Fréttir

Skemmtileg jólahátíð í dag

Jólahátíð Njarðvíkurskóla var haldin hátíðleg á sal og í stofum í dag. Í stofum voru nemendur hjá umsjónarkennurum og héldu litlu jólin þar sem lesnar voru jólasögur og nemendur skiptust á pökkum. Á sal léku Eygló Ósk Pálsdóttir og María Lovísa Davíðsdóttir dúett á klarinett ensk/franska lagið Englakór frá himnahöll og Embla Sól Sverrisdóttir og Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir léku á píanó og fiðlu lagið Við óskum þér góðra jóla. Rannveig Guðmundsdóttir og Alexander Logi Chernyshov Jónsson lásu ljóðið Kátt er á jólunum. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik þar sem vel æfðir nemendur fóru á kostum. Börkur Kristinsson og Filoreta Osmani voru kynnar á hátíðinni. Eins og venjan er þá var dansað í kringum jólatréið þar Stúfur og Skyrgámur kíktu í heimsókn.
Lesa meira

Jólahátíð 20. desember

Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður fimmtudaginn 20. desember. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim. Frístundaskólinn er lokaður þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaskólinn í Ösp. Skipulag jólahátíðar er eftirfarandi: - Nemendur í 1., 2., 5., 7. og 9. bekk mæta kl. 8:30 og eru til 10:20. - Nemendur í 3., 4., 6., 8. og 10. bekk mæta kl. 9:40 og eru til 11:00. Nemendur eru bæði á stofujólum þar sem það er lesin upp jólasaga, skipts á pökkum og nemendur koma með smákökur og gos/safa til að gæða sér á. Svo er farið á sal þar sem nemendur í 5. bekk sýna helgileik. Lesið er jólaljóð og svo er tónlistaratriði. Eftir það dansa allir í kringum jólatréð og það er aldrei að vita nema jólasveinarnir kíki í heimsókn. Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans. Skólastarf hefst aftur eftir jólafrí fimmtudaginn 3. janúar 2019. Starfsfólk Njarðvíkurskóla óska nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
Lesa meira

Jólahurðir í Njarðvíkurskóla

Á aðventunni hafa fjölmargar hurðir í Njarðvíkurskóla fengið nýtt útlit. Nemendur og starfsfólk skólans hafa lagt mikinn metnað í að skreyta hurðarnar með litríkum og fjölbreyttum hætti. Afraksturinn er frábær!
Lesa meira

Aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Í dag var aðventustund í Ytri-Njarðvíkurkirkju þar sem sr. Baldur Rafn Sigurðsson og Stefán H. Kristinsson organisti tóku á móti nemendum og starfsmönnum. Þar áttum við hátíðlega stund, sungum jólalög, hlýddum á jólasögu og jólahugvekju.
Lesa meira

Hátíðarmatur í Njarðvíkurskóla

Í dag var hinn árlegi hátíðarmatur í hádeginu í skólanum. Starfsmenn skólans báru á borð fyrir alla nemendur og salurinn er skeyttur. Þetta er alltaf hátíðleg stund og tengist föndurdeginum þar sem nemendur voru allan daginn hjá umsjónarkennara í heimastofu að skreyta stofuna, útbúa jólakort og annað jólaföndur. Í hátíðarmat var hangikjöt með uppstúfi og öðru tilheyrandi.
Lesa meira

Snjókallakaka sigurkakan

Kökukeppni Nemendaráð Njarðvíkurskóla var haldin í byrjun desember eins og undanfarin misseri og vakti mikla lukka að vanda enda einn vinsælasti viðburður skólans á hverju ári. Gleðin umliggur sal skólans þegar nemendur á unglingastigi flykkjast að kökunum og dást að þeim með stjörnur í augunum og einhverjir heppnir fá jafnvel að smakka. Sigurvegararnir þetta árið voru þær Margrét Rósa Sigfúsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Thelma Lind Einarsdóttir úr 8. bekk með stílhreinu og bragðgóðu snjókallakökuna sína en fast á hæla þeirra fylgdu þær Sóley Sara Rafnsdóttir og Svanhildur Reykdal úr 10. bekk með fallega blómaköku.
Lesa meira

Sóley Sara hannaði nýtt umhverfismerki Njarðvíkurskóla

Gleðifréttir fyrir Njarðvíkurskóla! Umhverfisteymi skólans hefur kosið um nýtt umhverfismerki. Sigurvegarinn er Sóley Sara Rafnsdóttir í 10. HH. Njarðvíkurskóli óskar henni innilega til hamingju!
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 16. nóvember með gleðistund á sal. Að venju var hátíðin fjölbreytt og afar skemmtileg. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, lásu smásögur, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu fyrir nemendur í 1.-6. bekk.
Lesa meira

Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla verður fimmtudaginn 29. nóvember kl. 17.30 – 19.30 á sal Njarðvíkurskóla. The parent council at Njarðvíkurskóli is having a christmas crafts day. The chrismas craft is on Thursday, November 29td, from 17.30 – 19.30. Rada Rodziców Njarðvíkurskóli organizuje warsztaty z okazji Świąt Bożego Narodzenia. Spotkanie świąteczne zostanie zorganizowane w czwartek, 29 listopada, w godzinach 17.30 – 19.30
Lesa meira

Læsi í krafti foreldra

Foreldradagur Heimilis og skóla 2018, í samstarfi við Menntamálastofnun, fer fram á Grand Hótel 2. nóvember 2018 kl. 13:00-16:00. Læsisuppeldi er umhyggja fyrir barninu en markmiðið málþingsins er að vekja foreldra til vitundar um mikilvægi læsisuppeldis. Aðgangur er ókeypis en mikilvægt er að skrá sig til þátttöku hér. Streymt verður frá viðburðinum á Facebook-síðum Heimilis og skóla og Menntamálastofnunar.
Lesa meira