28.01.2020
Í haust hlaut Njarðvíkurskóli styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Njarðvíkurskóli fékk námskeiðsstyrk til forritunar- og tæknikennslu.
Njarðvíkurskóli nýtir styrkinn til að efla starfsmenn og nemendur í forritun. Úlfur Atlason verkefnastjóri og Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir frá Skema hjá Háskólanum í Reykjavík voru með námskeið fyrir starfsmenn á starfsdeginum í gær. Þar fengu starfsmenn þjálfun í forritun sem þeir geta svo nýtt í framhaldi fyrir okkar nemendur. Lögð var áhersla á að sérsníða námskeiðin að búnaðinum sem við eigum í skólanum og var mikil ánægja með námskeiðin.
Í framhaldi mun Úlfur og Gunnhildur koma inn í nokkur skipti í kennslu hjá 5. og 6. bekk með forritunarkennslu þar sem kennarar og stuðningsfulltrúar munu taka virkan þátt í kennslustundinni og fá jafnhliða nemendum þjálfun í forritun.
Lesa meira
23.01.2020
Mánudaginn 27. janúar er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Monday 27th. of January is a teachers work day in Njardvikurskoli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Poniedzialek 27. Styczen jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Lesa meira
22.01.2020
Gott samstarf er á milli leikskólans Gimli og Njarðvíkurskóla. Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda börnum þá breytingu sem verður á lífi þeirra þegar þau fara úr leikskóla í grunnskóla. Í morgun fór 1.HT í heimsókn á Gimli og borðuðu morgunverð með leikskólanemendum, æfðu lestur og fórum í val.
Lesa meira
21.01.2020
Nemendur í 6. bekk hafa í vetur verið í námsefni tengdu mannslíkamanum. Nemendur fengu að spreyta sig sig á verklegum æfingum þegar þau krufu ýmis líffæri úr svínum. Ástæðan fryr því að lífverur og líffæri eru skoðuð í kennslu er til að gera nemendum kleift að tengja saman það sem þau lesa, við raunveruleikann. Skoðuð voru líffæri úr svíni vegna þess hversu lík þau eru líffærum mannsins. Nemendur voru almennt ánægðir með tímann og tóku virkan þátt.
Lesa meira
19.01.2020
Umhverfisdagur Njarðvíkurskóla var haldinn föstudaginn 17. janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvíkurskóli heldur umhverfisdag, en dagurinn var tileinkaður umhverfismálum. Í Njarðvíkurskóla er umhverfisteymi nemenda og í haust kom sú hugmynd frá nemendum í 6.-10. bekk að lyfta umhverfismálum hátt undir höfði.
Nemendur í 1.-6. bekk fengu fræðslu um flokkun úrgangs frá Kölku sorpeyðingarstöðvar. Nemendur fræddust um mikilvægi flokkunar, endurnýtingar og endurvinnslu. Önundur Jónasson, stjórnarformaður Kölku, svaraði spurningum frá nemendum og góðar umræður áttu sér stað. Afrakstur dagsins hjá nemendum í 1.-6. bekk voru myndbönd þar sem nemendur ákváðu hvað þeir geti gert til að bjarga jörðinni.
Í 7.-10. bekk byrjaði dagurinn á kaffihúsafundi þar sem nemendur ræddu stöðu umhverfismála bæði í nærsamfélaginu og almennt í heiminum. Þá flutti Berglind Ásgerisdóttir frá umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar erindi um það hvað Reykjanesbær er að gera og stefnir á að gera í umhverfismálum. Að lokum ræddu nemendur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvernig væri hægt að nýta þau markvisst í skólastarfi.
Dagurinn fór vel fram og voru nemendur virkir og duglegir í vinnu dagsins
Lesa meira
10.01.2020
Á dögunum fékk sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla veglega gjöf frá bílaleigunni Blue car rental. Magnús Þorsteinsson, Guðrún Sædal Björgvinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson komu færandi hendi og gáfu nemendum, húfu, vettlinga og spjaldtölvur sem þeir munu hafa aðgang að í Ösp.
Njarðvíkurskóli þakkar kærlega fyrir þessa velvild og það er ómetanlegt að hafa slíka góðvild í skólasamfélaginu okkar.
Lesa meira
09.01.2020
Starf Njarðvíkurskóla var nýlega metið með ytra mati. Matið unnu matsmenn á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Matið er fyrst og fremst til að styðja skóla við að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum. Tilgangur matsins er einnig að afla upplýsinga um skólastarf, árangur þess og þróun fyrir fræðsluyfirvöld, starfsfólk skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemendur. Matið er til að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.
Lesa meira
07.01.2020
Þar sem veðurspá er frekar slæm í fyrramálið þá biðjum við foreldra að skoða eftirfarandi verklagsreglur grunnskóla við óveðri.
Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.
Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.
Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Informacja dotycząca zakłóceń zajęć szkolnych z powodu niepogody.
W przypadku jeżeli, prognoza pogody przewiduje mocne wiatry i wichury na terenie Suðurnesja, Policja i służby cywilne
będą czuwały nad bezpieczeństwem obywateli. Służby te będą współpracowały ze szkołami oraz ostrzegały obywateli w razie potrzeby.
Ważne jest, aby rodzice dzieci uczęszczających do szkół, obserwowali prognozę pogody i podejmowali samodzielnie decyzje w jaki sposób dziecko ma się udać do szkoły, zgodne z warunkami pogodowymi.
W gestii samych rodziców należy ocena czy dziecko należy odprowadzić czy też przyprowadzić ze szkoły; pomimo braku odgórnych zaleceń od dyżurujących służb. W przypadku jeżeli, rodzice stwierdzą, że ze względów pogodowych, wysyłanie dziecka do szkoły jest niebezpieczne, należy ten fakt zgłosić telefonicznie do sekretariatu szkoły. Przypadek taki będzie traktowany jako zwykła nieobecność.
W każdych warunkach pogodowych, szkoła pracuje normalnie i jest otwartym i bezpiecznym schronieniem dla dzieci.
Lesa meira
06.01.2020
Guðríður Vilbertsdóttir, umsjónarmaður fasteigna í Njarðvíkurskóla, lét af störfum um áramótin eftir rúm 38 ár í starfi við skólann. Gauja hefur svo sannarlega sett mark sitt á skólasamfélagið í Njarðvíkurskóla.
Starfsfólk Njarðvíkurskóla þakkar henni fyrir gott samstarf og óskar henni velfarnaðar á komandi árum.
Sigmundur Már Herbertsson hefur tekið við starfi umsjónarmanns fasteigna í Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
03.01.2020
Heilakúnstir – heimanámsaðstoð Rauða Krossins stendur grunnskólanemendum í 4.-10. bekk til boða alla þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 14.30 – 16:00 í Bókasafni Reykjanesbæjar (neðri hæð). Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram.
English:
Homework assistance is available for all children in grades 4-10 of elementary school in Reykjanesbær. The assistance will take place every Tuesday and Thursday from 2.30pm-4pm at Reykjanesbær Public Library (lower floor).Volunteers from the local Red Cross provide the service. It‘s free and no need to sign up!
Polish:
Pomoc w odrabianiu prac domowych jest dostępna dla wszystkich dzieci z klas 4-10 szkół podstawowych w Reykjanesbær. Zapraszamy w każdy wtorek i czwartek od godziny 14:30 do 16:00 do Biblioteki Publicznej Reykjanesbær (na niższe piętro). Pomocy udzielają Wolontariusze z lokalnego Czerwonego Krzyża. Pomoc jest bezpłatna i nie trzeba się na nią wcześniej zapisywać!
Lesa meira