Allir grunnskólar Reykjanesbæjar taka þátt í Sísköpunarspretti sem er verkefni til hvatningar hönnunar og sköpunar. Markmiðið er að efla endurvinnslu og endurnýtingu á vörum og hráefnum til að stuðla að betri nýtingu og skynsamari endurnýtingu samfélagsins á hlutum úr hversdagslífinu. Að þessu tilefni gaf Rótarýklúbbur Keflavíkur öllum grunnskólum Reykjanesbæjar þrívíddarprentara við hátíðlega athöfn í Stapaskóla þar sem verkefninu Sísköpunarspretti var einnig fylgt úr hlaði.
Njarðvíkurskóli þakkar félögum okkar í Rótarýklúbbnum kærlega fyrir veglega gjöf sem á eftir að nýtast nemendum skólans vel.