Fréttir

Vettvangsferð á lögreglustöðina

Nemendur í 1. bekk fóru í vettvangsferð á lögreglustöðina í desember. Krissi lögga og Lóa tóku á móti hópnum og voru nemendur til fyrirmyndar. Þau fengu að skoða lögreglubílana, fangaklefana og búnað lögreglunnar. Nemendurnir skemmtu sér vel.
Lesa meira

Kennsla hefst aftur eftir jólafrí 3. janúar

Kennsla í Njarðvíkurskóla hefst aftur eftir jólafrí föstudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Jólakveðja

Starfsfólk Njarðvíkurskóla sendir nemendum, forráðamönnum og velunnurum skólans bestu jóla- og nýárskveðjur, með þökk fyrir samfylgdina á árinu 2019. Kennsla í Njarðvíkurskóla hefst aftur eftir jólaleyfi samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020.
Lesa meira

Hátíðardagur í Njarðvíkurskóla

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin þar sem lesnar voru jólasögur og nemendur skiptust á pökkum. Á sal lék Karen Ósk Lúthersdóttur á klarinett lagið Á jólunum er gleði og gaman og Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir, einnig á klarinett lagið Jólasveinninn kemur í kvöld. Geirþrúður Bogadóttir spilaði á píanó með þeim báðum. Herdís Björk Björnsdóttir Debes og Lilja Rún Gunnarsdóttir lásu jólaljóðið Kátt er á jólunum. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik þar sem vel æfðir nemendur fóru á kostum. Sigurður Magnússon og Kári Snær Halldórsson voru kynnar á hátíðinni. Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar tveir skemmtilegir jólasveinar kíktu í heimsókn.
Lesa meira

Nemendur söfnuðu 211.677 kr.

Nemendur í 1.-8. bekk í Njarðvíkuskóla söfnuðu 211.677 kr. sem þeir vita að eiga eftir að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum í Tulu Moye í Eþíópíu. Verkefnið Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna 2019 er frábært verkefni og gaman að vera þátttakandi í því. Gleðileg jól!
Lesa meira

Frábærar móttökur á bókasafni Reykjanesbæjar

Á þemadögum fór 2.-4. bekkur í Njarðvíkurskóla á bókasafn Reykjanesbæjar og vill starfsfólk Njarðvíkurskóla senda bestu þakkir fyrir frábærar móttökur. Alltaf gaman að fara á bókasafnið og allir velkomnir. Einnig voru einhverjir hópar sem fóru á Ráðhúskaffi og var skemmtileg kaffihúsastemming þar. 2. bekkur heimsótti líka Duus hús og þar fengum þau fræðslu um jólin í gamla daga.
Lesa meira

Hátíðarmatur og jólahátíð í Njarðvíkurskóla

Hátíðarmatur og jólahátíð í Njarðvíkurskóla Hátíðarmatur verður fimmtudaginn 19. desember þar sem allir nemendur borða saman á sal skólans sem settur hefur verið í hátíðarbúning og starfsfólk þjónar nemendum til borðs. Í matinn er kalkúnabringa, steiktar kartöflur, brún sósa með tilheyrandi meðlæti. Í eftirrétt er ísblóm. Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaskólinn í Ösp. Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi: Nemendur í 2., 4., 5., 7. og 9. bekk bekk mæta kl. 8:30 og eru til 10:20. Nemendur í 1., 3., 6., 8. og 10. bekk mæta kl. 9:40 og eru til 11:00. Nemendur eru bæði á stofujólum með umsjónakennara sem og á sal þar sem nemendur í 5. bekk sýna helgileik, lesið er jólaljóð og tónlistaratriði. Eftir það dansa allir í kringum jólatréð og það er aldrei að vita nema jólasveinarnir kíki í heimsókn. Upplýsingar koma frá hverjum umsjónakennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á stofujólin. Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí föstudaginn 3. janúar 2020. Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar. Hátíðarkveðjur, stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira

Þemadagar í Njarðvíkurskóla

Þemadagar í Njarðvíkurskóla Dagana 17., 18. og 19. desember eru jólaþemadagar í Njarðvíkurskóla með yfirskriftina " Samkennd, kærleikur og virðing". Þemadagar eru uppbrotsdagar þar sem hefðbundin stundaskrá er látin víkja og nemendur vinna verkefni í tengslum við þemað. Á þemadögunum hefst skóladagur hjá öllum nemendum kl. 8:15 í heimastofu. Sérgreinar og val fellur niður þessa daga, þar með talið íþróttir og sund. Tímasetningar eftir árgöngum: Þriðjudagur 17. desember 1.-4. bekkur – kl. 8:15-13:20 5.-10. bekkur – kl. 8:15-14:00 Miðvikudagur 18. desember 1.-4. bekkur – kl. 8:15-13:20 5.-10. bekkur – kl. 8:15-14:00 Fimmtudagur 19. desember 1.-10. bekkur – kl. 8:15-13:20
Lesa meira

Aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Í dag var aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem sr. Brynja Vigdís Þorteinsdóttir, Stefán H. Kristinsson organisti og Pétur Rúðrik Guðmundsson meðhjálpari tóku á móti nemendum og starfsmönnum. Þar áttu nemendur og starfsmenn hátíðlega stund.
Lesa meira

Sigga Dögg las fyrir nemendur

Sigga Dögg kynfræðingur heimsótti Njarðvíkurskóla í dag. Hún las fyrir 8.-10. bekk upp úr nýjustu bókinni sinni Daði sem er sjálfstætt framhald bókarinnar KynVeru sem kom út 2018. Sagan um Daða fjallar um ungan dreng sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina o.fl. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mótsagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar. Njarðvíkurskóli þakkar Siggu Dögg fyrir heimsóknina.
Lesa meira