Þemadagar í Njarðvíkurskóla
Dagana 17., 18. og 19. desember eru jólaþemadagar í Njarðvíkurskóla með yfirskriftina " Samkennd, kærleikur og virðing". Þemadagar eru uppbrotsdagar þar sem hefðbundin stundaskrá er látin víkja og nemendur vinna verkefni í tengslum við þemað. Á þemadögunum hefst skóladagur hjá öllum nemendum kl. 8:15 í heimastofu. Sérgreinar og val fellur niður þessa daga, þar með talið íþróttir og sund.
Tímasetningar eftir árgöngum:
Þriðjudagur 17. desember
1.-4. bekkur – kl. 8:15-13:20
5.-10. bekkur – kl. 8:15-14:00
Miðvikudagur 18. desember
1.-4. bekkur – kl. 8:15-13:20
5.-10. bekkur – kl. 8:15-14:00
Fimmtudagur 19. desember
1.-10. bekkur – kl. 8:15-13:20