9. bekkur í Ungmennabúðum á Laugarvatni

Nemendur í 9. bekk í Njarðvíkurskóla
Nemendur í 9. bekk í Njarðvíkurskóla

Vikuna 12.- 16. september fóru nemendur í 9.bekk í Ungmennabúðir á Laugarvatni. Nemendur tóku þátt í margvíslegum verkefnum þar sem markmiðið með dvölinni er að styrja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Ferðin heppnaðist einstaklega vel og lék veðrið við nemendur, sól og blíða alla daga. Nemendur í Njarðvíkurskóla voru til fyrirmyndar og skemmtu sér mjög vel.