Sigga Dögg las fyrir nemendur
Sigga Dögg kynfræðingur heimsótti Njarðvíkurskóla í dag. Hún las fyrir 8.-10. bekk upp úr nýjustu bókinni sinni Daði sem er sjálfstætt framhald bókarinnar KynVeru sem kom út 2018.
Sagan um Daða fjallar um ungan dreng sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina o.fl. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mótsagnakenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar.
Njarðvíkurskóli þakkar Siggu Dögg fyrir heimsóknina.