Árlegur hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk með kennurum og starfsfólki var haldinn 29. apríl. Hátíðarkvöldverðurinn er orðinn fastur liður hjá útskriftarárgangi en hann var fyrst haldinn 1984. Foreldrar höfðu veg og vanda af þessari frábæru kvöldstund sem er ávallt eftirminnileg. Salurinn var glæsilega skreyttur og boðið var upp á þriggja rétta máltíð. Matreiðslumeistarinn Rafn Heiðar Ingólfsson, foreldri í hópnun, hafði veg og vanda við að matreiða frábæra máltíð. Það var sveppasúpu í forrétt, kjúklingabringu og lambalæri ásamt öllu tilheyrandi í aðalrétt og síðan var súkkulaðiterta og ís í eftirrétt. Vala Rún Vilhjálmsdóttir og Bergþóra Halla Kristjánsdóttir, úr röðum foreldra, voru veislustjórar og stýrðu dagskrá atriða frá nemendum og kennurum. Eftir matinn og dagskrá fóru nemendur á sameiginlega árshátíð grunnskólanna í Stapa.