Fréttir

Gunnar Helgason las upp úr nýjustu bókinni sinni

Gunnar Helgason kom í Njarðvíkurskóla á þriðjudaginn og las upp úr nýjustu bókinni sinni Draumaþjófinum fyrir nemendur í 3.-8. bekk. Gunnar hefur á undanförnum árum sent frá sér fjölda gríðarvinsælla barnabóka. Fyrir Mömmu klikk! hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókaverðlaun barnanna hafa sex sinnum fallið honum í skaut. Hér skapar hann spánnýjan og spennandi söguheim sem auðvelt er að týna sér í. Mikil ánægja var með heimsókn Gunnars. Njarðvíkurskóli þakkar honum fyrir heimsóknina.
Lesa meira

Veglegur styrkur frá Lionsklúbbi Njarðvíkur

Sala á happdrættismiðum í árlegu jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafin. Sölumenn happdrættismiða eru m.a. í Krossmóa og selja miða og þar er aðalavinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Við upphaf sölunnar veitir Lionsklúbburinn styrki til félagsmála. Sérdeildin Ösp í Njarðvíkurskóla fékk 500.000 kr. styrk frá Lionsklúbbnum. Styrkinn á að nota við kaup á munum í skynörvunarherbergi og hreyfisal deildarinnar. Njarðvíkurskóli þakkar Lionsmönnum í Njarðvík kærlega fyrir hlýhug og gjafmildi í garð skólans og eiga nemendur í Ösp sem og nemendur Njarðvíkurskóla eftir að njóta góðs af.
Lesa meira

Þorgrímur Þráinsson heimsótti Njarðvíkurskóla

Í síðustu viku heimsótti Þorgrímur Þráinsson nemendur í 10. bekk í Njarðvíkurskóla með fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu”. Fyrirlesturinn var hvatning til nemenda að láta drauma rætast með því að bera ábyrgð á eigin lífi, setja sér markmið, hafa trú á sjálfum sér til að ná markmiðunum og skipuleggja sig í samræmi við það. Þorgímur nær ávallt vel til nemenda í skólanum og þökkum við honum kærlega fyrir heimsóknina.
Lesa meira

Frábær mæting á jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Frábær mæting var á árlegt jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla sem var haldið á sal skólans í gær. Bæði nemendur og foreldrar mættu til að föndra myndir á kerti, skreyta piparkökur, útbúa jólakort og perla jólaskraut.
Lesa meira

Slökkviliðið heimsótti 3. bekk

Í tilefni af árlegu eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heimsótti slökkviliðið 3. bekk í vikunni. Sýnd var ný teiknimynd sem fjallar um baráttu slökkviálfanna Loga og Glóðar við Brennu-Varg. Myndin byggir á fræðsluefni sem notað hefur verið í eldvarnarátakinu undanfarin ár. Einnig fengu börnin afhenda handbók um eldvarnir heimilisins og fleira fræðsluefni. Farið er yfir helstu atriði eldvarna á heimilinu með börnunum, svo sem um nauðsyn þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi á heimilinu. Reynslan sýnir að þessir fræðslufundir með börnunum eru mjög áhrifarík leið til að fá þau og foreldra þeirra til að efla eldvarnir heima fyrir. Að lokinni fræðslu í skólastofunni fóru nemendur út þar sem þau fengu að prufa að halda á brunaslöngu.
Lesa meira

Bjarni Fritzson las úr bókinni Orri óstöðvandi

Bjarni Fritzson kom í gær í Njarðvíkurskóla og las upp úr nýjustu bókinni sinni Orri óstöðvandi fyrir 2.-7. bekk. Þetta er fyrsta bókin um þau Orra og Möggu en uppátækjum þeirra virðast engin takmörk sett og útkoman er bráðskemmtileg. Orri óstöðvandi er ofurhetjuútgáfan af Orra sem hann breytir sér í þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti á að halda. Hugmyndin að baki bókinni var að gera fyndna og spennandi bók sem væri í senn sjálfstyrkjandi fyrir lesandann. Bókin er með u.þ.b. 100 sérlega skemmtilegum myndum og ætti að höfða jafnt til stelpna og stráka frá aldrinum 9-13 ára.
Lesa meira

Starfsdagur 21. nóvember

Fimmtudaginn 21. nóvember er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Thursday the 21st of November is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Czwartek, 21 listopada jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety. Bestu kveðjur, Skólastjórn Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Jólaföndur foreldrafélags Njarðvíkurskóla

Jólaföndrið er miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17.30 – 19.30 á sal skólans. The parent council at Njarðvíkurskóli is having a christmas crafts day. Spotkanie świąteczne zostanie zorganizowane w sroda, 27 listopada, w godzinach 17.30 – 19.30
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Þar sem dagurinn í ár hittir á laugardag þá var haldið upp á daginn í Njarðvíkurskóla 15. nóvember með gleiðstund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu ljóðið Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þetta er fjórtánda árið í röð sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á Degi íslenskrar tungu.
Lesa meira

Fjölmörg skemmtileg verkefni á vináttudegi í Njarðvíkurskóla

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins var vináttudagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur og starfsmenn unnu að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem megináhersla var á umburðarlyndi, samkennd og fjölbreytileika og mikilvægi hans í öllu samfélaginu.
Lesa meira