Fréttir

Skóladagatal 2020-2021

Skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021 hefur verið samþykkt í skólaráði Njarðvíkurskóla og fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Setjum heimsmet í lestri - Vertu með í landsliðinu

Setjum heimsmet í lestri - Vertu með í landsliðinu Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur hleypt af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður. 

Sjá nánar í textanum sem er á myndinni. https://timitiladlesa.is/
Lesa meira

Frá skólastjórnendum Njarðvíkurskóla

Daginn foreldrar/forráðamenn nemenda í Njarðvíkurskóla. Nú er þriðju viku í samkomubanni að ljúka og páskafrí framundan. Eins og staðan er núna hefur samkomubanni verið framlengt til 4. maí og hefur því sameiginlegri árshátíð nemenda í 8.-10. bekk í Reykjanesbæ sem átti að vera 16. apríl verið frestað en unnið verður að útfærslu eftir aðstæðum þegar mál skýrast betur í lok apríl. Á fræðsluráðsfundi Reykjanesbæjar var samþykkt í morgun að fyrsti dagur eftir páskafrí, þriðjudagurinn 14. apríl verði starfsdagur í grunnnskólum Reykjanesbæjar. Starfsdagurinn verður nýttur til þess að endurskipuleggja skólastarfið og hópaskiptingu nemenda með tilliti til reynslunnar undanfarnar vikur, sérstaklega til að huga að skipulagi á fjarnámi eldri nemenda og til að ræða um fyrirkomulag námsmats með mögulega breyttu sniði. Þó er ljóst að nemendur í 1.-6. bekk halda áfram að koma annan hvern dag í skólann og nemendur í 7.-10. bekk halda áfram að vera í heimanámsaðstoð frá kennurum en nánara skipulag á skiptingu á dögum fyrir 1.-6. bekk verður sent frá umsjónarkennurum hvers árgangs. Við viljum hvetja alla nemendur til að taka þátt í lestrarátaki Mennta- og menningarmálaráðuneytisins en stefnt er að því að landsmenn setji heimsmet í lestri í apríl. Nánari upplýsingar eru á síðu átaksins https://timitiladlesa.is/. Þá vill Vilborg á bókasafninu hvetja nemendur til að passa vel uppá bókasafnsbækurnar svo þær glatist ekki. Við hvetjum alla til að virða tilmæli Almannavarna og hugsa vel um sig og sína. Hafið það gott í páskafríinu, Stjórnendur Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Frábær gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi fyrir stuttu, með peningagjöf upp á 100.000 krónur sem var hugsað til að kaupa bækur og spil fyrir bókasafn skólans. Vilborg Sævarsdóttir bókavörður í Njarðvíkurskóla var fljót að bregðast við og kaupa bækur og spil á bókasafnið. Njarðvíkurskóli þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina!
Lesa meira

Fræðsluefni og símaráðgjöf frá FRÆ

Þær breytingar sem hafa orðið í okkar samfélagi vegna Covid-19 veirunnar hafa haft umtalsverð áhrif á daglegt líf barna og ungmenna. Sum börn og ungmenni eiga tiltölulega auðvelt með að takast á við þessar breytingar, á meðan þær reynast öðrum börnum og fjölskyldum erfiðar. Sálfræðingar á fræðslusviði Reykjanesbæjar hafa útbúið hagnýtt efni fyrir foreldra undir yfirskriftinni Að takast á við óvissutíma. Efnið er gert aðgengilegt foreldrum á formi tveggja glærukynninga Hagnýt ráð til að viðhalda reglu og rútínu og Hagnýt ráð fyrir foreldra barna og ungmenna sem sýna óöryggi. Markmið fræðsluefnisins er að veita hjálpleg ráð sem geta nýst foreldrum að styðja við börnin sín á þessum óvissutímum. Það er okkar von að efnið sé aðgengilegt og nýtist sem flestum foreldrum. Sálfræðingar á fræðslusviði Reykjanesbæjar munu einnig bjóða uppá símaráðgjöf til foreldra barna í leik- og grunnskólum á meðan á samkomubanni stendur. Símaráðgjöfinni er ætlað að styðja foreldra við að aðstoða börnin sín að takast á við breyttar aðstæður á tímum Covid-19 veirunnar og fylgja fræðsluefninu eftir með almennri ráðgjöf til foreldra. Símtölin miðast við 10-15 mínútur. Í símaráðgjöfinni verður lögð áherslu á - Almenn ráð til foreldra um hvernig þau geti aðstoðað börnin sín við að takast á við óvissu - Hjálpleg ráð fyrir foreldra barna og ungmenna sem sýna óöryggi - Hjálpleg ráð um hvernig megi viðhalda reglu og rútínu Þú getur óskað eftir símaráðgjöf með því að senda tölvupóst á simaradgjof@reykjanesbaer.is með upplýsingum um nafn þitt, kennitölu og símanúmer. Sálfræðingar á fræðslusviði munu hafa samband við tækifæri. Símaráðgjöfin verður fyrir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum á meðan samkomubanni stendur.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli í Krakkafréttum

Njarðvíkurskóli í Krakkafréttum Síðuskóli á Akureyri skoraði á Njarðvíkurskóla að taka þátt í krakkasvarinu í krakkafréttum á RÚV. Nemendurnir í 6. bekk tóku árskorunni. Þeir áttu að svara spurningunni: Eigið þið góð ráð fyrir fullorðna sem leiðist heima? Í framhaldi hafa nemendur í Njarðvíkurskóla skorað á Háteigsskóla í Reykjavík. Hér getið þið séð afraksturinn!
Lesa meira

Þakklætisgjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi í skólann í morgun til þess að færa öllum starfsmönnum skólans páskaegg sem þakklætisgjöf. Með þessari gjöf vill foreldrafélagið þakka starfsmönnum fyrir ómetanlegt starf hér innan skólans á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum og að standa í framvarðarsveit fyrir nemendur Njarðvíkurskóla. Þessi hugmynd kom frá foreldrafélaginu strax núna eftir helgina og viljum við þakka foreldrafélaginu og foreldrum nemenda fyrir hugulsemina það er svo ómetanlegt fyrir okkur að finna fyrir þakklæti á okkar störf á þessum tímum. ______ Í bréfi frá foreldrafélaginu sem fylgir gjöfinni stendur: Kæra starfsfólk Njarðvíkurskóla! Foreldrar nemenda í Njarðvíkurskóla vilja koma á framfæri kærum þökkum til ykkar allra fyrir að standa í framvarðasveitinni fyrir okkur og börnin okkar. Jákvæðni ykkar, umhyggja og samtaða fyrir fjölskyldur og nemendur hefur ekki bara skilað sér í fjölbreyttu og lausnamiðuðu skólastarfi heldur líka ánægju og þakklæti nemenda og fjölskyldna þeirra. Við þökkum ykkur öllum fyrir ómetanlegt starf á þessum fordæmalausu tímum sem við erum að ganga í gegnum. Með þakklæti Foreldrar nemenda í Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Skólaganga barna á tímum COVID-19 faraldurs

Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmarkanir á skólastarfi. Í viðhengi er bréf frá sóttvarnarlækni og landlækni sem forráðamenn eru hvattir til að lesa. _______ Attached is a letter from epidemiologist and director of health regarding children in school and the covid-19 pandemic. It is in Icelandic but the main message to parents is this: · Healthy children should carry on attending school. Learning is important for them as well as the routine, activity and stimulation that comes with attending school. · The risk of infection among children is very little as research in Iceland and the other Nordic countries have shown. The likelihood of children carrying the virus is much less than among grown up people.
Lesa meira

Handbók fyrir nemendur um Mentorkerfið

Hérna er handbók fyrir nemendur um Mentorkerfið m.a. hvernig á að skila verkefnum inn á mentor.
Lesa meira