Fréttir

Hertar reglur vegna Covid-19

Ágætu foreldrar/forráðamenn Í dag mánudaginn 5. október taka í gildi hertar samfélagslegar reglur vegna Covid-19. Í ljósi þeirra takmarkanna sem þar eru settar fram förum við áfram fram á að foreldrar komi ekki inn í skólann með börnum sínum. Foreldrar geta fylgt börnum sínum að skólanum á morgnana en þegar foreldrar sækja í frístund er hægt að hringja í símanúmerið 8646788 og barnið kemur út. Við biðjum ykkur vinsamlegast að virða þessi til mæli. Ef foreldrar eru boðaðir á fund í skólanum skal virða 1m regluna og/eða grímuskyldi en við reynum nú að halda slíkum fundum í lágmarki. Mikilvægt er nú sem aldrei fyrr að fara varlega, gæta persónulegra sóttvarna og fjarlægðarmarka. Við erum öll almannavarnir og saman náum við bestum árangri. Bestu kveðjur, Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla
Lesa meira

Samtalsdagur 14. október 2020

Miðvikudaginn 14. október er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla. Samtalsdagurinn verður með breyttu sniði í ár þar sem öll viðtöl verða tekin í gegnum síma til að bregðast við hertum samfélagsreglum. Forráðamenn óska eftir viðtalstíma í gegnum Mentor, hjá umsjónarkennara. Einnig geta forráðamenn óskað eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara sem einnig eru til viðtals þennan dag.
Lesa meira

Smiðjur í skapandi skrifum fyrir börn

Gunnar Helgason rithöfundur verður með smiðjur í skapandi skrifum fyrir börn í 3. - 6. bekk á öllum Suðurnesjum. Smiðjurnar fara fram dagana 5. - 13. október í Grindavík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum.
Lesa meira

Starfsdagur / teachers work day / Dzień organizacyjny

Mánudaginn 5. október er starfsdagur í Njarðvíkurskóla. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimili yngri nemenda og frístund í Ösp er lokað þennan dag. Monday the 5th of October is a teachers work day in Njarðvíkurskóli. All students have a vacation this day. The after school program is closed this day. Poniedzialek, 5 pazdziernika jest dniem pracy nauczyciela w Njardvikurskoli. Wszyscy studenci maja wakacje tego dnia. Program zajec pozalekcyjnych jest dzis zamkniety. Bestu kveðjur, Skólastjórn
Lesa meira

Þorgrímur aðstoðar við að efla ánægju nemenda á lestri

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru hitti alla nemendur í 5. – 10. bekk síðastliðin mánudag og þriðjudag, hvern bekk í 40 mín. Ástæða þess er að Njarðvíkurskóli fékk Þorgrím í lið með sér til efla ánægju nemenda á lestri.
Lesa meira

Heilakúnstir - Heimanámsaðstoð Rauða krossins

Heilakúnstir – heimanámsaðstoð Rauða Krossins stendur grunnskólanemendum í 4.-10. bekk til boða alla þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 14.30 – 16:00 í Bókasafni Reykjanesbæjar (neðri hæð). Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram. English: Homework assistance is available for all children in grades 4-10 of elementary school in Reykjanesbær. The assistance will take place every Tuesday and Thursday from 2.30pm-4pm at Reykjanesbær Public Library (lower floor).Volunteers from the local Red Cross provide the service. It‘s free and no need to sign up! Polish: Pomoc w odrabianiu prac domowych jest dostępna dla wszystkich dzieci z klas 4-10 szkół podstawowych w Reykjanesbær. Zapraszamy w każdy wtorek i czwartek od godziny 14:30 do 16:00 do Biblioteki Publicznej Reykjanesbær (na niższe piętro). Pomocy udzielają Wolontariusze z lokalnego Czerwonego Krzyża. Pomoc jest bezpłatna i nie trzeba się na nią wcześniej zapisywać!
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Njarðvíkurskóla

Ólympíuhlaup ÍSÍ fór fram í Njarðvíkurskóla í dag, 9. september. Markmiðið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Jafnframt að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira

Mikil gleði með aparólu á skólalóð Njarðvíkurskóla

Mikil gleði er hjá nemendum í Njarðvíkurskóla með aparóluna sem sett hefur verið upp á skólalóðinni og tekin í notkun í dag. Kvenfélagið Njarðvík, foreldrafélagið í Njarðvíkurskóla og Njarðvíkurskóli stóðu saman af kostnaði við uppsetningu á aparólunni. Uppsetningin á aparólunni er liður í því að bjóða nemendum í Njarðvíkurskóla upp á fjölbreyttari og skemmtilegri afþreyingu á útisvæði skólans. Vonandi verður hægt að halda áfram að gera skólalóðina enn skemmtilegri, fjölbreyttari og auka þannig notagildi hennar fyrir alla aldurshópa. Njarðvíkurskóli þakkar Kvenfélaginu Njarðvík og foreldrafélaginu fyrir stuðninginn.
Lesa meira

Brunaæfing í Njarðvíkurskóla

Rýmingaráætlun Njarðvíkurskóla var æfð í dag. Um var að ræða æfingu sem nemendur vissu af og því kom það þeim ekki á óvart þegar brunakerfi skólans fór í gang kl. 12:50. Æfingin gekk mjög vel og allir nemendur og starfsmenn skólans söfnuðust saman á ákveðnum stöðum samkvæmt rýmingaráætlun skólans.
Lesa meira

Endurpörun á Mentor appi

Vegna uppfærslu á léni hjá Mentor þurfa þeir notendur sem hafa hlaðið niður öppunum sem tengjast kerfinu að para þau saman á ný. Hér er að finna leiðbeiningar um endurpörun. Að para saman aðgang í snjalltæki og tölvu Mentor býður upp á tvö öpp annað ætlað nemendum og aðstandendum og hitt ætlað starfsfólki. Öppin eru sótt í „Google Play store“ (Android) eða „App Store“ (iOS) með því að slá inn „Infomentor home“ (nemendur/aðstandendur) eða „Infomentor staff“ (starfsfólk) í leitarslóðina. Þegar búið er að sækja appið er komið að skrefi tvö sem er að para saman snjalltækið og aðgang í tölvu. Til að para appið við snjalltækið þarf notandinn að skrá sig inn á Mentor aðganginn sinn í gegnum vefinn með vafra í tölvu eða snjalltæki. Við mælum með að para með tölvu. Ef að viðkomandi er nú þegar komin með appið, þarf að opna það og fara inn í stillingar og ýta strax á afpara. Síðan er hægt að fylgja pörunarleiðbeiningum s.s. með QR kóða hér fyrir neðan. Nemendur og aðstandendur: Til að para appið við símann þarft þú að skrá þig inn á Minn Mentor í gegnum vafra í tölvu eða snjalltæki (www.infomentor.is) og velja andlitsmerkið í hægra horni. Undir „App stillingar“ velur þú „para aðgang“ og þá ertu beðinn um að velja þér fjögurra stafa PIN númer og endurtaka það. Að þessu loknu ættir þú að vera kominn inn. Ef þú velur að setja appið upp í gegnum tölvu en þá býr kerfið til QR kóða sem þú parar við símann með myndavélinni. (Ath. hafi appið verið sótt í gegnum Minn Mentor þá þarf að útskrá sig og skrá sig inn á ný til að geta parað appið við svæðið).
Lesa meira