Mynd frá árinu 2019
Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Nemendur eru í skólanum frá 8:15-10:35 og eftir það lýkur skóla. Það er því ekki hádegismatur þennan dag. Frístundaheimilin í skóla og Ösp eru opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar og fá þeir hádegismat og síðdegishressingu.
Öskudagurinn er uppbrotsdagur þar sem nemendur eru á stöðvum í leik auk þess sem öllum nemendum gefst tækifæri ef þeir vilja fara í draugahús sem nemendur í 10. bekk setja upp. Nemendur mega koma í búningum þennan dag. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku en gert er ráð fyrir að allir séu með nesti.