20.03.2020
Það er mörgum erfitt að vera stíað frá vinum og ættingjum vegna sóttkvíar. Það er mögulega enn erfiðara fyrir börn, sérstaklega ung börn, sem ekki skilja vel tilganginn með þessum ráðstöfunum. Embætti landlæknis hefur tekið saman leiðbeiningar vegna barna í sóttkví.
Lesa meira
20.03.2020
Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum.
Schools, pre-schools, and athletic organisations have carefully organised their schedules for the days and weeks to come in order to comply with the Minister of Health and Social Security’s instructions restricting school activities and gatherings. It is extremely important that children’s parents and guardians simultaneously reduce the number of people in their children’s contact network outside of school in order to avoid working against these measures.
Lesa meira
20.03.2020
Vikan í Njarðvíkurskóla hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður. Skipulagið sem var sett upp til að passa að það yrði ekki skörun milli hópa hefur gengið upp og allir verið duglegir að passa upp á sitt skipulag.
Við viljum þakka nemendum og foreldrum/forráðamönnum fyrir aðstoðina við að láta þetta ganga upp hjá okkur.
Nú er helgin framundan og í næstu viku höldum við sama skipulagi, þ.e. að nemendur í 1.-6. bekk koma i skólann annan hvern dag og nemendur í 7.-10. bekk fylgja kennsluskipulagi sem kennarar senda frá sér í tölvupósti og/eða á Mentor. Deildastjórar í Ösp og Björk senda út skipulag varðandi skólastarf í sérdeildum. Nánara skipulag varðandi hvaða daga nemendur eiga að mæta kemur frá umsjónarkennurum í dag.
Ef einhver breyting verður þá sendum við skilaboð á foreldra með eins miklum fyrirvara og hægt er.
Við hvetjum nemendur til að vera dugleg að halda skipulagi, vinna jafnt og þétt og vera dugleg að lesa.
Lesa meira
19.03.2020
Samvinna og samkennd einkennir samfélagið okkar í dag nú sem endranær. Guðmundur Helgi Albertsson fékk Younes Boumihdi og félaga í fyrirtækinu Younes Ehf. með sér í lið við að hreinsa snjó og klaka af körfuboltavellinum við Njarðvíkurskóla. Stefnan er að klára verkið í dag. Nemendur í skólanum geta því í framhaldi nýtt sér völlinn í leik og útivist í skólanum.
Njarðvíkurskóli þakkar öllum þeim sem komu að þessari vinnu kærlega fyrir.
Lesa meira
17.03.2020
Eins og kom fram í skilaboðum frá Njarðvíkurskóla í gær er meginlínan í Njarðvíkurskóla næstu vikurnar að nemendum í 1. - 6. bekk verður skipt í tvo hópa og verður hópunum kennt sitthvorn daginn. Nemendur í 7. - 10. bekk verða í heimanámi með aðstoð kennara.
Hér má sjá hvenær hver árgangur mætir og lýkur skóla.
Bekkur Tími Inngangur/útgangur
1. bekkur 08:15 - 12:40 Yngri inngangur
2. bekkur 08:30 - 12:50 Yngri inngangur
3. bekkur 08:45 - 13:00 Yngri inngangur
4. bekkur 08:20 - 12:45 Aðalinngangur
5. bekkur 08:30 - 13:00 Aðalinngangur
6. bekkur 08:40 - 13:10 Aðalinngangur
Nemendur í 7.-10 bekk mæta ekki skólann heldur verða í heimanámsaðstoð kennara.
Það er mjög mikilvægt að virða tímasetningar og nemendur eiga að mæta á þeim tíma sem þeirra árgangur mætir, hvorki fyrr né seinna.
Skipulag fyrir nemendur í sérdeildunum Ösp og Björk var sent til foreldra af deildastjórum. Frístundaheimili verður í boði fyrir 1.-3. bekk til kl. 15:30.
Lesa meira
16.03.2020
Nú er ljóst að skólastarf mun raskast verulega í ljósi takmarkana sem sóttvarnalæknir hefur sett.
Meginlínan í Njarðvíkurskóla verður sú að nemendum í 1. - 6. bekk verður skipt í tvo hópa og verður hópunum kennt sitthvorn daginn. Nemendur í 7. - 10. bekk verða í heimanámi með aðstoð kennara.
Skipulag fyrir nemendur í sérdeildunum Ösp og Björk eru send til foreldra af deildastjórum.
Nemendur mæta á mismunandi tímum á morgnana og fara heim á mismunandi tíma. Frístundaheimili verður í boði fyrir 1.-3. bekk til kl. 15:30.
Matur verður afgreiddur inn í stofur og verður boðið upp á mat fyrir þá sem eru í áskrift hjá Skólamat.
Í dag fá allir árgangar póst frá umsjónarkennara með fyrirmælum um hvernig næstu dögum verður háttað og tímasetningum. Mikilvægt er að nemendur komi inn um þá innganga og á þeim tíma sem þeim er ætlað.
Vinsamlega farið vel yfir þær leiðbeiningar sem sendar verða og ræðið við nemendur. Skólanum hefur verið skipt upp í sóttvarnarými og nemendur verða að halda sig innan þess og svo innan hvers rýmis í sinni stofu.
Á meðan að á þessum takmörkunum stendur eru foreldrar og aðrir beðnir um að koma ekki inn í skólann heldur senda frekar tölvupóst á viðkomandi starfsmann eða hringja.
Með von um gott samstarf
Skólastjórnendur Njarðvíkurskóla
____________________
Dear parents / guardians
It is now clear that schooling will be significantly disrupted in light of the limitations set by the Icelandic department of Heath and epidemilogy.
The main focus in Njarðvíkurskóli will be that students in grades 1 - 6 will be divided into two groups and the groups will be taught every other day. Students in grades 7-10 will be homeschooled with teacher assistance.
Plans for Björk and Ösp will be sent to parents by department managers there.
Students show up at different times in the morning and go home at different times. Frístund will be available for first-third grade, until 15:30.
Food will be consumed in the classroom and those who are subscribed to Skólamatur will be offered a food.
Today, all grades receive mail from their teachers with instructions on how the next days will be and all timings. It is important that students come in at the entrance and at the time they are intended.
Please carefully review the instructions that will be sent and discuss with your children. The school has been divided into quarantine rooms and students must stay within it and then within their group in the classroom.
During these restrictions, parents and others are asked not to enter the school but rather send an email to the staff or call.
With the hope of good cooperation,
School administrators of Njarðvíkurskóli
Lesa meira
13.03.2020
Í ljósi fyrirmæla heilbrigðisyfirvalda sem gefin voru út fyrr í dag verður starfsdagur í grunnskólum Reykjanesbæjar mánudaginn 16. mars. Starfsdagurinn verður nýttur í að undirbúa og skipuleggja skólastarf á því tímabili sem takmörkunin nær til. Því fellur skólastarf niður og frístundaheimilið verður lokað.
Important announcement - organizational day Monday March 16th.
Due to instructions the government health organization released earlier today Monday March 16th will be an organizational day in all Reykjanesbær schools. The day will be used to prepare and organize education for the time we are under limitations. For this reason classes will be cancelled and after school daycare (Frístund) will be closed on Monday.
Ważna wiadomość
Poniedziałek 16 marca szkoła będzie zamknięta.
W świetle zarządzeń władz sanepidu wydanych wcześniej wszystkie szkoły w Reykjanesbær będą zamknięte 16 marca. Tego dnia pracownicy szkoły będą przygotowywać szkołę na najbliższe dni. Tego dnia nie ma zajęć szkolnych oraz zamknięta będzie świetlica.
Lesa meira
13.03.2020
Ágætu foreldrar og forráðamenn,
Sú ákvörðun hefur verið tekin vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar að fresta árshátíðum grunnskólanna sem áttu að fara fram á næstu vikum.
Þessi ákvörðun er tekin í samráði við fræðsluyfirvöld og neyðarstjórn Reykjanesbæjar og er tilgangurinn sá að draga eins og kostur er úr ónauðsynlegum fjölmennum samkomum.
Lesa meira
12.03.2020
Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 27. febrúar.
Í 10. bekk lenti Erlendur Guðnason í 2. sæti. Alexander Logi Chernyshov Jónsson og Ingólfur Ísak Kristinsson lentu í 6.-11. sæti.
Í 8. bekk lentu Magnús Orri Lárusson og Unnur Ísold Kristinsdóttir í 6.-10. sæti.
Njarðvíkurskóli óskar þeim öllum til hamingju með flottan árangur.
Lesa meira
10.03.2020
Áhrif COVID-19 veirunnar halda áfram að hafa áhrif á okkar daglega líf og störf. Mikilvægt er að gæta vel að öllum sóttvörnum og fara í einu og öllu að ráðleggingum sóttvarnalæknis. Einnig er gott að nemendur sem eru kvíðnir ræði við kennara og námsráðgjafa, en mikilvægt er að halda ró sinni meðan þetta ástand varir.
Almennt gildir að mæta ekki í skólann með kvef eða önnur einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar. Þá treystum við því að nemendur sem eiga að vera í sóttkví skv. tilmælum landlæknis haldi sig í sóttkví. Ef nemandi er að koma frá útlöndum og er í vafa um hvort rétt væri að fara í sóttkví hvetjum við til þess að hringt sé í símanúmerið 1700 og fengin ráðgjöf um það áður en mætt er í skólann.
Það er mjög mikilvægt að við hjálpumst öll að við að hægja á útbreiðslu veirunnar. Við erum öll ábyrg og þetta er verkefni okkar allra. Það er mikilvægt að forráðamenn láti okkur vita í síma 420-3000 eða á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is ef nemandi smitist eða þarf að vera heima í sóttkví en skólinn mun leita allra leiða til að nemendur nái að halda dampi í náminu. Einnig óskum við eftir því að forráðamenn láti vita ef einhver er í sóttkví á heimili nemanda í Njarðvíkurskóla. Að öðru leyti eru veikindatilkynningar með sama hætti og venjulega.
Við viljum ítreka við forráðamenn að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má finna hverju sinni hér https://www.landlaeknir.is/koronaveira/. Um síðustu helgi komu út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19 sem forráðamenn eru hvattir til að kynna sér en þær má finna á ofangreindri vefsíðu.
Aðgerðir Njarðvíkurskóla miða að því að koma í veg fyrir að smit berist á milli einstaklinga og því er lögð mikil áhersla í skólanum á handþvott og hreinlæti. Greiður aðgangur er að spritti til sótthreinsunar í skólanum þar sem sprittbrúsar eru í öllum skólastöfum og rýmum. Meiri þungi en áður er á sótthreinsun snertiflata eins og hurðahúna, slökkvara og handriða.
Samkvæmt beiðni frá Ríkislögreglustjóra þá hefur sjálfsskömmtun verið hætt hjá Skólamat. Mat, meðlæti, vatni og leirtaui er skammtað til nemenda. Vegna breytinga á sjálfsskömmtun verður matseðli breytt og hann einfaldaður að hluta.
Lesa meira