Fréttir

Þemadagar 25. og 26. febrúar

Dagana 25. og 26. febrúar eru þemadagar í Njarðvíkurskóla með yfirskriftina Heilbrigð sál í hraustum líkama. Þemadagar eru uppbrotsdagar þar sem hefðbundin stundaskrá er látin víkja og nemendur vinna verkefni í tengslum við þemað. Á þemadögunum hefst skóladagur hjá öllum nemendum kl. 8:15 í heimastofu. Nemendum verður boðið upp á hafragraut báða morgnana á sal skólans frá kl. 7:45-8:10. Tímasetningar eftir árgöngum: Fimmtudagur 25. febrúar 1.-4. bekkur - kl. 8:15-13:20 5.-10. bekkur - kl. 8:15-14:00 Föstudagur 26. febrúar 1.-10. bekkur - kl. 8:15-13:20
Lesa meira

Vetrarleyfi og starfsdagur - English below - Polski ponizej

Samkvæmt skóladagatali þá er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla föstudaginn 19. febrúar og starfsdagur mánudaginn 22. febrúar. Frístundaheimili yngri nemenda og frístundaheimili í Ösp er einnig lokuð báða dagana. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 23. febrúar samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og foreldrar hafi það gott í fríinu. -- English below - Dear parents/legal guardians. Friday 19th of February will be winter vacation and Monday the 22th of February is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. The after school centres is closed both days. School will resume on 23sth of February with its regular schedule. The staff at our school wishes students and their families an enjoyable holiday. -- Polski ponizej -- Drodzy Rodzice/Opiekunowie prawni, Piatek 19 lutego to ferie zimowe, a poniedzialek 22 lutego to dzien pracy nauczycieli w Njarðvíkurskóli. Zajecia pozaszkolne sa zamkniete w oba dni. Szkola zostanie wznowiona 23 lutego zgodnie z regularnym harmonogramem. Pracownicy naszej szkoly zyczy uczniom i ich rodzinom udanych wakacji.
Lesa meira

Andlát - Kveðja frá Njarðvíkurskóla

Mér er það afar ljúft að minnast Láru Maríu Ingimundardóttur en Lára hóf störf við Njarðvíkurskóla haustið 2017. Kynni okkar af Láru eru þó lengri þar sem Lára gekk í Njarðvíkurskóla og var afar stolt af skólanum sínum alla tíð, þetta var hennar skóli. Þegar hún sótti eftir að starfa við skólann þá tókum við vel í þá beiðni og fundum henni starfsvettvang sem hentaði henni best. Hún var mjög þakklát að fá að starfa við skólann enda fannst henni hún feta í fótspor móður sinnar sem hafði starfað sem kennari hér við skólann á árum áðum. Lára setti mark sitt á starfið hér með sinni einlægni, jákvæðni og litríka karakter. Lára var mjög sýnileg í okkar nærumhverfi og þegar við hittumst utan skólans heilsaði hún mér alltaf með „hæ boss“ og svo kom skemmtilegt glott í framhaldinu. Hún var mikill félagsmaður UMFN og dyggur stuðningsmaður körfunnar hér í Njarðvík. Á leikdögum vorum við hér í skólanum minnt á leikinn, þá sérstaklega ef það var heimaleikur, því á þeim leikjum vann hún sem sjálfboðaliði. Hún stóð með sínum mönnum og studdi þá alla leið. Láru var margt til lista lagt og hafði einstaklega gaman af því að syngja og var gaman þegar við í skólanum fengum boð frá henni á tónleikana Hljómlist fyrir alla, þegar hún söng með Jóni Jónssyni. Lára stóð sig líka vel í bocciakeppnum með Nesi og mætti hlaðin verðlaunagripum í skólann eftir þá sigra og stoltið skein úr andliti hennar. Lífið var svo skemmtilegt. Við vorum því afar döpur þegar hún lét okkur vita að nú væri hún komin með annað verkefni sem væri að vinna bug á krabbameininu sem hún greindist með og hún ætlaði að hafa sigur þar. Lára ætlaði ekki að láta það mein stöðva sig og mætti í vinnuna eins og heilsan leyfði og stundum var það meira af vilja en mætti, hún vildi standa sig. Við getum mörg tekið Láru okkur til fyrirmyndar hvernig hún tókst á við lífið og þær áskoranir sem það hafði upp á að bjóða, en öll verkefni, bæði lítil og stór, leysti hún með bros á vör. Við í Njarðvíkurskóla þökkum Láru einstaka samfylgd og sendum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Vegna jarðarfarar Láru Maríu Ingimundardóttur starfsmanns Njarðvíkurskóla fimmtudaginn 18. febrúar, fellum við niður allt skólahald frá 12:40 þann dag og þar með talin frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og í Ösp.
Lesa meira

Öskudagur í Njarðvíkurskóla

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla í dag 17. febrúar 2021. Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbær. Nemendur voru í skólanum frá 8:15-10:35 og eftir það lauk skóla. Vegna takmarkanna sem við þurfum að fara eftir í skólastarfi núna þá var Öskudagurinn ekki með því sniði sem hefur verið síðustu ár. Engu að síður gerðum við okkur glaðan dag hér í skólanum. Hver bekkur/árgangur var með uppbrot frá hefðbundinni kennslu og gerðu margt skemmtilegt í tilefni dagsins ásamt því að nemendur voru duglegir að mæta í búningum eins og má sjá á þeim myndum sem hér fylgja.
Lesa meira

Innritun tilvonandi 1. bekkinga í grunnskóla fyrir skólaárið 2021-22

Innritun er hafin fyrir börn sem eiga að fara í 1. bekk grunnskóla í Reykjanesbæ haustið 2021. Gert ráð fyrir því að foreldrar séu búnir að skrá börn sín fyrir 1. mars. Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum. Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes. English Enrollment for children attending 1st grade in a primary school in Reykjanesbær in autumn 2021 has begun. Parents are expected to have their children registered before March 1st. In Reykjanesbær, students attend primary schools according to school districts. Parents apply for admission electronically through Mitt Reykjanes. Polish Rekrutacja przyszłych pierwszoklasistów do szkoły podstawowej na rok szkolny 2021-22 Zapisy rozpoczęły się dla dzieci, które jesienią 2021 roku mają uczęszczać do 1 klasy szkoły podstawowej w Reykjanesbær. Przypuszczane jest że rodzice już zarejestrowali swoje dzieci przed 1 marca. W Reykjanesbær uczniowie uczęszczają do szkół podstawowych według okręgów szkolnych. Rodzice ubiegają się o przyjęcie do szkoły dla swoich dzieci na Mitt Reykjanes.
Lesa meira

Lestrarátak Njarðvíkurskóla

Dagana 1. til 12. febrúar var Lestrarátak Njarðvíkurskóla þar sem lögð var enn meiri áhersla en aðra daga á lestur og mikilvægi þess. Lestrarátakið kallaðist Vinir lesa og fólst það fólst meðal annars í því að nemendur fengu að sjá myndband á hverjum degi þar einstaklingar í samfélaginu sem eru góðar fyrirmyndir urðu við beiðni okkar um að taka þátt í lestrarátakinu. Lesarar völdu lesefni sem á sér forsögu í þeirra lífi t.d. tengist góðum minningum úr æsku og/eða vináttu á einhvern hátt. Eftirtaldir einstaklingar tóku þátt í lestrarátakinu: Guðni Th, Jóhannesson, forseti Íslands Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla Einara Lilja Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Njarðvíkurskóla Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur Guðjón Sigbjörnsson, starfsamaður Njarðvíkurskóla Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar Sigmundur Már Herbertsson, umsjónamaður Njarðvíkurskóla Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, sóknarprestur í Njarðvíkurkirkjum Meðal fleiri verkefna má nefna að nemendur í 4.bekk komu og lásu fyrir nemendur í 1.bekk í nestistíma og stóðu sig mjög vel og sýndu að þar eru góðar fyrirmyndir á ferð líkt og má sjá á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli heilsueflandi grunnskóli

Skólaárið 2020-2021 hóf Njarðvíkurskóli vegferð sína í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli. Hugmyndin um Heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um heilsueflingu. Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Verkefnið er einnig ætlað að styðja við grunnþátt menntunar heilbrigði og velferð sem er einn af grunnþáttum menntunar sem getið er um í Aðalnámskrá grunnskóla. Áhersluþættir verkefnisins eru átta talsins; nemendur, heimili, nærsamfélag, mataræði, hreyfing, öryggi, lífsleikni og geðrækt. Fyrsta árið er hugsað sem undirbúningsár en þá mun skólinn setja sér heildræna stefnu um áhersluþættina átta. Heilsustefnan verður byggð ofan á þá stefnu og gildi sem þegar eru til staðar í skólanum og fellur að mörgu leyti við þau markmið og áherslur sem lögð eru til grundvallar í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli.
Lesa meira