Frá öskudegi í Njarðvíkurskóla 2020
Miðvikudagurinn 2. mars er öskudagur, þá er uppbrotsdagur og skertur nemendadagur í Njarðvíkurskóla. Nemendur mega koma í búningum í skólann og þeir taka þátt í skemmtilegri stöðvavinnu. Nemendur í 1.-5. bekk eru að mestum hluta í íþróttahúsinu í leikjum og nemendur í 6.-10. bekk fara á milli kennslustofa í leiki. Skóli hefst kl. 8:15 og lýkur kl. 11:15 en þá er í boði pítsa fyrir þá sem eru í áskrift eða eru með pítsamatarmiða en umsjónarkennarar senda póst heim varðandi fyrirkomulag á þeim miðum.
Frístund yngri deildar sem og í Ösp er opin fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar til kl. 16:15.