Mánudagurinn 6. maí er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla

Mánudagurinn 6. maí er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá frá 8:15-10:35 og lýkur þá skóladegi nemenda. Opið er í frístundaskólanum fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar frá klukkan 10:35.

Við vekjum einnig athygli á þvi að það er frí í skólanum miðvikudaginn 1. maí þar sem það er verkalýðsdagurinn og lögboðinn frídagur.

Bestu kveðjur,
Skólastjórn