Árshátíð Njarðvíkurskóla 2022
Árshátíð Njarðvíkurskóla var haldin fimmtudaginn 7. apríl. Mikið var um flott atriði sem Nadía Líf Pálsdóttir og Björn Ólafur Valgeirsson, kynntu til leiks með stakri prýði. Þemað í ár voru söngleikir og mættu nemendur mjög vel undirbúnir eftir stífar æfingar í vetur. Alls voru tíu atriði sýnd í 1.-7. bekk, leiklistarvali, nemendur í Ösp og einnig stigu starfsmenn á svið. Öll atriðin vöktu mikla lukku hjá nemendum og forráðamönnum.
Frábær mæting var hjá forráðamönnum sem troðfylltu Ljónagryfjuna enda höfum við vegna samkomutakamarkana ekki náð að halda árshátíð í íþróttahúsinu síðan árið 2019.
Eftir árshátíðina fóru gestir og starfsmenn yfir í skóla þar sem boðið var upp á muffins sem nemendur skólans höfðu bakað. Einnig var öllum boðið að skoða nýtt og endurbætt starfsmannarými Njarðvíkurskóla.
Frábær dagur í alla staði og eiga nemendur og starfsmenn þakkir fyrir skemmtileg atriði og árshátíðarnefndin og nemendur sem unnu viðhátíðina fyrir frábæran undirbúning og skipulag. Einnig þakkar Njarðvíkurskóli starfsmönnum í íþróttahúsi fyrir frábæra aðstoð.
Nemendur sem unnu að hátíðinni voru: Björn Ólafur Valgeirsson, Brynja Þórey Hjörvarsdóttir, Danas Mikulskis, Evan Michael Teague, Falur Orri Benediktsson, Guðmundur Leo Rafnsson, Hendrick James M. Soleminio, Jóhanna Arna Gunnarsdóttir, Kristjana Hilmarsdóttir, Magnús Orri Lárusson, Nadía Líf Pálsdóttir, Ólafía Sigríður Árnadóttir, Páll Guttormsson, Salvar Gauti Ingibergsson, Sæþór Kristjánsson, Unnur Ísold Kristinsdóttir og Veiga Dís Halldórsdóttir.
Myndasafn frá árshátíðinni
Myndasafn frá æfingum 5. apríl
Myndasafn frá æfingum 6. apríl