Fréttir

Próftafla fyrir 7.-10. bekk

Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku fyrir 7.-10. bekk. - Nemendur sem eiga rétt á lengri próftíma mega sitja í 20 mínútur umfram uppgefinn próftíma - Engin heimavinna er hjá 7.-10. bekk í prófaviku nema undirbúningur fyrir próf - Mætingar í valgreinar halda sér Sjúkrapróf verða 21. og 25. maí
Lesa meira

Skemmtileg árshátíð Njarðvíkurskóla 2021

Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin í dag mánudaginn 3. maí. Vegna takmarka í samfélaginu var önnur útfærsla á hátíðinni en áður þar sem árshátíðaratriðum var streymt. Nemendur fylgdust með atriðum í heimastofum og foreldar heima. Mikið var um flott atriði sem Helga Vigdís Thordersen og Valur Axel Axelsson, kynntu til leiks. Allir árgangar voru með atriði, hluti atriða voru tekin upp í beinni og önnur voru myndbönd sem nemendur og kennarar höfðu unnið saman. Að loku streymi þá voru nemendum boðið á skúffuköku og drykk í heimastofum.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2021 í beinu streymi

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin á mánudaginn 3. maí. Vegna takmarka í samfélaginu verður árshátíðaratriðum streymt þar sem nemendur geta fylgst með atriðum í sinni heimastofu og foreldrar fylgst með heima. Nemendur mæta í skólann kl. 9:45 og hátíðin hefst kl. 10:00 og lýkur um kl. 11:30. Boðið verður upp á skúffuköku og drykk í heimastofu að loknum atriðum. Frístundaheimilin eru lokuð á árshátíðardegi. Allir aðstandendur fengu 30. apríl senda slóð í tölvupósti frá skólastjóra til að geta fylgst með árshátíðinni í streymi.
Lesa meira

Líf og fjör á íþróttadegi Njarðvíkurskóla

Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla í dag föstudaginn 23. apríl en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 10. ÉAJ sem unnu bikarinn góða.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti

Á morgun, fimmtudaginn 22. apríl, er sumardagurinn fyrsti og því enginn skóli þann dag. Starfsmenn Njarðvíkurskóla óska foreldrum, forráðamönnum og nemendum gleðilegs sumars. Thursday the 22nd of April is a public holiday. The school is closed. Czwartek 22 kwietnia to święto państwowe. Szkoła jest zamknięta.
Lesa meira

Skóladagatal 2021-2022

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2021-2022 er tilbúið og samþykkt bæði af starfsmönnum, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla vegna loftgæða

Þar sem lofgæði eru slæm á okkar svæði nú þá voru öll börn inni nú í hádegishléi. Við förum eftir leiðbeiningum frá sóttvarnarlækni hvernig við vörumst loftmengun á tímum eldgosa en samkvæmt þeim viðmiðum sem nú eru í gangi hér hjá okkur eiga börn ekki að vera úti við nema til að komast til og frá skóla.
Lesa meira

Langar þig að starfa í fjölskylduvænu sveitarfélagi sem setur börn í fyrsta sæti?



Langar þig að starfa í fjölskylduvænu sveitarfélagi sem setur börn í fyrsta sæti?

 Langar þig að starfa í sveitarfélagi sem nýtir kosti fjölbreytileikans þar sem allir eru með?

 Langar þig að móta framtíðina með okkur í framsæknu skólasamfélagi?


Lesa meira

Skólastarf eftir páska samkvæmt nýrri reglugerð

Skipulag skólastarfs frá þriðjudeginum 6. apríl er með eftirfarandi hætti. Skipulagið byggir á reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir til og með 15. apríl 2021 Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum: - Nemendur í 1.-10. bekk fá kennslu samkvæmt stundaskrá. En samkvæmt reglugerð eru þeir undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-10. bekk í hverju rými. Blöndun milli hópa innan skóla er heimil. - 20 starfsmenn mega vera saman í rými og þeim er heimilt að fara á milli hópa. Sé starfsfólki ekki unnt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun sín á milli og gagnvart nemendum ber þeim að nota andlitsgrímur. Sömu reglur gilda um starfsfólk skólaþjónustu og tónlistarskóla. - Frístundaheimilin verða opin til kl. 16:15. - Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem í matsal, við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að starfsfólk notist við andlitsgrímu. - Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnir o.fl., eru óheimilar fyrir aðra en nemendur og starfsfólk. - Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur. - Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem vegna vöruflutninga skulu bera andlitsgrímur og gæta sóttvarnaráðstafana. Við viljum einnig ítreka að nemendur koma ekki í skólann með flensulík einkenni og fara í covid test um leið og einkenni gera vart við sig. Við hvetjum alla til þess að gæta vel að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman. Bestu kveðjur og gleðilega páska.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin í Njarðvíkurskóla

Föstudaginn 19. mars var Litla upplestrarkeppnin haldin á sal Njarðvíkurskóla. Keppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur í mars sama skólaári. Þátttakendur eru nemendur í 4. bekk
Lesa meira