Fréttir

Fjölmörg skemmtileg verkefni á vináttudegi í Njarðvíkurskóla

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins var vináttudagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur og starfsmenn unnu að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem megináhersla var á umburðarlyndi, samkennd og fjölbreytileika og mikilvægi hans í öllu samfélaginu.
Lesa meira

Njarðvíkurskóli tók þátt í matarrannsókn á vegum Umhverfisstofnunar

Njarðvíkurskóli tók þátt í matarrannsókn á vegum Umhverfisstofnunar. Fyrirtæki og stofnanir voru beðin um að vigta matarúrgang í eina viku og flokka eftir því hvort um var að ræða matarúrgang sem er ónýtanlegur til manneldis (bein og sinar, hrat o.s.frv.) eða mat sem hefði mátt nýta til manneldis. Rannsóknin fór fram vikuna 14. til 18. október, í matartíma. Umhverfisteymi Njarðvíkurskóla sá um að framfylgja rannsókninni og var ákveðið að hafa samkeppni milli árganga um matarsóun. Nemendur settu sinn matarúrgang í fötu merkta sínum árgangi sem var svo vigtaður. Niðurstöður tóku mið af fjölda nemenda í hverjum árgangi. Samkeppnin var hörð en voru það nemendur út 6. bekk sem sigruðu þessa keppni með 20 grömm af úrgangi á hvern nemanda yfir þessa 5 daga sem er frábært! 10. bekkur var skammt undan með 26 grömm á hvern nemanda. Heildarúrgangur nemenda í Njarðvíkurskóla þessa viku var 43,65 kg eða um 100 grömm á nemanda. Rannsóknin vakti mikla lukku meðal starfsfólks og nemenda Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Skertur dagur og starfsdagar framundan

Ágætu foreldrar/forráðamenn Við viljum minna á að fimmtudaginn 24. október er skertur kennsludagur á skóladagatali. Nemendur eru í kennslu samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar eða til kl. 9:35 og fara heim að því loknu. Fyrir þá nemendur sem eru skráðir í frístundaheimilin þá hefst frístundastarfið þann dag kl. 9:35 og eru bæði frístundaheimilin í Njarðvíkurskóla sem og í Ösp opin til kl. 16:15. Föstudaginn 25., mánudaginn 28. og þriðjudaginn 29. október eru starfsdagar í Njarðvíkurskóla þar sem starfsmenn eru í námsferð erlendis. Engin kennsla er þessa starfsdaga auk þess sem bæði frístundaheimilin eru lokuð. Bestu kveðjur, Skólastjórn
Lesa meira

Ævar vísindamaður las upp úr nýrri bók

Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) kom í heimsókn í morgun og las upp úr nýju bókinn sinni, Þinn eigin tölvuleikur, fyrir 3.-7. bekk. Nemendur voru mjög áhugasamir, hlustuðu spenntir á upplesturinn og spurðu skemmtilegra spurninga.
Lesa meira

Nemendur frá Gimli mættu í íþróttatíma

Gott samstarf er á milli leikskólans Gimli og Njarðvíkurskóla. Samstarfið er byggt upp á áhuga og samstarfsvilja milli kennara beggja stofnana og jákvæðni foreldra. Markvissir fundir og heimsóknir byggja upp traust og vináttu á milli skólastiga, nemendum og kennurum til góðs. Tilgangurinn með samstarfinu er að auðvelda barni þá breytingu sem verður á lífi þess þegar það fer úr leikskóla í grunnskóla. Mikilvægt er að flutningur yfir í grunnskóla sé vel undirbúinn. Nám barna þarf að vera samfellt. Sú þekking og færni sem börnin öðlast í leikskóla verður sá grunnur sem grunnskólanám byggir á. Gagnkvæmar heimsóknir nemenda eru skiplagðar fyrir allt skólaárið. Í morgun mættu drengir í skólahóp í íþróttatíma í Njarðvíkurskóla með 1.MLM.
Lesa meira

Bleikur dagur í Njarðvíkurskóla

Föstudagurinn 11. október verður bleikur dagur í Njarðvíkurskóla sem og á mörgum öðrum vinnustöðum en októbermánuður er helgaður baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Til að sýna baráttunni stuðning eru starfsfólk og nemendur hvattir til að mæta í skólann í einhverju bleiku þennan dag.
Lesa meira

Varðandi öryggi nemenda og aðgengi að þeim innan skólans

Vegna tilmæla frá Heimli og skóla varðandi öryggi nemenda og aðgengi að þeim innan skólans þá höfum við í Njarðvíkurskóla ákveðið eftirfarandi: Framvegis ef foreldrar/forráðamenn þurfa að ná til nemenda eða koma gögnum til þeirra á skólatíma meðan á kennslu stendur þá eiga foreldrar alltaf að gefa sig fram við skrifstofu skólans sem hefur samband við kennara viðkomandi nemanda. Þetta á ekki við um upphaf og lok skóladags þegar verið er að fylgja nemendum í skólann eða sækja.
Lesa meira

Nemendur hlupu 2151 km.

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla þriðjudaginn 1. október. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur í Njarðvíkurskóla hlupu samtals 2151 km.
Lesa meira

Landinn frá RÚV heimsótti Njarðvíkurskóla

Í morgun heimsótti Edda Sif Pálsdóttir frá Landanum á RÚV íþróttatíma í Njarðvíkurskóla. Sólarhringsútsending Landans stendur nú yfir en Edda Sif Pálsdóttir er ein af fimm umsjónarmönnum sem eru á mikilli þeysireið um allt landið. Útsendingin er í tilefni af 300. þætti Landans á RÚV.
Lesa meira

Námskeið fyrir foreldra/forráðamenn

Skólaþjónusta Reykjanesbæjar býður uppá ýmis fræðslu- og meðferðarnámskeið sem miða að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu og aðstoða börnin við að takast á við tiltekinn vanda. Ólík námskeið eru í boði og eru þau sérsniðin að ólíkum aldri og þörfum barnanna. Námskeiðin byggja á vel rannsökuðum aðferðum og allir leiðbeinendur hafa viðurkennda og löggilda fagmenntun. Hægt er að sjá hvaða námkeið eru í boði á heimasíðu Reykjanesbæjar. Sérstök athygli er vakin á námskeiðinu "Uppeldi barna með ADHD
Lesa meira