Frá árshátíð í Njarðvíkurskóla
Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin á mánudaginn 3. maí. Vegna takmarka í samfélaginu verður árshátíðaratriðum streymt þar sem nemendur geta fylgst með atriðum í sinni heimastofu og foreldrar fylgst með heima.
Nemendur mæta í skólann kl. 9:45 og hátíðin hefst kl. 10:00 og lýkur um kl. 11:30. Boðið verður upp á skúffuköku og drykk í heimastofu að loknum atriðum. Frístundaheimilin eru lokuð á árshátíðardegi.
Allir aðstandendur fengu 30. apríl senda slóð í tölvupósti frá skólastjóra til að geta fylgst með árshátíðinni í streymi.