Samtalsdagur 13. október

Njarðvíkurskóli
Njarðvíkurskóli

Fimmtudaginn 13. október er samtalsdagur í Njarðvíkurskóla þar sem nemendur koma með forráðamönnum í viðtal í skólanum (eða á Teams). Forráðamenn hafa fengið allar upplýsingar um bókun viðtala í gegnum tölvupóst.

Viðtöl fara fram í heimastofum nemenda. Þeir forráðamenn sem óska eftir viðtali við fag-, list- og verkgreinakennara, sem einnig eru til viðtals þennan dag, hafa samband við skrifstofustjóra skólans og bóka þau viðtöl. Hægt er að hringja í síma 420-3000 eða senda póst á njardvikurskoli@njardvikurskoli.is.

Frístundaheimili skólans er opið á samtalsdaginn, bæði í skóla sem og Ösp frá kl. 8:15-16:15.