Danspartý í íþróttahúsinu
Þemadagar í tilefni af 80 ára afmæli Njarðvíkurskóla fóru fram í vikunni. Árgangar unnu stigskipt að ýmsum skemmtilegum verkefnum sem tengjast sögu skólans og afmælishátíð hans. Nemendur mættu í grænu fyrri daginn og sparilega klædd seinni daginn. Boðið var uppá afmælisköku og ískalda mjólk í boði MS. Nemendur í 10. bekk borðuðu kökuna með starfsmönnum á kaffistofu strarfsmanna. Myndakassi var á sal þar sem nemendur tóku einstaklings- eða hópmyndir. Slegið var upp frábært danspartý í íþróttahúsinu þar sem Emmsjé Gauti kom og hélt uppi stuðinu.
Hægt er að skoða myndasöfn frá þemadögunum hérna fyrir neðan - fleiri myndasöfn væntanleg:
Myndasafn 1
Myndasafn 2
Myndasafn 3