Fréttir

Rafrænar skólakynningar

Ágætu foreldrar/forráðamenn nemenda í Njarðvíkurskóla Í ár eru skólakynningar með rafrænum hætti. Umsjónakennarar hvers árgangs hafa sett saman kynningu með helstu áherslum skólaársins bæði fyrir skólann og árganginn. Umsjónakennarar senda kynningarnar í tölvupósti til foreldra í dag og hvetjum við ykkur til að gefa ykkur tíma til að kynna ykkur þær til þess að vera meðvitaðri um skólastarfið sem framundan er. Bestu kveðjur, skólastjórn
Lesa meira

Skólasetning haustið 2020

Ágætu foreldrar/forráðamenn, Skólasetning Njarðvíkurskóla verður með óhefðbundnu sniði í ár vegna fjarlægðartakmarkanna Almannavarna. Skipulag skólasetningar, sem er mánudaginn 24. ágúst, verður eftirfarandi: - Nemendur í 2. bekk mæting á sal kl. 9:00, stutt setning og svo er farið í minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1-2 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna - Nemendur í 3. KB ( áður 2. KB) mæta á sal kl. 10:00, stutt setning og svo er farið i minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna - Nemendur í 3. LE ( áður 2. LE) mæta á sal kl. 10:20, stutt setning og svo er farið i minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna - Nemendur í 4.-6. bekk mæta án foreldris/forráðamanni á sal kl. 11:00. Stutt setning og svo er farið í heimastofu með umsjónarkennara. Skólasetning tekur 40 mínútur. - Nemendur í 7.-10. bekk mæta án foreldris/forráðamanni á sal kl. 11:30. Stutt setning og svo er farið í heimastofu með umsjónarkennara. Skólasetning tekur um 40 mínútur. - Nemendur í 1. bekk mæta á sal kl. 13:00, stutt setning og svo er farið í minni hópum í kennslustofu. Aðeins 1-2 foreldri með hverjum nemenda og virða 2m. regluna. Í upphafi á nýju skólaári og á tímum vonandi síðari bylgju af Covid-19 þá verðum við að biðja ykkur foreldra/forráðamenn um að koma ekki inn í skólahúsnæðið nema ef þið eruð sérstaklega boðuð eða hafið óskað eftir viðtali við kennara/skólastjórnendur fyrirfram. Það á þó ekki við foreldra/forráðamenn nemenda sem eru að hefja skólagöngu í 1. bekk þar sem við vitum að fylgd getur verið nauðsynleg fyrstu dagana en við biðjum foreldra/forráðamenn að koma aðeins einn með hverju barni ef með þarf og passa alltaf uppá fjarlægðarmörk við aðra fullorðna í rýminu. Eins viljum við biðja ykkur um að halda nemendum heima ef þeir sýna einkenni Covid-19 og láta skrifstofustjóra skólans vita. Við stóðum okkur vel í vor að passa uppá þetta og höfum fulla trú á því að við getum "tæklað" þetta verkefni saman aftur. Hér í skólanum er allt tilbúið fyrir upphaf skólaársins 2020-2021 og mikil tilhlökkun að taka á móti nemendum eftir sumarfrí. Munum að huga vel að líðan okkar allra, bæði líkamlegri og andlegri. Með kveðju, skólastjórnendur Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Sjálfsmatsskýrsla og umbótaþættir

Sjálfsmatsskýrsla fyrir skólaárið 2019 - 2020 hefur verið birt á heimasíðu Njarðvíkurskóla. Einnig hafa verið birtir umbótaþættir sem unnir eru úr sjálfsmatsskýrslunni.
Lesa meira

Sumarkveðja

Starfsfólk Njarðvíkurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og þakkar samstarfið á liðnu skólaári. Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 16. júní og opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst og má sjá skóladagatal næsta skólaárs með því að smella hérna.
Lesa meira

Bekkur gefinn til minningar um Gísla Þór Þórarinsson

..Finndu mig, ég mun lýsa þína leið“ Bekkurinn Klettur er gefinn af nemendum árgangs 1978 úr Njarðvíkurskóla til minningar um góðan vin og skólafélaga. Bekkurinn Klettur varð fyrir valinu sem minningargjöf því Gísli Þór var ákaflega traustur og mikill klettur í sínum vinahópum. Á sínum yngri árum átti Gísli Þór margar góðar stundir með sínum vinum og félögum á skólavellinum við Njarðvíkurskóla, þar sem hann spilaði bæði körfubolta og fótbolta af mikilli innlifun, og því var minningarbekknum fundinn staður á skólavellinum við Njarðvíkurskóla. Er það von gefenda að sem flestir gefi sér tíma til að tylla sér á bekkinn og hugsa um gamlar og góðar stundir. Með kveðju, Árgangur 1978 úr Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla 2020

Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 4. júní. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Á skólaslitunum hjá 10. bekk spilaði Emilía Sara Ingvadóttir á klarinett og Geirþrúður Bogadóttir með undirleik á píanó lagið Almost A Waltz eftir David Lyon. Svo spilaði Emilía Sara á píanó lagið The Entertainer eftir Scott Joplin. Þeir bekkir sem höfðu safnað flestum hrósmiðum á yngsta-, mið- og ungligastigi fengu viðurkenningu sem Medalíubekkir og voru það 2.KB, 6. MRF og 9. ÞRH sem voru með flesta hrósmiða eftir skólaárið. Veittar eru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur í hverjum árgangi frá 7. bekk og voru það eftirfarandi nemendur sem fengu bókagjöf fyrir: 7. bekkur: Kristín Arna Gunnarsdóttir og Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir 8. bekkur: Guðmundur Leo Rafnsson 9. bekkur: Rannveig Guðmundsdóttir 10. bekkur: Krista Gló Magnúsdóttir Skólinn veitti eftirfarandi nemendur viðurkenningu fyrir framfarir í námi: 7. bekkur: Magdalena Sunna Rawluszo og Hildur Ingvadóttir 8. bekkur: Snorri Hörgdal Þórsson 9. bekkur: Sindri Snær Snorrason, Valur Axel Axelsson og Stefán Logi Ægisson 10. bekkur: Laufey Lind Valgeirsdóttir, Guðný Þóra Karlsdóttir, Margrét Guðfinna Friðriksdóttir, Nói Gunnarsson og Stefán Rúnar Snorrason Aðrar viðurkenningar: - Góður árangur í upplestri og framsögn í 7. bekk: Kristín Arna Gunnarsdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir - Góður árangur í námsgrein sem tengist umhverfinu og náttúrunni: Róbert Sean Birmingham - Góður árangur í stærðfræði í Ösp: Gunnar Björn Björnsson - Viðurkenning fyrir virkni og vinnusemi í Björk: Þórhallur Óskar Jónuson Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gefa verðlaunin og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. - Íslenska: Erlendur Guðnason, Kári Snær Halldórsson og Krista Gló Magnúsdóttir - Stærðfræði: Krista Gló Magnúsdóttir og Erlendur Guðnason - Enska: Róbert Sean Birmingham - Danska: Erlendur Guðnason og Krista Gló Magnúsdóttir - Samfélagsfræði: Alexander Logi Chernyshov Jónsson - Náttúrufræði: Erlendur Guðnason - Íþróttir: Ásgeir Orri Magnússon - Fyrir góðan námsárangur í stærðfræði framhaldsskólastigi: Ingólfur Ísak Kristinsson og Alexander Logi Chernyshov Jónsson - Fyrir góðan námsárangur í ensku framhaldsskólastigi: Emilía Sara Ingvadóttir - Íþróttastúlka Njarðvíkurskóla: Krista Gló Magnúsdóttir -Íþróttadrengur Njarðvíkurskóla: Fannar Snævar Hauksson Valgreinar: - Textílmennt: Emelíana Líf Ólafsdóttir - Myndlist: Aleksandra Czaplinska - Hönnun og smíði: Sarah Guðbjörg Smáradóttir og Talía Mjöll Guðjónsdóttir - Skrautskrift : Nedas Stanisauskas - Heimilisfræði: Krista Gló Magnúsdóttir - Félagsstörf: Sigurður Magnússon - Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Suðurnes: Bergmann Albert F. Ramirez, Elimar Freyr Jóhannsson, Elmar Sveinn Einarsson, Gabríel Veigar Björgvinsson, Nedas Stanisauskas og Stefán Rúnar Snorrason Njarðvíkurskóli hefur undanfarin ár notið góðvildar grenndarsamfélagsins þegar á þarf að halda. Njarðvíkurskóli þakkar öllum þeim sem hafa styrkt skólann á skólaárinu. Á skólaslitum 10. bekkjar talaði Sigurður Magnússon formaður nemendaráðs fyrir hönd útskriftarnema og Hulda Hauksdóttir og Torfi Gíslason, umsjónakennarar 10. bekkjar. Útskriftarnemendur fengu hátíðartrefla að gjöf frá skólanum í útskriftargjöf. Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri ávarpaði nemendur, foreldra og starfsfólk. Að lokum var Njarðvíkurskóla slitið en þetta var 78. starfsár skólans. Myndsöfn frá deginum: Skólaslit hjá 1.-9. bekk 2020: https://www.njardvikurskoli.is/is/moya/gallery/index/index/_/skolaslit-hja-1-9-bekk-2020 Útskrift 10. bekkjar 2020: https://www.njardvikurskoli.is/is/moya/gallery/index/index/_/utskrift-10-bekkjar-2020 Hátíðarkvöldverður 2020: https://www.njardvikurskoli.is/is/moya/gallery/index/index/_/hatidarkvoldverdur-2020
Lesa meira

Könnun fyrir foreldra á þekkingu á stafrænni borgaravitund

SAFT og Heimili og skóla hafa verið að vinna að skoðanakönnun í samvinnu við Evrópuráðið að undanförnu um stafræna borgaravitund. Einnig snertir könnunin á ýmsum atriðum um upplifun foreldra á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð yfir sem hæst. Könnunin mun hjálpa SAFT og Heimili og skóla að átta sig á hvaða efni foreldra vantaði til að aðstoða börnin sín að fóta sig á netinu og er því mikilvægt að fá sem mesta svörun.
Lesa meira

Skólablaðið Njörður komið út

Skólablað Njarðvíkurskóla, Njörður, er komið út. Að þessu sinni er blaðið aðeins á rafrænu formi. Í blaðinu sem er 56 síður eru fjölmargar greinar og viðtöl við starfsfólk í Njarðvíkurskóla. Einnig eru greinar um ýmsa viðburði á skólaárinu, fréttir af skólastarfinu, nemendur svara spurningum og fjölmargar myndir. Njótið!
Lesa meira

Skólaslit Njarðvíkurskóla 2020

Skólaslit hjá nemendum í 1.-10. bekk í Njarðvíkurskóla verða á sal skólans fimmtudaginn 4. júní á eftirfarandi tímasetningum: - 1.-2. bekkur kl. 8:30 - 3. bekkur kl. 9:30 - 4. bekkur kl. 10:30 - 5.-6. bekkur kl. 11:30 - 7.-9. bekkur kl. 13:00 - 10. bekkur kl. 17:30 Vegna aðstæðna í ár er mælst til að ekki fleiri en 1-2 fylgi hverjum nemanda á skólaslitum í 1.-9. bekk. Nemendur fá vitnisburð skólaársins afhentan á sal á skólaslitum. Skólaslit hjá nemendum í 10. bekk verða við hátíðlega athöfn á sal skólans fimmtudaginn 4. júní kl. 17:30. Vegna aðstæðna í ár er aðeins gert ráð fyrir að foreldrar mæti með sínu barni á skólaslitin. Að loknum skólaslitum verður hátíðarkvöldverður hjá nemendum og kennurum þeirra. Fyrirkomulagið verður þannig að eftir skólaslit fara nemendur í hópmyndatöku og svo er fordrykkur á kaffistofu starfsmanna á meðan salurinn er undirbúin fyrir hátíðarkvöldverðinn. Gert er ráð fyrir að dagskrá sé lokið fyrir kl. 21:00.
Lesa meira

Vorfögnuður Njarðvíkurskóla

Vorfögnuður nemenda í Njarðvíkurskóla verður miðvikudaginn 3. júní. Nemendur mæta kl. 9:10 í heimastofur, fara síðan í skrúðgöngu og að henni lokinni taka við fjölbreyttar stöðvar þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem verður í boði er: Skrúðganga, skotboli, götukrot, þrautabraut í íþróttahúsi, sápubolti, teygjutvist, stultur, húlla hopp, sipp, snú-snú, gagabolti, hoppuboltar, kíló, sparkó, reipitog, tvíburahlaup, limbó, hlaupaleikir, stígvélakast- og spark, troðslukeppni. Svo verður árlegur leikur milli nemenda og starfsmanna í körfubolta og fótbolta, pylsuveisla og BMX bros hjólasýning. Vorfögnuðurinn í ár verður aðeins fyrir nemendur og starfsmenn.
Lesa meira