Njarðvíkurskóli
Jólahátíð Njarðvíkurskóla verður föstudaginn 18. desember og er með breyttu sniði í ár þar sem nemendur verða eingöngu í heimastofu með umsjónakennara. Nemendur mega koma með smákökur og drykk en mikilvægt er að hafa í huga að Njarðvíkurskóli er hnetulaus skóli. Þetta er skertur nemendadagur svo nemendur mæta á jólahátíðina og fara svo heim að henni lokinni. Frístundaheimilin eru lokuð þennan dag bæði yngri deild sem og frístundaheimilið í Ösp.
Nemendur koma á eftirfarandi tímum á jólahátíðina;
1. bekkur kl. 8:15-9:15
2. bekkur kl. 8:15-9:15
3. bekkur kl. 9:30-10:30
4. bekkur kl. 9:30-10:30
5. bekkur kl. 8:15-9:15
6. bekkur kl. 8:15-9:15
7. bekkur kl. 9:30-10:30
8. bekkur A kl. 10:45-11:35
8. bekkur B kl. 11:45-12:35
9. bekkur A kl. 10:45-11:35
9. bekkur B kl. 11:45-12:35
10. bekkur A kl. 10:45-11:35
10. bekkur B kl. 11:45-12:35
Ösp
kl. 8:45-9:45 - 8.-10. bekkur
kl. 10:00-11:00 - 1.-7. bekkur
Björk
Kl. 10:00-11:00
Að lokinni jólahátíð hefst jólafrí hjá nemendum og starfsmönnum skólans.
Skólastarf hefst á nýju ári mánudaginn 4. janúar 2021. Skipulag skólastarfs á nýju ári er ekki alveg ljóst en ef breytingar verða frá því skipulagi sem nú er á skólastarfi Njarðvíkurskóla þá munum við láta ykkur foreldra vita af þeirri breytingu eins fljótt og mögulegt er.
Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar.
Hátíðarkveðjur,
Stjórnendur Njarðvíkurskóla.