Fréttir

Þemadagar - Mæta í sparilegum fötum á miðvikudag

Seinni þemadagurinn í Njarðvíkurskóla er morgun miðvikudag í tilefni af 80 ára afmæli skólans. Kaka og mjólk verður í nestistímanum og Emmsjé Gauti mætir í danspartýið eftir hádegi. Allir nemendur hvattir til að mæta í sparilegum fötum!
Lesa meira

Þemadagar - Mæta í grænu á þriðjudag

Þemadagur í Njarðvíkurskóla á morgun þriðjudag í tilefni af 80 ára afmæli skólans. Allir nemendur hvattir til að mæta í grænu!
Lesa meira

Þemadagar - Njarðvíkurskóli 80 ára

Í næstu viku, þriðjudaginn og miðvikudag eru þemadagar í Njarðvíkurskóla. Þessa daga verður unnið með afmæli skólans sem um þessar mundir fagnar 80 ára afmæli. Árgangar vinna stigskipt að ýmsum skemmtilegum verkefnum sem tengjast sögu skólans og afmælishátíð hans. Skólastarf er brotið upp og hefðbundin stundaskrá víkur fyrir öðrum verkefnum. Íþróttir/sund og list- og verkgreinar falla niður þessa daga. Stefnt er að því að taka hópmynd af öllum nemendum og starfsmönnum skólans á þriðjudeginum og hvetjum við alla til að mæta í einhverju grænu á lit þann dag. Á miðvikudeginum verður afmælishátíð og þá hvetjum við alla nemendur til að koma í sparilegum klæðnaði. Í nestistíma verður öllum boðið uppá súkkulaði afmælisköku og ískalda mjólk í boði MS. Daginn endum við svo með danspartýi í íþróttahúsinu og Emmsjé Gauti kemur og syngur nokkur lög. Skóladagurinn hefst kl. 8:15 báða dagana og lýkur á þriðjudeginum kl. 13:20 hjá 1.-4. bekk og 14:00 hjá 5.-10. bekk. Á miðvikudeginum lýkur skóladeginum kl. 13:20 hjá öllum nemendum. Valfög unglingastigs falla niður þessa tvo daga og frístundaskólinn er opin báða dagana.
Lesa meira

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Bergi í Hljómahöll þann 3. mars. Þar komu saman keppendur úr 7. bekk frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og kepptu fyrir hönd síns skóla. Fyrir hönd Njarðvíkurskóla tóku þátt þær Kristjana Ása Lárusdóttir og Þorgerður Tinna Kristinsdóttir en varamenn þeirra voru Logi Örn Logason og Freydís Ósk Sæmundsdóttir. Fulltrúar Njarðvíkurskóla stóðu sig frábærlega og sýndu hversu mikið þau hafa lagt sig fram síðust vikur og mánuði undir handleiðslu íslenskukennara í Njarðvíkurskóla. Kristjana Ása og Þorgerður Tinna fluttu bókmenntartextann og ljóðin af miklu öryggi og framkoma þeirra var virðuleg og til fyrirmyndar. Sigurvegari keppninnar í ár var Rakel Elísa úr Holtaskóla og Í öðru sæti var Freyja Marý, einnig úr Holtaskóla. Í þriðja sæti var einnig sá sem var í 2. sæti. Í þriðja sæti var Hrund sem var annar fulltrúi Myllubakkaskóla.
Lesa meira

Öskudagur í Njarðvíkurskóla

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í Njarðvíkurskóla 2. mars 2022. Yngra stigið fór í þrautir í íþróttahúsinu og eldra stigið tók þátt í ýmsum þrautum í stofunum á 3. hæð skólans. Öskudagur er skertur skóladagur í Njarðvíkurskóla sem og í öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Nemendur voru í skólanum frá 8:15-11:20 og eftir það lauk skóla. Að loknum skóladegi fóru mörg börn niður í bæ og sungu fyrir góðgæti í hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum.
Lesa meira

Orka og tækni í Njarðvíkurskóla

Í Njarðvíkurskóla eru fjölbreyttir valáfangar fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Á þessu skólaári er nýtt val sem HS Veitur hf. bjóða nemendum að taka sem nefnist Orka og tækni. Í tímum kynnast nemendur starfsemi HS Veitna, læra um eðlis- og hugmyndafræði á bak við vatn og rafmagn auk þess að fara yfir öryggismál, nýsköpun og þróun hjá fyrirtækinu. Nokkrir nemendur frá Gerðaskóla í Suðurnesjabæ koma einnig inn í þessa tíma. Í lokin verður farið í vettvangsferð og stöðvar HS Veitna skoðaðar. Mikil ánægja er hjá nemendum með þessa valgrein og samstarfið við HS veitur er til fyrirmyndar. Valgrein sem þessi sýnir mikilvægi þess að auka vægi verklegrar kennslu hjá nemendum.
Lesa meira

Öskudagur í Njarðvíkurskóla - skertur nemendadagur

Miðvikudagurinn 2. mars er öskudagur, þá er uppbrotsdagur og skertur nemendadagur í Njarðvíkurskóla. Nemendur mega koma í búningum í skólann og þeir taka þátt í skemmtilegri stöðvavinnu. Nemendur í 1.-5. bekk eru að mestum hluta í íþróttahúsinu í leikjum og nemendur í 6.-10. bekk fara á milli kennslustofa í leiki. Skóli hefst kl. 8:15 og lýkur kl. 11:15 en þá er í boði pítsa fyrir þá sem eru í áskrift eða eru með pítsamatarmiða en umsjónarkennarar senda póst heim varðandi fyrirkomulag á þeim miðum. Frístund yngri deildar sem og í Ösp er opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar til kl. 16:15.
Lesa meira

Tilkynning frá Njarðvíkurskóla

Um hádegi í dag spáir miklu hvassviðri og ofankomu. Forráðamenn eru beðnir um að gera ráðstafanir og vera viðbúnir því að sækja börn sín í skólann í lok skóladags.
Lesa meira

Vegleg gjöf frá Rótarýklúbb Keflavíkur

Allir grunnskólar Reykjanesbæjar taka þátt í Sísköpunarspretti sem er verkefni til hvatningar hönnunar og sköpunar. Markmiðið er að efla endurvinnslu og endurnýtingu á vörum og hráefnum til að stuðla að betri nýtingu og skynsamari endurnýtingu samfélagsins á hlutum úr hversdagslífinu. Að þessu tilefni gaf Rótarýklúbbur Keflavíkur öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara við hátíðlega athöfn í Stapaskóla þar sem verkefninu Sísköpunarspretti var einnig fylgt úr hlaði. Njarðvíkurskóli þakkar félögum okkar í Rótarýklúbbnum kærlega fyrir veglega gjöf sem á eftir að nýtast nemendum skólans vel.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun vegna veðurs

Þar sem veðurspá er frekar slæm í fyrramálið þá biðjum við forráðamenn að skoða eftirfarandi verklagsreglur grunnskóla við óveðri. Þegar veðurspár gefa til kynna að óveður sé í aðsigi á Suðurnesjum fylgjast Lögreglan og Almannavarnir gaumgæfilega með, hafa samstarf við skólana og gefa út viðvaranir til almennings, gerist þess þörf. Mikilvægt er að foreldrar sjálfir fylgist með veðri og veðurspám og hagi sér í samræmi við aðstæður hverju sinni. Forráðamenn leggja sjálfir mat á hvort fylgja þarf barni í og úr skóla þótt engin tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti forráðamenn aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Við slíkar aðstæður eru skólarnir opnir og þar er öruggt skjól fyrir börnin.
Lesa meira