Bjarni Fritzson las úr bókinni Orri óstöðvandi

Bjarni Fritzson
Bjarni Fritzson

Bjarni Fritzson kom í gær í Njarðvíkurskóla og las upp úr nýjustu bókinni sinni Orri óstöðvandi fyrir 2.-7. bekk. Þetta er fyrsta bókin um þau Orra og Möggu en uppátækjum þeirra virðast engin takmörk sett og útkoman er bráðskemmtileg. Orri óstöðvandi er ofurhetjuútgáfan af Orra sem hann breytir sér í þegar hann þarf á hugrekki og sjálfstrausti á að halda.
Hugmyndin að baki bókinni var að gera fyndna og spennandi bók sem væri í senn sjálfstyrkjandi fyrir lesandann. Bókin er með u.þ.b. 100 sérlega skemmtilegum myndum og ætti að höfða jafnt til stelpna og stráka frá aldrinum 9-13 ára.