Mánudaginn 8. apríl fáum við Háskólalest Háskóla Íslands til okkar og verða þau með námskeið fyrir nemendur í 9. og 10. bekk allan þann dag. Hefðbundið skólastarf fellur niður og dagurinn er allur skipulagður fyrir smiðjur sem Háskólalestin býður uppá. Nemendur hafa fengið kynningu á smiðjunum þar sem nemendur völdu sér þær smiðjur sem þau hafa áhuga á að sækja.
Dagskrá hefst á skólasetningu á sal kl. 8:45 og kl. 9:00 hefst fyrsta smiðja. Smiðjum lýkur svo kl. 13:50 með því að allir nemendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Spennandi dagur framundan fyrir okkar nemendur.