Fréttir

Vegna COVID-19 kórónaveirunnar

Áhrif COVID-19 veirunnar halda áfram að hafa áhrif á okkar daglega líf og störf. Mikilvægt er að gæta vel að öllum sóttvörnum og fara í einu og öllu að ráðleggingum sóttvarnalæknis. Einnig er gott að nemendur sem eru kvíðnir ræði við kennara og námsráðgjafa, en mikilvægt er að halda ró sinni meðan þetta ástand varir. Almennt gildir að mæta ekki í skólann með kvef eða önnur einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar. Þá treystum við því að nemendur sem eiga að vera í sóttkví skv. tilmælum landlæknis haldi sig í sóttkví. Ef nemandi er að koma frá útlöndum og er í vafa um hvort rétt væri að fara í sóttkví hvetjum við til þess að hringt sé í símanúmerið 1700 og fengin ráðgjöf um það áður en mætt er í skólann. Það er mjög mikilvægt að við hjálpumst öll að við að hægja á útbreiðslu veirunnar. Við erum öll ábyrg og þetta er verkefni okkar allra. Það er mikilvægt að forráðamenn láti okkur vita í síma 420-3000 eða á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is ef nemandi smitist eða þarf að vera heima í sóttkví en skólinn mun leita allra leiða til að nemendur nái að halda dampi í náminu. Einnig óskum við eftir því að forráðamenn láti vita ef einhver er í sóttkví á heimili nemanda í Njarðvíkurskóla. Að öðru leyti eru veikindatilkynningar með sama hætti og venjulega. Við viljum ítreka við forráðamenn að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má finna hverju sinni hér https://www.landlaeknir.is/koronaveira/. Um síðustu helgi komu út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19 sem forráðamenn eru hvattir til að kynna sér en þær má finna á ofangreindri vefsíðu. Aðgerðir Njarðvíkurskóla miða að því að koma í veg fyrir að smit berist á milli einstaklinga og því er lögð mikil áhersla í skólanum á handþvott og hreinlæti. Greiður aðgangur er að spritti til sótthreinsunar í skólanum þar sem sprittbrúsar eru í öllum skólastöfum og rýmum. Meiri þungi en áður er á sótthreinsun snertiflata eins og hurðahúna, slökkvara og handriða. Samkvæmt beiðni frá Ríkislögreglustjóra þá hefur sjálfsskömmtun verið hætt hjá Skólamat. Mat, meðlæti, vatni og leirtaui er skammtað til nemenda. Vegna breytinga á sjálfsskömmtun verður matseðli breytt og hann einfaldaður að hluta.
Lesa meira

Skólahald í Njarðvíkurskóla verður með eðlilegum hætti í dag - Búið að undirrita kjarasamninga

Skólahald í Njarðvíkurskóla verður með eðlilegum hætti í dag mánudaginn 9. mars, þar sem aðildarfélög BSRB eru búin að undirrita kjarasamninga. Það verður því ekki röskun á skólastarfi og mun kennsla fara samkvæmt stundaskrá í dag. Today is a normal school day in Njarðvíkurskóli - No stike.
Lesa meira

Frá Njarðvíkurskóla vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB

Vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB mun stór hópur félagsmanna BSRB leggja niður störf mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars nk. Ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma mun röskun verða á skólastarfi þar sem stuðningsfulltrúar og starfsmenn skóla aðrir en kennarar, stjórnendur og félagsmenn BHM og VSFK leggja niður störf. Til að gæta fyllsta öryggis verður skólastarfi Njarðvíkurskóla háttað þannig þessa daga ef til verkfalls kemur að: 1.-4. bekkur mætir í skólann frá 8:15 - 9:35 5.-6. bekkur mætir í skólann frá 9:55 - 11:15 7. bekkur mætir í skólann frá 9:55-12:00 8.-10. bekkur mætir í skólann frá 8:15 - 12:00 Samræmt próf í íslensku í 9. bekk er á áætlun 10. mars. Fyrirlögnin á ekki að raskast en ef breytingar verða munum við láta vita. Hádegisverður verður ekki framreiddur þessa daga og frístundaheimilið verður lokað. Hefðbundin sund- og íþróttakennsla verður ekki þessa daga þar sem verkfall á við starfsmenn íþróttahúss. Því þurfa nemendur ekki að koma með íþrótta- eða sundföt. Íþrótta- og sundkennarar munu sinna kennslu með öðrum hætti en venjulega. Foreldrar eru vinsamlega beðnir um að virða tímasetningar og ná í börnin sín á tilsettum tíma ef þau ganga ekki sjálf heim. Vinsamlegast notið Mentor til að tilkynna veikindi/leyfi eða sendið tölvupóst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is þar sem ekki verður tekið á móti tilkynningum símleiðis. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með fréttum sunnudaginn 8. mars til að geta brugðist við á mánudagsmorgun ef til verkfalls kemur. Athugið að í skólum Reykjanesbæjar eru mismunandi aðstæður og skólar bregðast við á mismunandi hátt út frá stöðunni á hverjum stað. Með kveðju, Skólastjórn
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla vegna COVID-19, Kórónaveiru

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Njarðvíkurskóla Eins og ykkur öllum er eflaust kunnugt um hefur ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru (COVID-19). Undanfarinn mánuð höfum við lagt sérstaka áherslu á hreinlæti s.s. reglulegan handþvott og notkun handspritts í skólanum okkar með það fyrir augum að fyrirbyggja smithættu. Á veggi á öllum salernum skólans hafa verið festar leiðbeiningar um handþvott og í um tvær vikur hefur verið farið yfir helstu snertifleti (hurðarhúna og handrið) með sprittvökva reglulega og verður því haldið áfram. Mikilvægt er að heima sé rætt við börnin og þeim leiðbeint um handþvott, að hósta eða hnerra í olnbogabót en ekki lófa og annað sem fram kemur á meðfylgjandi skýringarmyndum. Eins og staðan er í dag þá væri æskilegt að nemendur komi með sín eigin skriffæri í skólann en við munum samt sem áður vera með skriffæri fyrir nemendur í kennslustofum. Við bendum jafnframt á mikilvægar upplýsingar frá Embætti landlæknis um hvernig forðast eigi smit kórónuveirunnar Covid-19 og hvað eigi að gera ef grunur vaknar um smit. Einnig er bent sérstaklega á lykilsímanúmerið 1700, sem allir eiga að hringja í ef áhyggjur af smiti eru til staðar. Vefir almannavarna og embættis landlæknis eru bestu upplýsingalindirnar um þessi mál. Stjórnsýslan og heilbrigðisyfirvöld vinna nú kappsamlega gegn útbreiðslu veirunnar og viljum við leggja áherslu á að farið sé að tilmælum sóttvarnalæknis og annarra sérfræðinga hvað snertir hreinlæti, sýkingarvarnir, sóttkví og samstöðu. Hér má finna upplýsingar sem ætlaðar eru fyrir börn og ungmenni: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item39277/Grunnupplysingar-um-koronaveiruna-fyrir-born-og-ungmenni?fbclid=IwAR0dQ7LnkDMF5cX7-citHdP2_-xmrlENAP_IrOXt782uQQBO1wK4_qNwgbY Hér er fréttatilkynning frá Embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar þar sem m.a. koma fram leiðbeiningar vegna ferðalaga, https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39279/frettatilkynning-vegna-koronaveirunnar-covid-19-28022020?fbclid=IwAR3X30IWGunhIuhhmtTIi1nmX4UIF7WZ4mLkx_AmoFkSFr9gBsqjay-ILfA As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus The Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is Parents and guardians are asked to monitor regularly which areas have been defined as risk areas. If children or their families have been staying in those areas, they will need to go into quarantine as instructed by the Directorate of Health. It would be wise that students bring there own pencils and other equipment to school for next weeks but we will still have school equipment in every classroom. Parents of children who have a weak immune system or underlying respiratory diseases are advised to consult with their medical specialist or family doctor. Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently traveled to areas defined as risk areas. Bestu kveðjur / best regards, Skólastjórn
Lesa meira

Vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla

Samkvæmt skóladagatali er vetrarleyfi í skólanum mánudaginn 2. mars og þriðjudaginn 3. mars. Engin kennsla er þessa daga og frístundaheimilin eru lokuð. Allir eru því í leyfi þessa tvo daga.
Lesa meira

Hildigunnur og Kristín fulltrúar Njarðvíkurskóla

Í vetur hafa nemendur í 7. bekk verið að æfa sig í framsögn og upplestri sem er liður í Stóru upplestrarkeppninni. Í upphafi vikunnar tóku þeir þátt í bekkjarkeppnum þar sem 12 fulltrúar voru valdir til að keppa í skólakeppninni um að verða fulltrúar Njarðvíkurskóla á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin í Berginu, Hljómahöll 11. mars. Í skólakeppninni sem haldin var á sal Njarðvíkurskóla dag voru Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir og Kristín Arna Gunnarsdóttir valdar sem fulltrúar skólans og til vara Íris Björk Davíðsdóttir. Dómarar í keppninni voru Hafdís Garðarsdóttir fyrrum kennari í Njarðvíkurskóla, Ástríður Helga Sigurðardóttir íslenskukennari og Anna Hulda Einarsdóttir kennsluráðgjafi hjá Reykjanesbæ. Valið var ekki auðvelt hjá dómurum keppninnar en þátttakendur stóðu sig allir mjög vel sem og áhorfendur en það voru nemendur í 6. og 7. bekk. Sandra Maria Rawluszko las ljóð á pólsku. Njarðvíkurskóli óskar stúlkunum til hamingju og góðs gengis í lokakeppninni.
Lesa meira

Skemmtilegur öskudagur í Njarðvíkurskóla

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 26. febrúar 2020. Yngra stigið (1.-5. bekkur) fór í þrautir í íþróttahúsinu og eldra stigið (6.-10. bekkur) tók þátt í ýmsum þrautum í stofunum á 3. hæð skólans. Nemendur í 10. bekk settu upp draugahús sem allir nemendur gátu farið í gegnum. Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Nemendur voru í skólanum frá 8:15-10:35 og eftir það lauk skóla. Að loknum skóladegi fóru mörg börn niður í bæ og sungu fyrir góðgæti í hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum.
Lesa meira

Skertur skóladagur á öskudag

Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Nemendur eru í skólanum frá 8:15-10:35 og eftir það lýkur skóla. Það er því ekki hádegismatur þennan dag. Frístundaheimilin í skóla og Ösp eru opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar og fá þeir hádegismat og síðdegishressingu. Öskudagurinn er uppbrotsdagur þar sem nemendur eru á stöðvum í leik auk þess sem öllum nemendum gefst tækifæri ef þeir vilja fara í draugahús sem nemendur í 10. bekk setja upp. Nemendur mega koma í búningum þennan dag. Nemendur þurfa ekki að koma með skólatösku en gert er ráð fyrir að allir séu með nesti.
Lesa meira

Nemendur fá kennslu í forritun frá Skemu í HR

Eins og fram kom á heimasíðunni í janúar þá fékk Njarðvíkurskóli styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar til að efla og auka áhuga á forritun í skólanum. Úlfur Atlason verkefnastjóri frá Skema hjá Háskólanum í Reykjavík sá um forritunarkennslu fyrir 5. og 6. bekk tvo daga í vikunni þar sem kennarar og stuðningsfulltrúar tóku virkan þátt í kennslustundunum og fengu jafnhliða nemendum þjálfun í forritun. Úlfur mun svo koma aftur tvo daga í næstu viku.
Lesa meira

Páll Valur Björnsson kynnti Fisktækniskóla Íslands

Páll Valur Björnsson fyrrum kennari í Njarðvíkurskóla og núverandi kennari í Fisktækniskóla Íslands kynnti skólann fyrir nemendum í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Um er að ræða tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi. Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára gunnnám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Í starfsnámi er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað /vetfang með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi. Meðan á námstímanum stendur eru heimsóknir í stofnarnir og fyrirtæki tengd sjávarútvegi mikilvægur þáttur. Farið er í tvær námsferðir erlendis í samvinnu við samstarfsskóla okkar í Danmörku og Portúgal.
Lesa meira