Mynd frá árshátíðinni 2018.
Árshátíð Njarðvíkurskóla verður haldin á morgun fimmtudaginn 11. apríl kl. 12.00. Hefðbundin kennsla fellur niður þennan dag en nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 11:30. Foreldrar/forráðamenn mæta út í íþróttahús og koma sér fyrir í salnum. Fjölmargir nemendur hafa þó hlutverkum að gegna fyrr um morguninn s.s. að vinna að uppsetningu eða æfa sýningaratriði. Þeir mæta því um morguninn samkvæmt fyrirmælum umsjónarkennara.
Skemmtidagskrá hefst stundvíslega kl. 12:00 í íþróttahúsi við Njarðvíkurskóla með stórglæsilega opnunaratiði og verða þar frátekin sæti fyrir hvern árgang en gestir þeirra fá sæti í stúku.
Foreldrar/forráðamenn, eru hvattir til að mæta og taka þátt í hátíðarhöldunum með okkur. Eftir dagskrá í íþróttahúsi eru börn í umsjá foreldra/forráðamanna sinna. Afar og ömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir eru að sjálfsögðu líka velkomin.
Það hefur skapast sú hefð að hafa kaffiveitingar í skólanum fyrir árshátíðargesti að skemmtiatriðum loknum. Í þeim efnum treystum við á foreldra/forráðamenn nú sem endranær að útvega veitingar. Það er sérstaklega lofsvert hve vel foreldrar/forráðamenn hafið tekið þessu erindi til þessa og hafa veitingarnar verið stórglæsilegar.
Sjáumst á morgun!