Fréttir

Skólaslit og hátíðarkvöldverður hjá 10. bekk

Skólaslit hjá nemendum í 10. bekk verða við hátíðlega athöfn á sal skólans fimmtudaginn 4. júní kl. 17:30. Vegna aðstæðna í ár er aðeins gert ráð fyrir að foreldrar mæti með sínu barni á skólaslitin. Að loknum skólaslitum verður hátíðarkvöldverður hjá nemendum og kennurum þeirra. Fyrirkomulagið verður þannig að eftir skólaslit fara nemendur í hópmyndatöku og svo er fordrykkur á kaffistofu starfsmanna á meðan salurinn er undirbúin fyrir hátíðarkvöldverðinn. Gert er ráð fyrir að dagskrá sé lokið fyrir kl. 21:00. Bestu kveðjur, skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Skólaslit hjá nemendum í 1.-9. bekk

Skólaslit hjá nemendum í 1.-9. bekk í Njarðvíkurskóla verða á sal skólans fimmtudaginn 4. júní á eftirfarandi tímasetningum: 1.-2. bekkur kl. 8:30 3. bekkur kl. 9:30 4. bekkur kl. 10:30 5.-6. bekkur kl. 11:30 7.-9. bekkur kl. 13:00 Vegna aðstæðna í ár er mælst til að ekki fleiri en 1-2 fylgi hverjum nemanda á skólaslitin. Nemendur fá vitnisburð skólaársins afhentan á sal á skólaslitum. Bestu kveðjur, skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Mat á lykilhæfni

Í Njarðvíkurskóla er lagt mat á hæfni nemenda innan hvers sviðs sem byggist á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunnskólalaga. Slík hæfni er nefnd lykilhæfni við námsmat í grunnskóla og er gefið fyrir hana með fimm mismunandi hæfnitáknum, jafnt og þétt yfir skólaárið. Nemendum fá mat á lykilhæfni frá mismunandi kennurum eftir árgöngum þar sem nemendur eru metnir út frá viðmiðum sem sett hafa verið fyrir nemendur í Njarðvíkurskóla. Viðmið fyrir lykilhæfni eru stigvaxandi eftir árgöngum.
Lesa meira

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða.
Lesa meira

Próftafla fyrir 1.-10. bekk

Undanfarin ár höfum við sett upp próftöflu fyrir nemendur í 1.-10. bekk til upplýsingar fyrir nemendur og foreldra. Próftaflan er birt hér en með fyrirvara um breytingar.
Lesa meira

Próftafla fyrir 7.-10. bekk

Eins og undanfarin ár setjum við upp próftöflu fyrir yfirlitspróf í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku fyrir 7.-10. bekk. Próftöfluna má nálgast hér. Þarna kemur einnig fram hvaða daga sjúkrapróf eru fyrir þessi próf.
Lesa meira

Grjónapúðar í Ösp frá Kvenfélagi Njarðvíkur

Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk á dögunum mjög góða gjöf frá Kvenfélagi Njarðvíkur. Kvenfélagið gaf grjónapúða fyrir nemendur sem munu nýtast vel í hreyfisal þar sem nemendur eru í leik og starfi. Frábært framtak hjá Kvenfélaginu í Njarðvík að styrkja sérdeildina Ösp. Njarðvíkurskóli þakkar þeim kærlega fyrir.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Frá og með mánudeginum 4. maí verður skólahald aftur með eðlilegum hætti og þá tekur hefðbundin stundatafla við. Frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla og í Ösp verða með hefðbundinn opnunartíma. Fyrirkomulag varðandi skólamat verður með sama hætti og áður. Breyting verður á skóladagatali í maí þar sem skertur nemendadagur/prófadagur 12. maí fellur niður og verður í staðinn hefðbundinn skóladagur nemenda. Við hlökkum til að komast í eðlilegt skólastarf og fá alla nemendur inn í skólann til okkar.
Lesa meira

Hetjan mín ert þú - barnabók um COVID-19

Rauði krossinn á Íslandi lét þýða barnabókin Hetjan mín ert þú á íslensku en auk þess er hún til á fjölmörgum öðrum tungumálum og alltaf bætist í sarpinn. Hetjan mín ert þú er barnabók sem er skrifuð um COVID19 faraldurinn en bókin er ókeypis á netinu.
Lesa meira

Skóladagatal 2020-2021

Skóladagatal fyrir skólaárið 2020-2021 hefur verið samþykkt í skólaráði Njarðvíkurskóla og fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira