04.12.2019
Gunnar Helgason kom í Njarðvíkurskóla á þriðjudaginn og las upp úr nýjustu bókinni sinni Draumaþjófinum fyrir nemendur í 3.-8. bekk.
Gunnar hefur á undanförnum árum sent frá sér fjölda gríðarvinsælla barnabóka. Fyrir Mömmu klikk! hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna hafa sex sinnum fallið honum í skaut. Hér skapar hann spánnýjan og spennandi söguheim sem auðvelt er að týna sér í.
Mikil ánægja var með heimsókn Gunnars. Njarðvíkurskóli þakkar honum fyrir heimsóknina.
Lesa meira
04.12.2019
Sala á happdrættismiðum í árlegu jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafin. Sölumenn happdrættismiða eru m.a. í Krossmóa og selja miða og þar er aðalavinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Við upphaf sölunnar veitir Lionsklúbburinn styrki til félagsmála.
Sérdeildin Ösp í Njarðvíkurskóla fékk 500.000 kr. styrk frá Lionsklúbbnum. Styrkinn á að nota við kaup á munum í skynörvunarherbergi og hreyfisal deildarinnar.
Njarðvíkurskóli þakkar Lionsmönnum í Njarðvík kærlega fyrir hlýhug og gjafmildi í garð skólans og eiga nemendur í Ösp sem og nemendur Njarðvíkurskóla eftir að njóta góðs af.
Lesa meira
04.12.2019
Í síðustu viku heimsótti Þorgrímur Þráinsson nemendur í 10. bekk í Njarðvíkurskóla með fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu”.
Fyrirlesturinn var hvatning til nemenda að láta drauma rætast með því að bera ábyrgð á eigin lífi, setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og skipuleggja sig í samræmi við það.
Þorgímur nær ávallt vel til nemenda í skólanum og þökkum við honum kærlega fyrir heimsóknina.
Lesa meira
28.11.2019
Frábær mæting var á árlegt jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla sem var haldið á sal skólans í gær.
Bæði nemendur og foreldrar mættu til að föndra myndir á kerti, skreyta piparkökur, útbúa jólakort og perla jólaskraut.
Lesa meira
28.11.2019
Í tilefni af árlegu eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heimsótti slökkviliðið 3. bekk í vikunni. Sýnd var ný teiknimynd sem fjallar um baráttu slökkviálfanna Loga og Glóðar við Brennu-Varg. Myndin byggir á fræðsluefni sem notað hefur verið í eldvarnarátakinu undanfarin ár. Einnig fengu börnin afhenda handbók um eldvarnir heimilisins og fleira fræðsluefni. Farið er yfir helstu atriði eldvarna á heimilinu með börnunum, svo sem um nauðsyn þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi á heimilinu. Reynslan sýnir að þessir fræðslufundir með börnunum eru mjög áhrifarík leið til að fá þau og foreldra þeirra til að efla eldvarnir heima fyrir.
Að lokinni fræðslu í skólastofunni fóru nemendur út þar sem þau fengu að prufa að halda á brunaslöngu.
Lesa meira
27.11.2019
Bjarni Fritzson kom í gær í Njarðvíkurskóla og las upp úr nýjustu bókinni sinni Orri óstöðvandi fyrir 2.-7. bekk. Þetta er fyrsta bókin um þau Orra og Möggu en uppátækjum þeirra virðast engin takmörk sett og útkoman er bráðskemmtileg. Orri óstöðvandi er ofurhetjuútgáfan af Orra sem hann breytir sér í þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti á að halda.
Hugmyndin að baki bókinni var að gera fyndna og spennandi bók sem væri í senn sjálfstyrkjandi fyrir lesandann. Bókin er með u.þ.b. 100 sérlega skemmtilegum myndum og ætti að höfða jafnt til stelpna og stráka frá aldrinum 9-13 ára.
Lesa meira
18.11.2019
Fimmtudaginn 21. nóvember er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag.
Thursday the 21st of November is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day.
Czwartek, 21 listopada jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety.
Bestu kveðjur,
Skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira
18.11.2019
Jólaföndrið er miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17.30 – 19.30 á sal skólans.
The parent council at Njarðvíkurskóli is having a christmas crafts day.
Spotkanie świąteczne zostanie zorganizowane w sroda, 27 listopada, w godzinach 17.30 – 19.30
Lesa meira
15.11.2019
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Þar sem dagurinn í ár hittir á laugardag þá var haldið upp á daginn í Njarðvíkurskóla 15. nóvember með gleiðstund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu ljóðið Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þetta er fjórtánda árið í röð sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á Degi íslenskrar tungu.
Lesa meira
08.11.2019
8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins var vináttudagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur og starfsmenn unnu að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem megináhersla var á umburðarlyndi, samkennd og fjölbreytileika og mikilvægi hans í öllu samfélaginu.
Lesa meira