Fréttir

Matreiðslukeppni hjá 10.HH

Matreiðslukeppni fór fram í vikunni hjá 10.HH sem umbun í tengslum við PBS. Nemendur komu sjálfir með hráefni að heiman. Meðal þess sem borið var fram voru hamborgarar, eðla með snakki, kjúklingur, nautasteik með kartöflum og heimalagaðri bernaise sósu og svo síðast en alls ekki síst ljúffengur eftirréttur í glösum sem innihélt brúnköku, ís, ávexti og karmellusósu. Eftirrétturinn hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni.
Lesa meira

Fjölmörg skemmtileg verkefni á vináttudegi í Njarðvíkurskóla

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni dagsins var vináttudagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur og starfsmenn unnu að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum þar sem megináhersla var á vináttu, samvinnu og gleði.
Lesa meira

Upplýsingar um tilhögun skólastarfs frá 15. nóvember 2021

Grunnskólar – skipulag frá 15. nóvember Frá mánudeginum 15. nóvember er grunnskólastarfið með eftirfarandi hætti. Tilhögun skólastarfsins getur verið ólíkt milli skóla þar sem aðstæður eru mismunandi. Í grunninn byggist skipulagið á eftirfarandi þáttum: - Í grunnskólum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk - Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni, göngum og í matsal er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun. Einnig eiga fjöldatakmarkanir ekki við um frímínútur á skólalóð - Nálægðarmörk eru 1 metri milli ótengdra aðila - Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota andlitsgrímu. Þrátt fyrir þetta eru íþróttir með snertingu áfram heimilar hjá börnum og fullorðnum. Enn fremur eru nemendur í 1. til 4. bekk undanþegin 1 metra reglunni - Þá er heimilt að víkja frá 1 metra nálægðartakmörkun milli nemenda í grunnskólum þar sem henni verður ekki viðkomið. - Nemendur í 1. – 10. bekk eru undanþegin grímuskyldu - Starfsfólk skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörkun - Starfsfólki er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum - Blöndun milli hópa er heimil - Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Stjórnendum grunnskóla er heimilt að krefja foreldra, þurfi þeir að koma inn í skólabyggingu, um að nota andlitsgrímur. Við hvetjum alla til þess að gæta að persónulegum smitvörnum, minnum á mikilvægi handþvottar og notkun spritts. Við erum í þessu saman.
Lesa meira

Starfsáætlun Njarðvíkurskóla 2021-2022

Starfsáætlun Njarðvíkurskóla fyrir skólaárið 2021-2022 var samþykkt af skólaráði 5. október 2021 og í fræðsluráði Reykjanesbæjar 4. nóvember 2021. Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal semja þær í samráði við kennara. Skólanámskrá er nánari útfærsla á Aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Þar skal birta upplýsingar um starfslið skólans, stjórnkerfi, mögulegan stuðning fyrir nemendur af ýmsu tagi og almennar hagnýtar upplýsingar um skólahald hvers skólaár. Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, Aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitastjórnar um fyrirkomulag skólahalds.
Lesa meira

Skólablakmót BLÍ

14. október tóku nemendur úr 4. og 5. bekk Njarðvíkurskóla þátt í Skólablaksmóti Blaksambands Íslands í Nettóhöllinni. 10 nemendur úr 4.bekk og 14 nemendur úr 5.bekk öttu kappi við nemendur úr grunnskólum af Reykjanesi í stuttum og skemmtilegum blakleikjum. Það var sýnt frá þessu móti í Landanum á RÚV 17.október.
Lesa meira

Vetrarleyfi / Winter vacation / Ferie zimowe

Samkvæmt skóladagatali þá er vetrarleyfi í Njarðvíkurskóla mánudaginn 18. október og þriðjudaginn 19. október. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 20. október samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk skólans vonar að nemendur og foreldrar hafi það gott í fríinu. 18th and 19th of October will be winter vacation in Njarðvíkurskóli. School will resume on 20th of October with its regular schedule. The staff at our school wishes students and their families an enjoyable holiday. Dnia 18. og 19. Pazdziernik rozpoczna sie ferie w naszej szkole. Zajecia rozpoczna sie ponownie 20. Pazdeziernik zgodnie z planem lekcji. Pracownicy szkoly zycza uczniom i ich rodzicom milego wypoczynku.
Lesa meira

Endurvinnsla og moltugerð með haugánum í Njarðvíkurskóla

Umhverfisteymi Njarðvíkurskóla fékk Þórarinn hjá graenker.is í heimsókn í 2. bekk. Þar fengu nemendur að kynna sér moltugerð úr lífrænum úrgangi sem fellur til í skólastofunni með notkun á svokölluðu grænkeri. Í kerinu er sérstakir ormar, svonefndir haugánar sem brjóta niður lífræna úrganginn, búa til frábæra lífræna moltu og lífrænan vökva, svokallað “Ormate” sem er frábært sem áburður á plöntur. Bekkjakennarar í 2. bekk og nemendur þeirra ætla að vera vendarar ormanna og moltugerðarmenn Njarðvíkurskóla í vetur. Sannarlega spennandi og umhverfisþenkjandi framtak. Þess má geta að Njarðvíkurskóli er fyrsti skólinn á landinu til að fara í svona endurvinnslu. Víkurfréttir mættu á staðinn, tóku myndir og fylgdust með uppsetingunni á kerinu. Víkurfréttir ætla jafnframt að fylgjast með framgangi verkefnisins.
Lesa meira

Skólabúðir á Úlfljótsvatni hjá 7. bekk

7. bekkur í Njarðvíkurskóla fór að Úlfljótsvatni í skólabúðir dagana 20.-22. september. Í ferðinni var meðal annars farið í fjallgöngu upp á Úlfljótsfell, í hópeflisleiki, í þrautabraut, í bogfimi og margt annað. Í svona ferðum er gaman að fylgjast með því hvernig nemendur ná saman á annan hátt en í hefðbundnu skólastarfi líkt og má sjá í meðfylgjandi myndasafni.
Lesa meira

Skólavinir tefla í frímínútum

Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast hjá Skólavinum. Í september ákváðu þeir að prófa að tefla undir beru lofti og hefur það tekist vel.
Lesa meira

Verkefnið SKÓLASLIT

Í október munu nemendur á mið- og unglingastigi og starfsmenn skólans taka þátt í lestrarupplifun sem Ævar Þór Benediktsson rithöfundur mun stýra ásamt kennsluráðgjöfum Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Áherslur verkefnisins sneru í upphafi að drengjum og lestri og var því gerð könnun í vor sem verkefnið byggir á. Hefur verkefnið þróast út í nýstárlega lestrarupplifun með áherslu á skapandi og verklega vinnu ásamt því að áhugasvið og hugmyndir nemenda fái að njóta sín á fjölbreyttan hátt. Verkefnið er í raun saga eftir Ævar Þór sem ber heitið SKÓLASLIT og birtist á síðunni https://www.skolaslit.is/ á hverjum degi í október bæði á textaformi og sem hljóðskrá. Á síðunni má einnig finna margt skemmtilegt sem gaman er að skoða. Nemendur munu taka þátt í verkefninu í skólanum en við hvetjum ykkur kæru foreldrar/forráðamenn til að taka þátt í verkefninu alla daga vikunnar og er hægt að skrá lesturinn sem heimalestur. Skólaslit er hrollvekja í þrjátíu og einum hluta. Sagan fjallar um hóp af krökkum sem lokast inni í skólanum sínum á hrekkjavöku. Já, og uppvakninga. Ótrúlega marga uppvakninga
Lesa meira