Fréttir

Prófadagur 15. maí - skertur nemendadagur

Samkvæmt skóladagatali er prófadagur hjá öllum nemendum í Njarðvíkurskóla miðvikudaginn 15. maí. Þetta er skertur nemendadagur og mæta allir nemendur í próf kl. 8:15 og eru í skólanum til kl. 9:35. Frístundaskólinn bæði Njarðvíkurskóla sem og í Ösp er opinn til kl. 16:00 þennan dag, fyrir þá nemendur sem þar er skráðir.
Lesa meira

Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa

Hæfileikahátíð grunnskólanna var haldin í Stapa fimmtudaginn 9. maí og er það hluti af Barnahátíð Reykjanesbæjar. Á hátíðinni eru sýnd atriði frá grunnskólum Reykjanesbæjar auk danskóla bæjarins og tónlistarskóla. Atriðið sem Njarðvíkurskóli var með var opnunaratriði árshátíðar skólans sem var dansatriði nemenda í 4.-10. bekk. Atriðið sem var unnið með Elmu og Júlíu frá Danskompani tókst frábærlega og stóðu krakkarnir okkar sig mjög vel. Áhorfendur á hátíðinni eru alltaf nemendur í 5.-6. bekk og voru þau til fyrirmyndar.
Lesa meira

Vinna hafin við viðbyggingu við sérdeildina Ösp

Fyrir skömmu var hafist handa við nýja viðbyggingu við sérdeildina Ösp við Njarðvíkurskóla. Viðbyggingin er um 282m2 sem mun breyta miklu í starfsemi deildarinnar. Einnig verða gerðar endurbætur að innan á núverandi byggingu sem er 336 m² að stærð. Stefnt er á að viðbyggingin klár eigi síðar en 1. október 2019. Sérdeildin Ösp var stofnuð árið 2002 þegar skólaúrræði vantaði fyrir nemendur sem gátu ekki nýtt sér almenna bekkjarkennslu. Deildin er hugsuð fyrir nemendur í 1.-10. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar sem þurfa á slíku skólaúrræði að halda. Allir nemendur Asparinnar tilheyra sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla og vinna starfsmenn að því að hafa velferð nemenda í fyrirrúmi í skipulagningu á náminu þeirra. Í Öspinni er unnið eftir einstaklingsáætlunum og er meðal annars lögð áhersla á tjáningu, lestur, stærðfræði, skynnám, félagsfærni og athafnir daglegs lífs. Nemendur Asparinnar sækja sérgreinatíma og aðra kennslustundir með sínum umsjónarbekk í Njarðvíkurskóla eins og kostur er á. Þegar skóla lýkur er boðið upp á frístundarúræði fyrir nemendur Asparinnar. Deildarstjóri er Kristín Blöndal og auk hennar starfa við deildina grunnskólakennarar, þroskaþjálfar, félagsliðar og stuðningsfulltrúa.
Lesa meira

Árlegur hátíðarkvöldverður í Njarðvíkurskóla

Árlegur hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk með kennurum og starfsfólki var haldinn 29. apríl. Hátíðarkvöldverðurinn er orðinn fastur liður hjá útskriftarárgangi en hann var fyrst haldinn 1984. Foreldrar höfðu veg og vanda af þessari frábæru kvöldstund sem er ávallt eftirminnileg. Salurinn var glæsilega skreyttur og boðið var upp á þriggja rétta máltíð. Matreiðslumeistarinn Rafn Heiðar Ingólfsson, foreldri í hópnun, hafði veg og vanda við að matreiða frábæra máltíð. Það var sveppasúpu í forrétt, kjúklingabringu og lambalæri ásamt öllu tilheyrandi í aðalrétt og síðan var súkkulaðiterta og ís í eftirrétt. Vala Rún Vilhjálmsdóttir og Bergþóra Halla Kristjánsdóttir, úr röðum foreldra, voru veislustjórar og stýrðu dagskrá atriða frá nemendum og kennurum. Eftir matinn og dagskrá fóru nemendur á sameiginlega árshátíð grunnskólanna í Stapa.
Lesa meira

Próftafla fyrir 1.-10. bekk vorið 2019

Undanfarin ár höfum við sett upp próftöflu fyrir nemendur í 1.-10. bekk til upplýsingar fyrir nemendur og foreldra. Próftaflan er birt hér en með fyrirvara um breytingar. Viljum þó vekja athygli á því að ekki öll matsverkefni eða kannanir eru á próftöflunni en aðeins þau sem við teljum nemendur þurfa að vera undirbúin undir.
Lesa meira

Mánudagurinn 6. maí er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla

Mánudagurinn 6. maí er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá frá 8:15-10:35 og lýkur þá skóladegi nemenda. Opið er í frístundaskólanum fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar frá klukkan 10:35. Við vekjum einnig athygli á þvi að það er frí í skólanum miðvikudaginn 1. maí þar sem það er verkalýðsdagurinn og lögboðinn frídagur. Bestu kveðjur, Skólastjórn
Lesa meira

Líf og fjör á íþróttadegi Njarðvíkurskóla

Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla í dag föstudaginn 26. apríl en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Í lokin fór fram keppni nemenda í 10. bekk við starfsfólk skólans þar sem drengirnir kepptu við karlkyns starfsmenn í knattspyrnu og stúlkurnar kepptu við kvenkyns starfsmenn í körfubolta. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 10. ÞBI sem unnu bikarinn góða.
Lesa meira

Frábær árshátíð Njarðvíkurskóla

Árshátíð Njarðvíkurskóla var í dag, fimmtudaginn 11. apríl. Mikið var um flott atriði sem Filoreta Osmani og Börkur Kristinsson, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Hátíðin var opnuð með frábæru opnunaratriði, undir stjórn Elmu Rún Kristinsdóttur, sem um 50 nemendur í mörgum árgöngum tóku þátt í og gaf það atriði tóninn fyrir þá skemmtun sem í boði var í dag. Alls voru tíu atriði sýnd í dag sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum og foreldrum. Eftir árshátíðina fóru gestir og starfsmenn yfir í skóla þar sem boðið var uppá kaffihlaðborð, gos, djús og kaffi sem foreldrar höfðu komið með. Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og kennarar þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð. Nemendur sem unnu að hátíðinni voru: Ása Bríet Bergsdóttir, Börkur Kristinsson, Elías Bjarki Pálsson, Elmar Sveinn Einarsson, Elva Lára Sverrisdóttir, Filoreta Osmani, Fróði Kjartan Rúnarsson, Guðrún Lilja Kristjánsdóttir, Gunnar Björn Björnsson, Helena Rafnsdóttir, Jan Baginski, Katý Björt Boumihdi, Krista Gló Magnúsdóttir, Óðinn Snær Ögmundsson, Sóley Sara Rafnsdóttir, Vilborg Jónsdóttir og Þórir Ólafsson.
Lesa meira

Árshátíð Njarðvíkurskóla 2019 - Stór dagur á morgun

Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin á morgun fimmtudaginn 11. apríl kl. 12.00. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag en nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 11:30. Foreldrar/forráðamenn mæta út í íþróttahús og koma sér fyrir í salnum. Fjölmargir nemendur hafa þó hlutverkum að gegna fyrr um morguninn s.s. að vinna að uppsetningu eða æfa sýningaratriði. Þeir mæta því um morguninn samkvæmt fyrirmælum umsjónarkennara. Skemmtidagskrá hefst stundvíslega kl. 12:00 í íþróttahúsi við Njarðvíkurskóla með stórglæsilega opnunaratiði og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang en gestir þeirra fá sæti í stúku. Foreldrar/forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá í íþróttahúsi eru börn í umsjá foreldra/forráðamanna sinna. Afar og ömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru að sjálfsögðu líka velkomin. Það hefur skapast sú hefð að hafa kaffiveitingar í skólanum fyrir árshátíðargesti að skemmtiatriðum loknum. Í þeim efnum treystum við á foreldra/forráðamenn nú sem endranær að útvega veitingar. Það er sérstaklega lofsvert hve vel foreldrar/forráðamenn hafið tekið þessu erindi til þessa og hafa veitingarnar verið stórglæsilegar. Sjáumst á morgun!
Lesa meira

Góður dagur með Háskólalestinni

Frábærum degi lokið hjá nemendum í 9. og 10. bekk í Njarðvíkurskóla eftir heimsókn frá Háskólalest Háskóla Íslands. Eftir skólasetningu hjá Háskólalestinni í morgun voru margar fjölbreyttar og spennandi vísindasmiðjur í boði fyrir okkar nemendur. Smiðjunar voru í efnafræði, hljóðfræði, fornleifafræði, stjörnufræði, tómstunda- og félagsmálafræði og vísindaheimspeki. Njarðvíkurskóli þakkar Háskólalestinni fyrir komuna og fróðleikinn í dag.
Lesa meira