Fréttir

Setning Barnahátíðar

Nemendur okkar í 4. bekk tóku þátt í setningu Barnahátíðar í dag sem fór fram í Duus húsum. Kjartan Már bæjarstjóri opnaði hátíðina og Aron Hannes tók nokkur lög. Eftir það skoðuðu nemendur listasýningu leik- og grunnskólanna en sýningin er opin öllum næstu vikur. Nemendur voru til fyrirmyndar í ferðinni.
Lesa meira

Mikið fjör á íþróttadegi í Njarðvíkurskóla

Mikið fjör var í Njarðvíkurskóla á íþróttadegi skólans sem haldinn var 20. apríl. Á deginum skemmtu nemendur og starfsmenn sér konunglega í ýmsum þrautum.
Lesa meira

Stærðfræðikeppni grunnskólanema

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 12. mars. 148 þátttakendur voru úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Í 8. bekk voru 83 þátttakendur. Róbert Sean Birmingham nemandi í 8.TG endaði í 7.-10. sæti. Í 10. bekk voru 32 þátttakendur. Helgi Snær Elíasson nemandi í 10.HH endaði í 4.-5 sæti og Valbjörg Pálsdóttir nemandi í 10.HH í 6.-11. sæti.
Lesa meira

Ný heimasíða hjá Njarðvíkurskóla

Njarðvíkurskóli hefur virkjað nýja heimasíðu fyrir skólann, sem unnin er í vefumsjónarkerfinu Moya frá Stefnu ehf.
Lesa meira

Skóladagatal 2018-2019

Skóladagatal fyrir næsta skólaár, 2018-2019 er tilbúið og samþykkt bæði af starfsmönnum, skólaráði Njarðvíkurskóla og Fræðsluráði Reykjanesbæjar.
Lesa meira

Páskafrí

Páskafrí hefst frá og með mánudeginum 26. mars nk. Fyrsti skóladagur eftir páskafrí er þriðjudagurinn 3. apríl og hefst þá kennsla skv. stundaskrá. Við vonum að allir hafi það gott í fríinu og mæti að því loknu fullir orku til að takast á við síðasta hluta skólaársins.
Lesa meira

Frábær árshátíð Njarðvíkurskóla

Árshátíð Njarðvíkurskóla var í dag, fimmtudaginn 22. mars. Mikið var um flott atriði sem Elva Rún Davíðsdóttir og Mikael Máni Möller, kynntu til leiks. Nemendur sýndu dansa, leikþætti og söng. Hátíðin var opnuð með flottu opnunaratriði, undir stjórn Margrétar Richardsdóttur, sem nemendur í 4.-10. bekk tóku þátt í og gaf það atriði tóninn fyrir þá skemmtun sem í boði var í dag. Alls voru tólf atriði sýnd í dag sem öll vöktu mikla lukku hjá troðfullu íþróttahúsinu af nemendum og foreldrum.
Lesa meira