02.01.2020
Kennsla í Njarðvíkurskóla hefst aftur eftir jólafrí föstudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
23.12.2019
Starfsfólk Njarðvíkurskóla sendir nemendum, forráðamönnum og velunnurum skólans bestu jóla- og nýárskveðjur, með þökk fyrir samfylgdina á árinu 2019.
Kennsla í Njarðvíkurskóla hefst aftur eftir jólaleyfi samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar 2020.
Lesa meira
20.12.2019
Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin þar sem lesnar voru jólasögur og nemendur skiptust á pökkum.
Á sal lék Karen Ósk Lúthersdóttur á klarinett lagið Á jólunum er gleði og gaman og Ástríður Auðbjörg Halldórsdóttir, einnig á klarinett lagið Jólasveinninn kemur í kvöld. Geirþrúður Bogadóttir spilaði á píanó með þeim báðum.
Herdís Björk Björnsdóttir Debes og Lilja Rún Gunnarsdóttir lásu jólaljóðið Kátt er á jólunum. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik þar sem vel æfðir nemendur fóru á kostum. Sigurður Magnússon og Kári Snær Halldórsson voru kynnar á hátíðinni.
Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar tveir skemmtilegir jólasveinar kíktu í heimsókn.
Lesa meira
20.12.2019
Nemendur í 1.-8. bekk í Njarðvíkuskóla söfnuðu 211.677 kr. sem þeir vita að eiga eftir að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum í Tulu Moye í Eþíópíu.
Verkefnið Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna 2019 er frábært verkefni og gaman að vera þátttakandi í því.
Gleðileg jól!
Lesa meira
18.12.2019
Á þemadögum fór 2.-4. bekkur í Njarðvíkurskóla á bókasafn Reykjanesbæjar og vill starfsfólk Njarðvíkurskóla senda bestu þakkir fyrir frábærar móttökur. Alltaf gaman að fara á bókasafnið og allir velkomnir. Einnig voru einhverjir hópar sem fóru á Ráðhúskaffi og var skemmtileg kaffihúsastemming þar.
2. bekkur heimsótti líka Duus hús og þar fengum þau fræðslu um jólin í gamla daga.
Lesa meira
17.12.2019
Hátíðarmatur og jólahátíð í Njarðvíkurskóla
Hátíðarmatur verður fimmtudaginn 19. desember þar sem allir nemendur borða saman á sal skólans sem settur hefur verið í hátíðarbúning og starfsfólk þjónar nemendum til borðs. Í matinn er kalkúnabringa, steiktar kartöflur, brún sósa með tilheyrandi meðlæti. Í eftirrétt er ísblóm.
Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaskólinn í Ösp.
Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi:
Nemendur í 2., 4., 5., 7. og 9. bekk bekk mæta kl. 8:30 og eru til 10:20.
Nemendur í 1., 3., 6., 8. og 10. bekk mæta kl. 9:40 og eru til 11:00.
Nemendur eru bæði á stofujólum með umsjónakennara sem og á sal þar sem nemendur í 5. bekk sýna helgileik, lesið er jólaljóð og tónlistaratriði. Eftir það dansa allir í kringum jólatréð og það er aldrei að vita nema jólasveinarnir kíki í heimsókn. Upplýsingar koma frá hverjum umsjónakennara varðandi hvað nemendur eiga koma með á stofujólin.
Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst samkvæmt stundatöflu eftir jólafrí föstudaginn 3. janúar 2020.
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
Hátíðarkveðjur,
stjórnendur Njarðvíkurskóla.
Lesa meira
16.12.2019
Þemadagar í Njarðvíkurskóla
Dagana 17., 18. og 19. desember eru jólaþemadagar í Njarðvíkurskóla með yfirskriftina " Samkennd, kærleikur og virðing". Þemadagar eru uppbrotsdagar þar sem hefðbundin stundaskrá er látin víkja og nemendur vinna verkefni í tengslum við þemað. Á þemadögunum hefst skóladagur hjá öllum nemendum kl. 8:15 í heimastofu. Sérgreinar og val fellur niður þessa daga, þar með talið íþróttir og sund.
Tímasetningar eftir árgöngum:
Þriðjudagur 17. desember
1.-4. bekkur – kl. 8:15-13:20
5.-10. bekkur – kl. 8:15-14:00
Miðvikudagur 18. desember
1.-4. bekkur – kl. 8:15-13:20
5.-10. bekkur – kl. 8:15-14:00
Fimmtudagur 19. desember
1.-10. bekkur – kl. 8:15-13:20
Lesa meira
12.12.2019
Í dag var aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem sr. Brynja Vigdís Þorteinsdóttir, Stefán H. Kristinsson organisti og Pétur Rúðrik Guðmundsson meðhjálpari tóku á móti nemendum og starfsmönnum.
Þar áttu nemendur og starfsmenn hátíðlega stund.
Lesa meira
11.12.2019
Sigga Dögg kynfræðingur heimsótti Njarðvíkurskóla í dag. Hún las fyrir 8.-10. bekk upp úr nýjustu bókinni sinni Daði sem er sjálfstætt framhald bókarinnar KynVeru sem kom út 2018.
Sagan um Daða fjallar um ungan dreng sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina o.fl. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mótsagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar.
Njarðvíkurskóli þakkar Siggu Dögg fyrir heimsóknina.
Lesa meira
09.12.2019
Röskun á skólastarfi vegna óveðurs
Þar sem veðurspá er frekar slæm næstu tvo daga þá biðjum við foreldra að skoða eftirfarandi verklagsreglur grunnskóla við óveðri.
Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf.
Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni.
Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.
Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Informacja dotycząca zakłóceń zajęć szkolnych z powodu niepogody.
W przypadku jeżeli, prognoza pogody przewiduje mocne wiatry i wichury na terenie Suðurnesja, Policja i służby cywilne
będą czuwały nad bezpieczeństwem obywateli. Służby te będą współpracowały ze szkołami oraz ostrzegały obywateli w razie potrzeby.
Ważne jest, aby rodzice dzieci uczęszczających do szkół, obserwowali prognozę pogody i podejmowali samodzielnie decyzje w jaki sposób dziecko ma się udać do szkoły, zgodne z warunkami pogodowymi.
W gestii samych rodziców należy ocena czy dziecko należy odprowadzić czy też przyprowadzić ze szkoły; pomimo braku odgórnych zaleceń od dyżurujących służb. W przypadku jeżeli, rodzice stwierdzą, że ze względów pogodowych, wysyłanie dziecka do szkoły jest niebezpieczne, należy ten fakt zgłosić telefonicznie do sekretariatu szkoły. Przypadek taki będzie traktowany jako zwykła nieobecność.
W każdych warunkach pogodowych, szkoła pracuje normalnie i jest otwartym i bezpiecznym schronieniem dla dzieci.
Lesa meira