davíðsdóttir og Sæþór Kristjánsson. Varamenn eru Oskar Marian Krzeminski og Hekla Sif Ingvadóttir. Metmæting áhorfenda frá Njarðvíkurskóla verður á keppnina í dag. Keppnin verður einnig sýnd beint á RÚV kl. 14.00 í dag. Hvetjum alla til að fylgjast með Áfram Njarðvíkurskóli!
Lesa meira

Líf og fjör á íþróttadegi Njarðvíkurskóla

Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla í dag föstudaginn 22. apríl en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Í lokin fór fram keppni nemenda í 6.-10. bekk í reipitogi og einnig var troðslukeppni. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 8.MRF sem unnu bikarinn góða.
Lesa meira

Íþróttadagur Njarðvíkurskóla

Íþróttadagur Njarðvíkurskóla er föstudaginn 22. apríl. Hefðbundið skólastarf fellur niður en í stað þess fara nemendur saman með bekknum sínum og keppa í ýmsum þrautum. Kennsla er frá 8:15-13:20 þennan dag hjá öllum nemendum. Frístundaskóli hefst kl. 13:20.
Lesa meira

Páskafrí

Páskafrí hefst mánudaginn 11. apríl. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 19. apríl samkvæmt stundaskrá. Við vonum að allir hafi það gott í fríinu og mæti að því loknu fullir orku til að takast á við síðasta hluta skólaársins. Gleðilega páska.
Lesa meira

Frábær árshátíð Njarðvíkurskóla fyrir fullu húsi

Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin fimmtudaginn 7. apríl. Mikið var um flott atriði sem Nadía Líf Pálsdóttir og Björn Ólafur Valgeirsson, kynntu til leiks með stakri prýði. Þemað í ár voru söngleikir og mættu nemendur mjög vel undirbúnir eftir stífar æfingar í vetur. Alls voru tíu atriði sýnd í 1.-7. bekk, leiklistarvali, nemendur í Ösp og einnig stigu starfsmenn á svið. Öll atriðin vöktu mikla lukku hjá nemendum og forráðamönnum. Frábær mæting var hjá forráðamönnum sem troðfylltu Ljónagryfjuna enda höfum við vegna samkomutakamarkana ekki náð að halda árshátíð í íþróttahúsinu síðan árið 2019. Eftir árshátíðina fóru gestir og starfsmenn yfir í skóla þar sem boðið var upp á muffins sem nemendur skólans höfðu bakað. Einnig var öllum boðið að skoða nýtt og endurbætt starfsmannarými Njarðvíkurskóla. Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð. Nemendur sem unnu að hátíðinni voru: Björn Ólafur Valgeirsson, Brynja Þórey Hjörvarsdóttir, Danas Mikulskis, Evan Michael Teague, Falur Orri Benediktsson, Guðmundur Leo Rafnsson, Hendrick James M. Soleminio, Jóhanna Arna Gunnarsdóttir, Kristjana Hilmarsdóttir, Magnús Orri Lárusson, Nadía Líf Pálsdóttir, Ólafía Sigríður Árnadóttir, Páll Guttormsson, Salvar Gauti Ingibergsson, Sæþór Kristjánsson, Unnur Ísold Kristinsdóttir og Veiga Dís Halldórsdóttir.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2022 - Stór dagur á morgun

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin á morgun fimmtudaginn 7. apríl kl. 12.00. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag en nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 11:30. Forráðamenn mæta út í íþróttahús og koma sér fyrir í salnum. Fjölmargir nemendur hafa þó hlutverkum að gegna fyrr um morguninn s.s. að vinna að uppsetningu eða æfa sýningaratriði. Þeir mæta því um morguninn samkvæmt fyrirmælum umsjónarkennara. Skemmtidagskrá hefst stundvíslega kl. 12:00 í íþróttahúsi við Njarðvíkurskóla og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang en gestir þeirra fá sæti í stúku. Gera má ráð fyrir að dagskrá í íþróttahúsi verði í um 60 mínútur. Forráðamenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá í íþróttahúsi eru nemendur í umsjá forráðamanna sinna. Afar og ömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru að sjálfsögðu líka velkomin. Það hefur skapast sú hefð að hafa kaffiveitingar í skólanum fyrir árshátíðargesti að skemmtiatriðum loknum. Í ár verður boðið upp á muffins sem nemendur skólans hafa bakað og öl/kaffi. Á meðan á kaffiveitingum stendur er árshátíðargestum boðið að skoða nýtt og endurbætt starfsmannarými. Við vonumst til að eiga skemmtilegan dag og minnum nemendur á að mæta stundvíslega og snyrtilega klædd. Sjáumst á morgun!
Lesa meira

Þemadagar í Njarðvíkurskóla

Þemadagar í tilefni af 80 ára afmæli Njarðvíkurskóla fóru fram í vikunni. Árgangar unnu stigskipt að ýmsum skemmtilegum verkefnum sem tengjast sögu skólans og afmælishátíð hans. Nemendur mættu í grænu fyrri daginn og sparilega klædd seinni daginn. Boðið var uppá afmælisköku og ískalda mjólk í boði MS. Nemendur í 10. bekk borðuðu kökuna með starfsmönnum á kaffistofu strarfsmanna. Myndakassi var á sal þar sem nemendur tóku einstaklings- eða hópmyndir. Slegið var upp frábært danspartý í íþróttahúsinu þar sem Emmsjé Gauti kom og hélt uppi stuðinu.
Lesa meira