Dagur íslenskrar tungu 2019.
Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Þar sem dagurinn í ár hittir á laugardag þá var haldið upp á daginn í Njarðvíkurskóla 15. nóvember með gleiðstund á sal. Nemendur sungu, lásu upp ljóð, spiluðu á hljóðfæri, sýndu frumsamið leikrit, sýndu stuttmyndir og margt fleira. Þá voru góðir gestir sem stigu á stokk en elstu nemendur á leikskólanum Gimli sungu ljóðið Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þetta er fjórtánda árið í röð sem nemendur á Gimli heimsækja okkur á Degi íslenskrar tungu.
Hátíðin var tvískipt, fyrst 1.-6. bekkur og síðan 7.-10. bekkur.
Dagskrá yngra stigs þar sem kynnar voru Jökull og Kristín Björk.
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn.
- Nemendur í 1. bekk sungu lagið, Ég er vinur þinn.
- Nemendur af leikskólanum Gimli sungu ljóðið Konan sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
- Almar Elí nemandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði lagið Suðurnesjamenn á gítar.
- 1. GS fékk viðurkenningu fyrir mjólkurbekk skólans.
- Nemendur í 4. bekk fluttu, Minni kvenna – Minni karla.
- Bríet Björk í 8. HG las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Sólrún Brynja í 8. HG flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.
- Nemendur í 6. bekk sýndu leikið myndband í tengslum við leikritið Töfraþráðurinn.
- Nemendur í 2. bekk sungu lögin, Hafið bláa hafið og Kling, klang klukkan slær.
- Allir sungu Skólasöng Njarðvíkurskóla Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.
Dagskrá eldra stigs þar sem kynnar voru Sigurður og Kári Snær:
- Allir sungu Íslenskuljóðið eftir Þórarinn Eldjárn.
- Bríet Björk í 8. HG las æviágrip Jónasar Hallgrímssonar og Sólrún Brynja í 8. HG flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson.
- Emilía Sara Ingvadóttir nemandi í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilaði á píanó, Mountain Climbing eftir Spindler.
- Nemendur í 9. bekk fluttu frumsaminn leikþátt.
- Allir sungu Skólasöng Njarðvíkurskóla Gylfa Guðmundsson, fyrrum skólastjóra Njarðvíkurskóla.
- Nemendur í 10. bekk sýndu stuttmyndir úr Gíslasögu.
- Dagskráin endaði á spurningarkeppni á milli kennara og nemenda undir stjórn nemendaráðs, þar sem nemendur fóru með sigur.