Líf og fjör á íþróttadegi Njarðvíkurskóla

Íþróttabekkur Njarðvíkurskóla 2019 - 10.ÞBI
Íþróttabekkur Njarðvíkurskóla 2019 - 10.ÞBI

Það var líf og fjör í Njarðvíkurskóla í dag föstudaginn 26. apríl en þá fór fram árlegur íþróttadagur skólans. Íþróttadagurinn fer þannig fram að allir bekkir skólans keppa í ýmsum þrautum. Þrautirnar í ár voru bæði hefðbundnar og óhefðbundnar. Hver bekkur var með sinn lit og setti það skemmtilegan brag á daginn. Í lokin fór fram keppni nemenda í 10. bekk við starfsfólk skólans þar sem drengirnir kepptu við karlkyns starfsmenn í knattspyrnu og stúlkurnar kepptu við kvenkyns starfsmenn í körfubolta. Að lokum var íþróttabekkur Njarðvíkurskóla krýndur en það er sá bekkur sem fékk flest stig í keppnum dagsins. Í ár voru það nemendur í 10. ÞBI sem unnu bikarinn góða. 


Myndasafn frá deginum
Myndasafn frá leik nemenda og starfsmanna í körfubolta
Myndasafn frá leik nemenda og starfsmanna í fótbolta