Umhverfisdagur Njarðvíkurskóla var haldinn föstudaginn 17. janúar. Þetta er í fyrsta sinn sem Njarðvíkurskóli heldur umhverfisdag, en dagurinn var tileinkaður umhverfismálum. Í Njarðvíkurskóla er umhverfisteymi nemenda og í haust kom sú hugmynd frá nemendum í 6.-10. bekk að lyfta umhverfismálum hátt undir höfði.
Nemendur í 1.-6. bekk fengu fræðslu um flokkun úrgangs frá Kölku sorpeyðingarstöðvar. Nemendur fræddust um mikilvægi flokkunar, endurnýtingar og endurvinnslu. Önundur Jónasson, stjórnarformaður Kölku, svaraði spurningum frá nemendum og góðar umræður áttu sér stað. Afrakstur dagsins hjá nemendum í 1.-6. bekk voru myndbönd þar sem nemendur ákváðu hvað þeir geti gert til að bjarga jörðinni.
Í 7.-10. bekk byrjaði dagurinn á kaffihúsafundi þar sem nemendur ræddu stöðu umhverfismála bæði í nærsamfélaginu og almennt í heiminum. Þá flutti Berglind Ásgerisdóttir frá umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar erindi um það hvað Reykjanesbær er að gera og stefnir á að gera í umhverfismálum. Að lokum ræddu nemendur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvernig væri hægt að nýta þau markvisst í skólastarfi.
Dagurinn fór vel fram og voru nemendur virkir og duglegir í vinnu dagsins